Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is LÁRUS Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, segir í samtali við Morgunblaðið að rekstur Sjóvár hafi verið sambærilegur rekstri annarra fé- laga á árum áður. „Árið 2006 var sú ákvörðun tekin að koma svokölluðu samsettu hlutfalli niður fyrir 100%. Ráðist var í ýmsar hagræð- ingaraðgerðir og tekið hressilega á rekstrar- kostnaði,“ segir Lárus. Hann segir að stjórn- endur Sjóvár hafi náð þessu rekstrarmarkmiði á árinu 2008. „En þetta var auðvitað gert á kostnað markaðshlutdeildar. Við einblínum á það nú að hafa góða viðskiptavini, ekki endi- lega sem flesta.“ – Ef reksturinn var svona góður, hvað var það þá sem knésetti Sjóvá? „Starfsemi tryggingafélaga er tvíþætt. Það sem fólk tengir venjulega við tryggingafélag er sá hluti sem setur saman og selur trygg- ingar, innheimtir iðgjöld og greiðir út tjón. Starfsmenn Sjóvár sáu um tryggingarekstur- inn sem var og er góður. En hinn hlutinn, fjár- festingahlutinn, er ekki síður mikilvægur, en það er sá hluti sem sér um að ávaxta þá fjár- muni sem koma inn í iðgjöldum og þurfa að standa undir því að greiða út tjón síðar meir. Miklar kröfur eru gerðar um eignasafn trygg- ingafyrirtækja og þeim ber að sýna varkárni og góða viðskiptahætti. Í gegnum tíðina hafa fasteignaverkefni og bílalán verið hluti af fjár- festingum tryggingafyrirtækja. En síðan er þetta spurning um samsetningu eigna og áhættu tengda þeim,“ segir Lárus. „Í tilfelli Sjóvár tóku fyrri eigendurnir yfir fjárfestinga- starfsemi félagsins sem fór afar illa, eins og allir vita. Efnahagsreikningurinn stækkaði mjög hratt, sérstaklega vegna þátttöku í fasteigna- verkefnum erlendis. Mikil lækkun varð á fast- eignamörkuðum, og menn gátu ekki staðið í skilum með lánin sem lágu þar að baki, auk þess sem eignirnar í félaginu voru illseljan- legar. Fyrri eigendur misstu því Sjóvá úr höndunum á sér,“ segir Lárus. Segir eignasafnið traust Við endurskipulagningu Sjóvár voru settar inn nýjar eignir í félagið sem metnar voru af þriðja aðila og samþykktar af FME. „Ég met að þetta sé mjög traust eignasafn,“ segir Lár- us. „Okkar eignasafn er 75% tryggt af ríkinu og ég tel að þetta sé eins traust og hægt er að hafa það og öll bréfin eru í skilum.“ Lárus nefnir að vissulega séu eignir Sjóvár misseljanlegar, til að mynda teljist margum- rætt skuldabréf á Eignarhaldsfélagið Fast- eign, sem er tryggt með veði í íþróttamann- virkjum og skólasvæði á Álftanesi, ekki til seljanlegustu eigna. Lárus áréttar að Sjóvá eigi ekki umræddar fasteignir heldur hefð- bundið fyrirtækjaskuldabréf á fasteigna- félagið Fasteign með veði í umræddum eign- um. „En þarna eru að stærstum hluta eignir sem er auðvelt að losa og á einhverjum tíma verður hægt að koma þessu öllu í verð,“ segir hann. Forstjórinn segir að þær eignir sem lagðar voru inn í Sjóvá hafi verið lánaðar til eignar- haldsfélagins SAT gegn veði í hlutafé Sjóvár. SAT eignarhaldsfélag er í eigu skilanefndar Glitnis en félagið á ríflega 90% hlut í Sjóvá í dag. „Ef kaupanda líst ekki á þær eignir sem eru inni í félaginu getur hann tekið þær út, en hann verður auðvitað að koma með eitthvað annað í staðinn,“ segir hann. Viðskiptavildin skiptir litlu Nokkuð hefur verið fjallað um viðskiptavild Sjóvár á síðum Morgunblaðsins að undan- förnu. Lárus viðurkennir að hlutfall viðskiptavild- ar af heildareignum sé mun hærra en gengur og gerist meðal tryggingafélaga erlendis. Óefnislegar eignir nemi þannig ríflega þriðj- ungi af heildareignum Sjóvár, en efnahags- reikningur félagsins er 42 milljarðar sam- kvæmt útboðsgögnum frá Íslandsbanka. Greint var frá því í Morgunblaðinu 21. janúar síðastliðinn að sambærilegt hlutfall evrópskra og bandarískra tryggingafélaga lægi á bilinu 5-6%. Lárus nefnir að viðskiptavild og aðrir óefn- islegir þættir skipti litlu máli fyrir trygginga- félög þar sem engin lán séu tekin út á slíkar eignir. „Þegar félagið fer í þrot eru ákveðnar eignir lagðar inn í félagið. Eina leiðin til að setja efnahaginn rétt upp er að færa inn við- skiptavild sem nemur því fjármagni umfram eigið fé, sem lagt var inn í félagið,“ segir Lár- us. „Síðan mun fara fram virðisrýrnunarpróf, sem leiðir í ljós hvort eignir standi undir verð- mati. Þá kemur í ljós hvort viðskiptavildin í fé- laginu standi undir sér en við reiknum með að hún verði lækkuð verulega“ segir hann. Undirboðin eðlileg Samkvæmt lauslegri samantekt Morgun- blaðsins á opinberum útboðum kemur í ljós að Sjóvá hefur tekist að undirbjóða keppinauta sína síðustu mánuði. Til að mynda bauð Sjóvá- Landsneti tryggingasamning upp á 15 millj- ónir, á meðan tilboð keppinautanna voru öll í kringum 30 milljónir. Inntur eftir því hvernig það sé mögulegt, í ljósi tíðra forstjóraskipta og nýlegra áfalla í rekstri félagsins, svarar Lár- us: „Forstjóraskipti hafa reyndar verið tíð á síðustu mánuðum. Hins vegar er fram- kvæmdastjórateymi fyrirtækisins með langan starfsaldur og hægt hefur verið að treysta fullkomlega á þá einstaklinga,“ segir Lárus. „Ég get líka sagt frá því að á árunum 2008- 2009 fóru fram 29 opinber útboð. Sjóvá var áð- ur með 15 af þeim samningum, og er með 16 núna. Í tilfelli Landsnets var um að ræða við- skiptavin sem við höfum haft lengi í við- skiptum og þekkjum mjög vel tjónasögu hans. Þó að við höfum unnið mörg útboð höfum við líka tapað mörgum útboðum. Fjármálaeftir- litið fer með eftirlit með tryggingafélögum og fylgist mjög grannt með málefnum og við- skiptaháttum félagsins.“ Ekki víst hvort verður selt Lárus vill ekki tjá sig um hvaða væntingar eru gerðar til sölu félagsins: „Íslandsbanki vann verðmat á Sjóvá eftir hinum ýmsu að- ferðum sem tíðkast í þeim efnum. Eftir því sem ég best veit er áhugi og margar fyrir- spurnir hafa borist Íslandsbanka. Markmiðið er að ná til baka verðmætunum sem voru lögð inn í félagið, ef ekki nægilega góð tilboð berast þá er ekki víst að fyrirtækið verði selt fyrr en eftir einhvern tíma. Ég get ekki tjáð mig um hvaða verð menn vilja fá fyrir félagið,“ segir hann. Lárus segir tryggingamarkaðinn velta um 40 milljörðum á ári. Samkeppnin sé mikil og muni aukast: „Við sjáum hvernig trygginga- markaðurinn er að þróast í Evrópu, þar eru miklar kröfur gerðar til tryggingafyrirtækja um lækkun rekstrarkostnaðar. Þó svo að sam- dráttur sé í atvinnulífinu frá síðustu árum, þá kemur það minna niður á tryggingafélögum. Undirliggjandi rekstur Sjóvár er mjög góður og getur enn batnað,“ segir hann. Forstjóri Sjóvár segir eigna- safnið eins gott og það geti orðið Nýráðinn forstjóri tryggingafyrirtækisins Sjóvár segir að vátryggingarekstur félagsins hafi verið sterkur þegar félagið lenti í kröggum á síðasta ári, hins vegar hafi fjárfestingastarfsemin farið illa Morgunblaðið/Árni Sæberg Tryggingar „Undirliggjandi rekstur Sjóvár er mjög góður og getur enn batnað,“ segir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár. Félagið hafi náð svokölluðu samsettu hlutfalli niður fyrir 100%. Fyrri eigendur misstu því Sjóvá úr hönd- unum á sér en lánardrottnar og yfirvöld gerðu úttekt á afleiðingum þess að láta Sjóvá fara í þrot. Niðurstaðan matsins var sú að þetta væri besta leiðin því tjónaskuld fyrirtæk- isins hefði alltaf lent á ríkinu með einum eða öðrum hætti. „Önnur afleiðing hefði verið á endurtryggingamarkaðnum fyrir Ísland í heild sinni,“ segir Lárus. „Efnahagsreikningurinn stækkaði mjög hratt, sérstaklega vegna þátttöku í fast- eignaverkefnum erlendis. Mikil lækkun varð á fasteignamörkuðum, og menn gátu ekki staðið í skilum með lánin sem lágu þar að baki, auk þess sem eignirnar í fé- laginu voru illseljanlegar.“ Besta leiðin Nýherji hf. Símanúmer lagersölu: 569 7590 www.nyherji.is af nýlegum og notuðum búnaði að Köllunarklettsvegi 2 og á netverslun.is Opið í dag frá 10-18 og á morgun frá 10-14 Takmarkað magn! • Tölvubúnaður • Prentbúnaður • Ljósritunarvélar • og margt fleira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.