Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 35
stutt eða til lengri tíma. Þú varst allt- af mikill þátttakandi á heimilinu, sama hvort þú varst að lesa fyrir okkur, gefa okkur að borða eða klæða okkur. Þú varst alltaf til staðar og það breyttist aldrei, sama þó að aldurinn færðist yfir mann, alltaf var pabbi að redda einhverju. Persónu- leiki þinn var svo sterkur og góður og ekki má gleyma húmornum eða frá- sagnargleðinni. