Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010
✝ Kristinn Ólafssonfæddist á Sellátra-
nesi í Rauðasands-
hreppi hinn 15. febr-
úar 1913. Hann lést
19. janúar 2010.
Kristinn var sonur
hjónanna Gróu
Brandsdóttur, f. 29.
júlí 1881, d. 11. des-
ember 1940, og Ólafs
Péturssonar, f. 29.
september 1878, d. 13.
nóvember 1934. Ólaf-
ur og Gróa bjuggu
lengst á Sellátranesi í
Rauðasandshreppi, síðast í Hænu-
vík. Systkini Kristins voru Kristján
Brandur, f. 1902, d. 1930, Jón-
fríður, f. 1904, d. 1987, Sig-
urgarður, f. 1906, d. 1932, Pétur, f.
1908, d. 1979, Gísli, f. 1910, d. 1917,
Björg, f. 1915, d. 1923, Jóhanna
Fanney, f. 1917, d. 1994, Hjörtur, f.
1919, d. sama ár, Lilja, f. 1922, d.
1956, Dagbjörg Una, f. 1924 (ein
eftirlifandi af systkinunum), og
Ástráður, f. 1927, d. 1931.
Kristinn ólst upp í Hænuvík og
átti þar heima þangað til hann
flutti til Patreksfjarðar. Hann var
bóndi í Hænuvík frá
1940 þar til upp úr
1990 að hann flutti
til Patreksfjarðar.
Jafnframt starfaði
hann sem landpóstur
í ytri hluta Rauða-
sandshrepps á ára-
bilinu 1945-1985. Þá
vann Kristinn að
smáútgerð í Hænu-
vík með búskap og
tók verkamanna-
vinnu sem til féll, svo
sem sláturhússtörf á
haustin.
Kristinn var einn af björg-
unarmönnum þegar togarinn Dho-
on strandaði við Látrabjarg hinn
12. desember 1947.
Harmonikkuleik iðkaði Kristinn,
hann spilaði fyrir dansi í sveitinni
og var gestur á harmonikk-
umótum á Ísafirði og víðar um
land, en á þeim vettvangi var hon-
um sýndur margvíslegur sómi. Þá
stundaði hann refaveiðar um skeið
með allgóðum árangri.
Útför Kristins fer fram frá Sauð-
lauksdalskirkju hinn 29. janúar
2010 og hefst athöfnin kl. 13.30.
Í dag er til moldar borinn í Sauð-
lauksdalskirkjugarði frændi minn,
Kristinn Ólafsson frá Hænuvík. Há-
aldraður og fyrir löngu búinn að lifa
sitt fegursta. Kristinn stundaði bú-
skap á tæplega ¼ úr Hænuvíkur-
jörðinni allt frá því fyrir 1940 fram
yfir 1990 að hann flutti á mölina.
Síðustu æviárin var hann vistmaður
á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Krist-
inn var alla tíð mjög bundinn við
sinn fæðingarstað, Hænuvík, og átti
mjög bágt með að hugsa sér aðra
staði til búsetu.
Óhætt er að segja að Kitti, eins og
hann var jafnan nefndur, hafi verið
vinsæll í sveitinni og allir sem áttu
dvöl í Örlygshöfn og Útvíkum
kynntust þessum samviskusama
þjóni sem færði þeim póstinn, oft
langþráðan fyrir daga nets og tölvu-
pósts. Má segja að reglubundnar
póstferðir hans um sveitina sína hafi
komið í stað brottflutnings, sem
varð hlutskipti margra ættingja og
sveitunga. Ferðirnar tengdu hann
við menninguna og öfluðu honum
vináttu, sem í sumum tilfellum ent-
ust honum ævina út. Einlægnin var
líka hans aðalsmerki og trúmennsk-
an skærasta leiðarljósið.
Einlífi varð hlutskipti Kitta, þó að
hann hefði mögulega kosið að hafa
það öðruvísi. „En mér þótti bara
aldrei vænt um neina stúlku,“ sagði
hann einhvern tíma þegar hann var
að rekja fyrir mér æviskeiðið. Þar
við bættist að lífsstíll hans og skap-
lyndi var með þeim hætti að líklega
hefðu allar alvörutilraunir Kitta til
slíkra hluta aukið honum vandræði
fremur en hið gagnstæða. Við syst-
urbörn hans nutum návista við Kitta
meðan við dvöldum í heimahögum.
Ótrúleg yfirferð hans við hlaup á
eftir rollum og snúninga innan túns,
harmonikkuleikurinn á síðkvöldum,
vel verkuð tófuskinn og bras við
rauðmaga- og grásleppuveiðar kem-
ur fyrst upp í hugann, en Kitti var
hreinn meistari í rauðmagareyk-
ingu, og væri gaman ef einhver hef-
ur varðveitt uppskriftina hans. Slík
vara er ekki á boðstólum í versl-
unum og verður líklega aldrei, held-
ur aðeins seld frá hendi til handar,
frá framleiðanda til neytanda. Hann
var hins vegar aldrei neitt sérlega
lagtækur við byggingar eða búvélar
og var talsvert kominn upp á velvilj-
aða nágranna og vini, ef taka þurfti
til hendinni á þeim sviðum. Sjaldan
stóð þó á slíkri hjálp, Kitti átti víða
hauka í horni.
Með greinarkorni þessu vil ég
þakka þeim sem reyndu að gera
Kitta lokadægrin sem þægilegust.
Ég veit að hann frændi minn var
ekki alltaf auðveldur viðskiptis. Oft
gat hvinið í tálknunum á honum, en
það átti bara ekki við hann að fara í
felur með vilja sinn og langanir. Ég
lýk þessum orðum með þökk til
þessa liðna frænda fyrir allt gamalt
og gott. Það geri ég fyrir hönd
systkina minna og móður með von
um að næsta tilverustig verði hon-
um þægilegt og að þar verði að finna
vænt sauðfé, dynjandi harmonikk-
umúsík og gestrisnar húsfreyjur,
sem alltaf eiga til gott með kaffinu.
Sigurjón Bjarnason.
Hálf öld er liðin. Strákpjakkar
standa á bæjarhlaðinu á Láganúpi
og stara stórum augum á einu hest-
ana sem eftir eru í Rauðasands-
hreppi. Þeir hurfu að mestu með
breyttum búskaparháttum, en þess-
ir tveir þjóna enn sínu hlutverki. Af
baki snarast lágvaxinn, snaggara-
legur maður, heilsar fólkinu, losar
töskur sínar og gengur í bæinn. Hér
er kominn Kitti póstur í sínum föstu
erindum og hann sinnir sínu emb-
ætti sumar og vetur af mikilli
skyldurækni. Auðvitað drekkur
hann kaffi með heimafólki, ræðir við
það almælt tíðindi og reykir eina
sígarettu. Þegar lagt er af stað út í
Breiðavík er einhverjum peyjanum
stundum leyft að sitja annan hestinn
út að Hólahliði þar sem Kitti kveður
og heldur embættisferð sinni áfram.
En nú er hann Kitti lagður af stað
í hinztu ferðina. Ekki póstferð í
þetta sinn, enda áratugir síðan hann
lét af því embætti. En lengi annaðist
hann þessa þjónustu, fyrst á hestum
eða fótgangandi, síðan á dráttarvél
og loks á bifreið sinni.
Kristinn Ólafsson ólst upp í
Hænuvík og átti þar heimili alla ævi
sína, þrátt fyrir dvöl á Patreksfirði í
elli sinni. Hann kvæntist ekki né átti
hann afkomendur. Hann var hins
vegar alla tíð órjúfanlegur hluti af
fjölskyldu Dagbjargar systur sinnar
í Hænuvík og bar börn hennar mjög
fyrir brjósti. Hann var einn þeirra
sterku persónuleika sem mótuðu
bernsku mína fyrir vestan, en þeir
eru nú flestir horfnir af sjónarsvið-
inu. Ég minnist svo margs. Smala-
mennsku, þar sem Kitti lét ekki sitt
eftir liggja. Þá var mikið um hlaup
og læti og ósjaldan fengum við
strákarnir hávaðaskammir frá þeim
eldri þegar við höfðum lagst í berja-
lyngið og ekkert tekið eftir rollus-
kömmum sem laumuðust framhjá
okkur. Ég minnist grásleppuveið-
anna, vinnu í sláturhúsinu á Gjögr-
um, harmonikkuleiks Kitta á
skemmtunum í Fagrahvammi og
svo ótalmargs annars sem nú er lið-
in tíð.
Kitti var heiðursmaður sem ekki
mátti vamm sitt vita. Hann gat verið
hrjúfur, en undir skrápnum sló
hjarta úr gulli. Bóndi sem átti góðan
fjárstofn og lét sér afar annt um
kindurnar sínar. Tilvera hans var
alla tíð bundin heimaslóðunum sem
hann vann það gagn sem hann gat.
Ég kveð hann með þakklæti fyrir
tryggð og vináttu við okkur Agnesi
og fjölskyldu mína sem aldrei bar
skugga á og votta fólkinu hans sam-
úð.
Guðbjartur Össurarson.
Kristinn Ólafsson
✝ Guðríður OktavíaEgilsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 10.
janúar 1920. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
20. janúar sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Egill
Þórðarson, f. 2.11.
1886, d. 6.1. 1921,
skipstjóri, frá Ráða-
gerði á Seltjarn-
arnesi, og Jóhanna
H. Lárusdóttir, f.
9.12. 1886, d. 22.12.
1962, húsfreyja.
Egill skipstjóri í Ráðagerði var
sonur Þórðar, bónda og hafnsögu-
manns í Ráðagerði á Seltjarn-
arnesi, Jónssonar og Þórunnar
Jónsdóttur frá Mýrarhúsum. Jó-
hanna móðir Guðríðar var dóttir
Lárusar bónda á Gerðubergi,
Gíslasonar og Guðbjargar Krist-
jánsdóttur frá Rauðamel.
f. 12.8. 1977, b) Kjartan Jónatan,
16.1. 1979, c) Egill Moran, f. 18.4.
1986. 2) Þórður, f. 29.11. 1952,
framkvæmdastjóri, maki Sigrún
Á. Haraldsdóttir. Börn Þórðar og
Elínar S. Guðmundsdóttur eru a)
Soffía Kristín, f. 17.4. 1975, b)
Þórdís Ögn, f. 11.11. 1976, c)
Sölvi, f. 2.3. 1980. Barna-
barnabörn Guðríðar eru alls sjö.
Guðríður ólst upp hjá móður
sinni á Norðurstíg og Vesturgötu
í Reykjavík. Hún vann sem ung
stúlka í Pennanum, síðar í kven-
fataversluninni Rímu við Lauga-
veg. Adolf og Guðríður voru
frumbýlingar í Faxaskjóli 26 og
bjó Guðríður þar frá 1947-1990 er
hún flutti að Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi. Guðríður lauk ljós-
mæðraprófi frá LMSÍ 1941, kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Íslands
1963 og starfaði sem kennari við
Hagaskóla í Reykjavík á árunum
1963-1987. Hún kenndi lengst af
heilsufræði, náttúrufræði og
skrift.
Útför Guðríðar fer fram frá
Neskirkju í dag, föstudaginn 29.
janúar, kl. 15.
Börn Egils og Jó-
hönnu voru, auk
Guðríðar, Þórður
(1909-1921), Guð-
björg (1911-1997),
Þórunn (1912-2000)
og Agla Þórunn
(1921-1959).
Guðríður giftist
22.4. 1943 Adolf
Guðmundssyni, yf-
irkennara, f. 7.7.
1917, d. 25.8. 1965.
Hann var sonur
Soffíu Baldvins-
dóttur frá Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði og Adolfs
Guðmundssonar, loftskeytamanns
og dómtúlks í Reykjavík. Adolf
var fóstursonur frænda síns séra
Friðriks Friðrikssonar, æskulýðs-
leiðtoga og stofnanda KFUM.
Synir Guðríðar og Adolfs eru: 1)
Friðrik, f. 6.6. 1944, d. 5.4. 2007,
verkfræðingur. Börn Friðriks og
Miriam Rubner eru a) Agla Jael,
Komin er kveðjustund. Tengda-
móðir mín, Guðríður Egilsdóttir,
hefur lokið langri lífsgöngu sinni,
níræð að aldri. Hún var ferðbúin
þá er hún fór. Leið hennar í gegn-
um lífið var oft og tíðum strembin
en hún komst óbuguð yfir allar
torfærur enda með eindæmum
dugleg og viljasterk kona. Strax í
frumbernsku missti hún föður
sinn og ólst upp hjá móður sinni
sem ól önn fyrir henni og systrum
hennar. Þar hefur vafalítið oft
verið þröngt í búi.
Guðríður fór snemma að vinna
fyrir sér. Ung nam hún ljósmóð-
urfræði og starfaði sem ljósmóðir
um nokkurt skeið. Hún var mikil
fríðleikskona, sérlega nett og fín-
gerð. Ljósmyndir sem til eru af
henni 16-17 ára sýna glöggt hve
undurfalleg hún var.
Hún giftist árið 1943 Adolf Guð-
mundssyni kennara. Þau reistu
sér hús í Faxaskjóli 26 þar sem
þau áttu heimili með sonum sínum
Friðriki og Þórði. Adolf lést árið
1965 eftir löng og erfið veikindi.
Þessi glæsilega kona giftist ekki
aftur, hún var eins manns kona.
Áður en Guðríður varð ekkja hafði
hún aflað sér menntunar sem
kennari og kenndi í tæpan ald-
arfjórðung við Hagaskóla, eða allt
þar til hún lét af störfum árið
1978 vegna aldurs. Hún hafði yndi
af kennslunni og í samtölum okk-
ar rifjaði hún gjarnan upp minn-
ingar frá þeim tíma. Hún fylgdist
með nemendum sínum eins og
hún gat og gladdist yfir velgengni
þeirra. Hún var bundin samkenn-
urum sínum sterkum vináttubönd-
um. Það mátti glöggt sjá hve
traust þau bönd voru þá er hún
bauð til veislu á 90 ára afmælinu
sínu á Hótel Sögu aðeins 10 dög-
um áður en hún lést. Þá fjöl-
menntu þessir góðu vinir hennar
og samfögnuðu með henni.
Hún var einkar frændrækin og
ekkert skipti hana meira máli en
afkomendurnir. Hún fylgdist mjög
vel með þeim öllum og þær stund-
ir sem hún átti með þeim voru
henni gleðistundir. Guðríður var
einkar smekkleg og vandvirk
hannyrðakona. Undanfarin ár
stytti hún sér langar einveru-
stundir við útsaum, saumaði m.a.
hátt á annan tug rókókóstóla,
ákaflega fallega og vel gerða. Ás-
grímur frændi hennar setti upp
og bólstraði stólana. Vinna þeirra
beggja var fyrsta flokks, þau
sættu sig ekki við neitt annað.
Þessir stólar prýða nú heimili af-
komenda hennar og ættingja.
Guðríður fór aldrei með veggj-
um, hún var kjörkuð, hreinskilin,
treysti eigin dómgreind og komst
þangað sem hún ætlaði sér. Hún
var skarpgreind, fróð og stálminn-
ug og hélt andlegum kröftum sín-
um og reisn til hinstu stundar.
Hún bjó ein á heimili sínu og naut
þar aðstoðar heimahjúkrunar.
Undir lokin var það fremur hinn
sterki vilji hennar en líkamleg
geta sem gerði henni það kleift.
Einnig það að hún átti yndislega
nágrannakonu, Ásrúnu Krist-
mundsdótturm sem reyndist
henni sannur vinur og hjálpar-
hella. Ég færi Ásrúnu og starfs-
mönnum heimahjúkrunar hug-
heilar þakkir mínar.
Guðríður var mér alltaf vinur
frá því að ég fyrst hitti hana. Við
tvær áttum saman kvöldstund fyr-
ir fáeinum dögum er hún undirbjó
sig fyrir afmælið. Þetta var góð
stund, ég mun geyma hana með
mér. Ég þakka Guðríði samfylgd-
ina. Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Haraldsdóttir.
Amma Gudda var einstök. Okk-
ur systkinunum þótti ætíð merki-
legt að eiga svona glæsilega
ömmu sem var alltaf vel til höfð,
átti pels og safn af fallegum hæla-
skóm, reykti brúnar More-sígar-
ettur og keyrði bíl vel fram yfir
áttrætt. Ekki dvínuðu vinsældir
hennar þegar hún á sjötugsaldri
tók okkur systkinin með í utan-
landsferðir.
Sem stelpu þótti mér fátt
skemmtilegra en að skoða í skó-
skápinn, máta hvert parið á fætur
öðru og klöngrast á spariskónum
hennar í Faxaskjólinu. Þetta
áhugamál áttum við alltaf sameig-
inlegt. Ég mun seint geta fetað í
hennar spor en mér mun ævinlega
þykja vænt um að ganga á skón-
um hennar og ég mun varðveita
þessi skópör enn betur en áður.
Amma lifði ekki átakalausu lífi
en hún mætti hverri raun með
höfuðið hátt. Hún var afburðagáf-
uð, metnaðarfull og lagði mikið
upp úr vandvirkni og því að gera
rétt. Hún var réttlát og sanngjörn
og hafði ríkan skilning á breysk-
leika fólks. Fáir voru jafn góðir
ráðgjafar og hún. Hún var sann-
kallaður viskubrunnur, með
ódrepandi áhuga á góðu hand-
verki, náttúrunni og ættfræði.
