Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 123 6209 14021 21738 31085 39613 47417 55747 64258 72136 167 6390 14280 21920 31334 39624 48103 55970 64345 72301 325 6440 14417 22454 31502 39656 48261 56526 64691 72380 841 6709 14751 22880 32269 40285 48339 56561 64741 72870 999 6925 14885 23017 32431 40335 48519 57391 64838 72908 1057 7261 14903 23038 32469 40591 49297 57513 64900 73308 1200 7437 15037 23766 32475 40702 49328 58060 64915 73589 1548 7480 15219 23868 32550 40831 49860 58320 65100 73687 1691 7516 15277 24254 32842 41007 50022 58547 65787 73820 1764 7651 15311 24292 32936 41297 50152 58936 66063 73848 1804 7768 15445 24343 32977 41427 50323 59219 66112 73865 1892 7872 15552 24939 33042 41626 50529 59249 66166 74190 2088 8033 15571 25164 33586 41700 50617 59315 66363 74270 2175 8436 15807 25407 33607 41762 50792 59350 66554 74282 2687 8675 15825 26097 33692 41766 50888 59781 66709 74436 2861 8866 16396 26671 33751 41983 50955 59888 67294 74516 2869 9536 16414 27182 33894 42010 50959 59913 67569 74596 2982 9564 16618 27299 33936 42082 51016 60092 67715 74749 3008 9701 16652 27349 33957 42112 51213 60158 67880 75106 3267 9719 17107 27472 34279 42331 51331 60187 68157 75184 3480 9816 17508 27574 34316 42372 51494 60806 68249 75210 3584 9930 17646 27897 34350 42608 51665 60807 68252 75293 3839 10267 17669 28031 34466 42666 51804 61045 68851 75778 3975 10610 18232 28049 34605 42775 51917 61464 69041 75876 4013 11320 18270 28061 34749 42999 52114 61618 69147 76002 4345 11618 18520 28156 34835 43680 52254 61687 69220 76397 4366 11771 18597 28508 34942 43842 52426 61788 69414 76600 4434 11812 18610 28656 35183 44726 52469 61841 69422 77395 4651 12090 18778 28797 35222 45083 52698 62022 69456 77614 5273 12095 18909 29109 35303 45433 53074 62117 69492 77652 5310 12165 19777 29379 35770 45460 53254 62262 69560 77669 5395 12316 19924 29906 35861 45496 54250 62750 69916 77819 5526 12492 20193 30208 36453 45519 54278 62906 70004 77825 5664 12563 20594 30293 36782 45704 54605 63095 70052 77970 5669 12822 20989 30350 36944 46410 54652 63248 70679 78264 5704 12927 21203 30431 37430 46591 55097 63289 70969 78609 5846 13267 21209 30675 37957 47155 55169 63322 71029 78801 5941 13739 21210 30697 38268 47162 55326 63489 71198 79241 6069 13942 21497 30882 38934 47183 55435 64131 71622 79357 6127 14017 21616 30926 39556 47358 55524 64228 71758 79592 Næstu útdrættir fara fram 4. feb, 11. feb, 18. feb & 25. feb 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is V i n n i n g a s k r á 39. útdráttur 28. janúar 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 7 1 1 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 5 2 9 3 5 9 9 5 4 7 4 8 7 6 6 3 2 2 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 422 28653 40958 49750 60333 77233 25774 28781 46180 51245 66337 77311 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 5 5 0 5 3 5 1 2 0 0 8 9 2 9 0 7 4 3 6 0 8 5 4 4 5 7 4 5 5 1 1 0 6 9 0 5 2 9 9 6 6 6 5 5 2 0 2 8 1 2 9 8 1 3 3 6 1 6 4 4 4 7 4 7 5 5 1 1 9 6 9 3 1 8 1 0 6 4 9 7 6 2 2 0 3 1 5 3 0 5 0 4 3 6 9 0 6 4 5 7 1 8 5 5 4 8 1 7 0 4 7 2 1 3 1 3 1 1 8 5 7 2 0 5 4 8 3 0 8 5 0 3 6 9 5 5 4 6 1 8 6 5 8 7 6 7 7 0 7 0 4 1 4 8 1 1 2 2 3 6 2 1 3 5 5 3 1 0 6 1 3 7 5 3 4 4 6 4 3 1 5 8 9 8 2 7 6 3 7 7 1 7 2 8 1 6 0 6 5 2 1 4 7 4 3 1 2 5 0 3 9 3 5 1 4 7 7 0 1 6 4 2 2 1 7 7 0 3 4 2 5 0 2 1 6 6 5 8 2 2 9 3 3 3 2 6 8 8 4 0 7 4 2 4 7 9 0 5 6 4 3 9 8 7 7 0 5 4 2 8 9 4 1 6 7 0 9 2 2 9 8 8 3 2 7 0 7 4 2 0 0 1 4 9 7 9 3 6 5 0 0 4 7 7 5 9 3 3 7 7 5 1 6 8 5 8 2 3 1 0 9 3 2 8 2 5 4 2 2 7 0 5 0 7 8 9 6 5 4 2 1 7 8 1 0 8 3 8 1 3 1 7 0 6 9 2 5 4 4 0 3 4 0 7 1 4 2 9 2 1 5 1 3 0 6 6 6 7 7 9 4 1 0 5 1 7 2 2 3 2 6 3 5 7 3 4 1 3 8 4 3 2 8 6 5 1 7 1 1 6 6 8 8 5 4 7 9 7 1 7 9 4 3 2 7 9 6 0 3 5 2 6 0 4 3 9 1 9 5 4 1 7 5 6 8 2 0 0 4 8 7 7 1 9 0 6 3 2 8 1 0 9 3 5 5 3 3 4 4 0 6 1 5 4 7 7 0 6 8 7 3 5 ✝ Jarþrúður GrétaJónsdóttir fæddist í Eyvík á Grímsstaða- holti 12. janúar 1925. Hún lést hinn 20. jan- úar sl. á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru Jón Kristmunds- son, f. 10.4. 1886, d. 1.12. 1952, og Magnea Tómasdóttir, f. 2.6. 1889, d. 31.8. 1974, hjón í Eyvík á Gríms- staðaholti. Systkini hennar eru Krist- mundur, f. 1920, d. 1997, Gunnar Tómas, f. 1921, d. 1995, Halldóra, f. 1922, Auður, f. 1926, og Inga Hall- veig, f. 1928. Hinn 20.7. 1946 giftist Jarþrúður Jakobi Jónssyni bónda á Varmalæk. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson, f. 1888, d. 1971, og Kristín Jónatans- dóttir, f. 1883, d. 1967. Börn Jar- þrúðar og Jakobs eru 1) Guðný Birna, f. 14.6. 1946, gift Halldóri Ósk Ásmundsdóttir, f. 11.2. 1961, synir þeirra eru a) Jóhann Kristinn, f. 20.9. 1986. b) Ásmundur Svavar, f. 12.6. 1988. c) Jakob Grétar, f. 17.2. 1994. 6) Magnea Kristín, f. 13.11. 1964, gift Ragnari Andréssyni, f. 2.6. 1961, dóttir Magneu og Boga Þ. Friðrikssonar er Gréta, f. 4.11. 1990. Jarþrúður ólst upp í foreldra- húsum í Eyvík í glaðværum systk- inahópi. Eftir hefðbundna skóla- göngu fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ung að árum fór hún til kaupamennsku að Varmalæk í Borgarfirði sem varð hennar heimili upp frá því. Ævistarf Jarþrúðar var því húsmóðurstarf á fjölmennu sveitaheimi með miklum gestagangi og mikilli reisn frá árinu 1946 til 2002. Jafnframt því var hún um ára- bil stöðvarstjóri símstöðvarinnar á Varmalæk. Jarþrúður átti við nokk- urn heilsubrest að stríða sem aftraði henni þó ekki frá því að koma barna- hópi til manns og rækja sínar skyld- ur. Hennar fólk minnist hennar nú í djúpri lotningu og þökk. Aðstandendur Jarþrúðar þakka gott atlæti á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi en þar dvaldi hún síðustu æviárin. Útför Jarþrúðar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, föstudaginn 29. janúar, og hefst athöfnin kl. 14. Bjarnasyni, f. 5.8. 1945. Börn þeirra a) Herdís, f. 10.10. 1971, gift Jóni Þór Friðgeirssyni, þeirra börn Guðný Dís, Einar Ágúst og Elísa. b) Þórður, f. 10.10. 1971, sambýliskona Kristín Erla Kristjánsdóttir. c) Grétar Björn, f. 20.10. 1978. 2) Jón, f. 28.4. 1947, kvæntur Kristínu Guðbrandsdóttur, f. 14.2. 1951, sonur þeirra Jón Óskar, f. 18.2. 1981, sambýliskona Anna Leoniak. 3) Helga, f. 8.9. 1950, gift Hallgeiri Pálmasyni, f. 28.8. 1953, börn þeirra a) Jakob, f. 24.4. 1975, sambýliskona Sandra Zarif. Sonur þeirra Ísak Geir. b) Berglind Þóra, f. 15.3. 1979, sambýlismaður Gústav Ax- el Gunnlaugsson. Sonur Berglindar og Guðlaugs Rafnssonar er Alex Rafn. 4) Drengur óskírður, f. 29.7. 1955, d. 29.11. 1955. 5) Sigurður, f. 9.12. 1959, sambýliskona Heiðbjört Allt hefur sitt upphaf og endi. Ekk- ert í þessu lífi er víst og öruggt nema dauðinn. Að Jöru tengdamóður minni geng- inni leitar margt á hugann. Hvernig var til dæmis fyrir tvítuga Reykjavík- urmær að gerast húsmóðir á borg- firsku sveitaheimili laust fyrir miðja síðustu öld? Á Varmalæk í Bæjarsveit hafði stað- ið búskapur með miklum blóma um langt skeið. Þar hafði búið Herdís Sig- urðardóttir frá Efstabæ með sonum sínum, tvíburunum Jóni og Sigurði. Herdís missti mann sinn, Jakob Jóns- son frá Deildartungu, árið 1913 og stóð hún fyrir búi á Varmalæk allt til 1946 er Jakob sonarsonur hennar og hans unga