Hún var líka góður kennari, hún
hvatti okkur stöðugt áfram í námi
og langömmubörnin fengu
snemma að kynnast hennar uppá-
halds þulum á borð við Kom ég
þar að kveldi.
Mér er efst í huga þakklæti fyr-
ir allt sem hún var okkur. Hvað
hún var okkur góð og sýndi okkur
ávallt mikinn áhuga og elsku. Hún
var líka sannur talsmaður barna
og lá ekki á skoðun sinni þegar
fullorðnir sýndu börnum óvirð-
ingu eða yfirgang. Ég gleymi
aldrei þegar hún tók Þjóðverja á
beinið fyrir að steyta hnefa fram-
an í mig 10 ára gamla. Hún hikaði
ekki við að taka manninn í
kennslustund í kurteisi og það á
þýsku. Ég hef aldrei verið jafn
stolt.
Heilinn var sannarlega hennar
sterkasta líffæri. Hann gaf sig
aldrei og allt sitt líf hélt hún vits-
munalegri reisn þrátt fyrir að lík-
aminn hafi löngu verið farinn að
bila. Veikindum sínum tók hún
með æðruleysi og notaði síðustu
árin vel við útsaum á á annan tug
stóla handa sínum nánustu og
verður það að teljast hreint af-
rek. Ekki síst ef haft er í huga að
vandvirknin og nákvæmnin var
fyrsta flokks enda hefði hún aldr-
ei látið hlutina frá sér öðruvísi.
Hún hafði oft á orði að ef ekki
væri fyrir stólana hefði hún löngu
drepist úr leiðindum. Það var
aldrei langt í húmorinn.
Ég er líka þakklát fyrir allar
skemmtilegu sögurnar sem hún
sagði en umfram allt er ég þakk-
lát fyrir allt sem hún kenndi mér
og hún mun halda áfram að vera
fyrirmynd mín svo lengi sem ég
lifi. Ég þakka Guði fyrir að hafa
fengið svona mörg góð ár með
henni, að hafa ekki tekið hana
fyrr þó að oft hafi tæpt staðið og
gefið Harra Þór góðar minningar
um hana. Hann á eftir að sakna
hennar.
Elsku amma mín. Það er mér
afar kært að hafa verið hjá þér
nóttina áður en þó fórst og fengið
tækifæri til að segja þér hversu
mikið ég elskaði þig og dáði. Þú
varst frábær amma og ég á eftir
að sakna þín mikið. Í hjarta mínu
vona ég að þú hafir heyrt orð
mín, skynjað nærveru mína og
notið þess að við áttum þessa
stund saman. Hvíl í friði í Jesú
nafni.
Soffía Kristín.
Guðríður Egilsdóttir hélt upp á
níræðisafmæli sitt með reisn
sunnudaginn 10. janúar sl. Þar
voru samankomnir ættingjar
hennar og vinir, þar á meðal stór
hópur fyrrverandi samkennara
hennar við Hagaskóla og makar
þeirra.
Viku síðar var hún öll.
Þess vegna verður þessi stund
okkur minnisstæðari en ella.
Guðríður kenndi um árabil við
Hagaskóla og eignaðist þar
marga trausta vini.
Hún var sjálf vinmörg og vin-
föst. Guðríður var afbragðsgóður
og vandvirkur kennari, kenndi
einkum líffræði og um tíma skrift
eða þar til hún var lögð niður illu
heilli.
Hún lét ekkert koma sér úr
jafnvægi og var afskaplega ráða-
góð í ýmsum efnum. Mikið var
leitað til hennar ef upp komu
smáslys og leysti hún þau mál af
kunnáttu og vandvirkni.
Eftir að hún lét af störfum við
skólann hélt hún tryggð við hann
með reglulegum heimsóknum.
Hún var einnig dugleg að heim-
sækja vini sína frá Hagaskóla-
árunum eða hafa samband við þá
símleiðis.
Það var stórgaman að sækja
Guðríði heim. Hún var stálminn-
ug á menn og málefni og hafsjór
af fróðleik.
Ástvinum hennar vottum við
innilega samúð um leið og við
kveðjum góða og minnisstæða
konu.
Fyrir hönd fyrrverandi sam-
kennara hennar við Hagaskóla,
Einar Magnússon.
Guðríður O. Egilsdóttir