kona Jara taka við búi. Á Varma- læk var því margt í heimili á þessum tíma. Sannkölluð stórfjölskylda. Sem dæmi er að bæði Herdís og Kristín tengdadóttir hennar og tengdamóðir Jöru voru á heimilinu þegar Jara gengur þar í bú. Tvítugar stúlkur nú til dags geta spurt sig hvort ekki væri nokkur vandi á höndum að taka við búsforráðum við slíkar aðstæður. Allt bundið gömlum venjum og siðum og ekki sagt nokkrum til lasts þótt erfitt sé að láta ráðin í annarra hendur. Allt þetta leysti Jara með miklum sóma með sinni einstöku lund og góða skapi. Búskapur Jakobs og Jöru stóð með miklum myndarskap frá árinu 1946 allt til 2002 en nokkru fyrr hafði Sig- urður sonur þeirra og kona hans geng- ið í bú með þeim. Varmalækur er í alfaraleið og þar hefur löngum verið mikill gestagang- ur. Á sumrin komu ættingjar í heim- sókn og þá var ekki stoppað smá dag- stund. Oftast verið einhverja daga. Þá voru samgöngur með öðrum hætti en nú. Það var því ekki lítið sem reyndi á húsfreyjuna á Varmalæk á þessum tíma. Jara átti löngum við nokkra fötlun að stríða. Hún hafði fæðst með galla í mjöðm sem tók að hrjá hana er líða tók á ævina. Fór hún í erfiðar aðgerðir sem ekki tókust alltaf sem skyldi enda tækni lakari þá en nú. Um tíma var hún nánast óvinnufær af þessum sök- um, en fékk seinna góða bót með til- komu bættrar tækni og læknavísind- um. Hlutskipti Jöru var því ekki alltaf auðvelt en allt bjargaðist fyrir hennar einstaka lundarfar. Að leiðarlokum leita myndir á hug- ann. Alltaf var sérstakt að koma til Jakobs og Jöru. Fyrst í eldra húsið sem Jakob byggði í upphafi búskapar þeirra Jöru og seinna í húsið sem hann byggði til að rýma fyrir næstu kynslóð. Þarna var góður andi og notalegheit sem húsfreyjan átti ekki minnstan þátt í að skapa. Að lokum vil ég þakka Jöru fyrir rúmlega fjörutíu ára samfylgd og bið henni guðs blessunar. Halldór Bjarnason. Í dag fylgjum við til grafar elsku- legri ömmu okkar. Amma var merki- leg kona og sérstök. Ef það væri ein- hver sem ekki þekkti skilgreininguna á góðri manneskju þá lægi beinast við að segja: amma, hún amma var sú manneskja, svo þyrfti ekki að segja neitt meir. Hún skildi við okkur í friði með hugann fullan af góðum minning- um. Hún lifði sínu lífi fyrst fyrir aðra og síðast fyrir sig, og það gerði hún af æðruleysi og einlægni. „Æ, ég veit ekki hvort ég á neitt handa ykkur,“ sagði hún alltaf og svo hvarf hún inn í búr í mínútu eða tvær og tíndi til sort eftir sort, sem auðvitað voru ekki nógu góðar eða margar að hennar mati og „ósköp lítið“, en alltaf veisla fyrir okk- ur. Við munum eftir henni í sveitinni, það var stór partur af lífi okkar í upp- vextinum að fara í sveitina til ömmu og afa og mikil gæfa að fá að njóta svo sterkra tengsla við sveitina með öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. Og alltaf var hún að. Amma að baka, steikja klatta og flatkökur, á fjórum fótum í garðinum að reyta arfa, að dást að og hlúa að blómunum, að hugsa um litlu móðurlausu lömbin og fleira og fleira; og svo er hún höfundur að hinu víðfræga malakoffsalati. Minningar, minningar … Það eina sem hver að lokum skilur eftir sig þeg- ar hann endanlega fer eru minningar í huga þeirra sem eftir lifa. Hvort sem veröldin er myrk og vonlaus eða sólrík og blíð verður það ekki metið til neinna mælikvarða að hafa kynnst manneskju sem var sjálf hlýjan og kærleikurinn holdi klædd. Manneskju sem skilur eftir sig minningar um sig og það sem hún í látleysi sínu stóð fyr- ir með því einfaldlega að hafa verið hún sjálf alla tíð, með verkum sínum, nálægð og hlýju. Minningin um slíka manneskju er skjólið fyrir öllu von- leysi. Slík minning hverfur manni ekki og verður aldrei frá manni tekin. Slík minning er það dýrmætasta sem nokkur getur eftir sig látið og nokkur frá öðrum fengið. Af slíkum mann- eskjum lærir maður, lærir það sem er þess vert. Einmitt þannig manneskja var amma og hún skilur eftir sig nóg af minningum fyrir okkur til að hlýja sér við í framtíðinni. Megi hún hvíla í friði og minning hennar lifa áfram. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (D. Stefánsson frá Fagraskógi) Með djúpu þakklæti fyrir kynnin, hlýjuna og vináttuna, sem þó ekki hverfa þótt þú sért farin. Þórður, Herdís og Grétar Björn. „Stelpur mínar, klukkan er orðin átta og það er nóg að gera í dag. Það þarf að fara í þvottahúsið og þvo þvott- inn og ein ykkar þarf að fara út að snúa og svo þarf að baka í dag.“ Já, störfin kölluðu og Jara kom í dyrnar og vakti okkur stelpurnar sem sváfum í stelpnaherberginu og höfðum kannski verið að spjalla saman eitt- hvað fram eftir og vorum ekki alveg vaknaðar. Hún hafði þýða og milda rödd og það var gott að vakna við þessa rödd. Verkum dagsins var skipt milli okkar þarna í morgunsárið og við vöknuðum til hinna ýmsu verkefna sem biðu. Ég var svo lánsöm að fá að vera í sveitinni á sumrin hjá frændfólkinu á Varmalæk, mér leið alltaf vel í sveit- inni og fannst gaman að fá að vera þátttakandi í þessum venjulegu sveitastörfum. Þar lærði ég að vinna hin ýmsu störf sem kom í góðar þarfir þegar ég fór sjálf að búa í sveitinni. Jara móðursystir mín hafði ung far- ið sem kaupakona í Borgarfjörðinn og kom ekki mikið heim eftir það því þar kynntist hún Jakobi og þau hófu bú- skap árið 1946. Börnin fæddust hvert af öðru, sex talsins. Það var margt heimilisfólk á sveitabæjum á þessum tíma og ekki voru nútímaþægindi til að létta störfin. Jara glímdi líka við fötlun frá fæðingu sem gerði það að verkum að hún gat ekki gengið í öll störf. Hún var afskaplega samviskusöm og stýrði heimilinu af miklum myndarskap. Hún hafði yndi af allskonar handa- vinnu og til eru margir hlutir sem hún bjó til, ýmist heklaðir, saumaðir eða prjónaðir. Svo var hún líka flink að mála og búa til ýmsa skemmtilega hluti úr því sem til féll. Jara hafði líka fengið í vöggugjöf léttleika og hún sá oft spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Gestagangur var mikill á Varmalæk og varla leið sá dagur að ekki kæmu gestir. Það kom í hlut húsmóðurinnar að hafa til kaffi og bakkelsi, því enginn skyldi koma á hlaðið án þess að þiggja veitingar. Síðustu árin dvaldi Jara á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Þar var vel hugsað um hana og þar leið henni vel. Daginn áður en Jara kvaddi þetta jarðlíf kom ég til hennar og hún fann að mér var kalt á höndunum. Hún vildi hlýja mér og það voru okkar síðustu fundir, svo dæmigerðir fyrir hana, því hún hugsaði ávallt um það hvernig aðrir hefðu það og hvernig hún gæti bætt líðan okkar hinna. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ég þakka Jöru fyrir samfylgdina. Magnea Kristleifsdóttir. Jarþrúður Gréta Jónsdóttir Minningar á mbl.is Guðbjörn Jósíasson Höfundur: Kolbrún. Hjördís Áskelsdóttir Höfundar: Elín Kjartansdóttir. Jónas Halldór Friðriksson. Edda Hrafnsdóttir. Halla Sif, Stefán og Elma. Sigríður Emilía Bjarnadóttir Jarþrúður Gréta Jónsdóttir Höfundar: Helga. Berglind Þóra. Jónas Helgi Ólafsson Höfundar: Öddi, Jón Tryggvi og Stjáni. Kristinn Ólafsson Höfundar: Guðbjartur Á. Ólafs- son og systkini frá Kollsvík. Hilmar Össurarson og fjölskylda fá Kollsvík. Kristrún Guðjónsdóttir Höfundur: Gróa Halldórsdóttir. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.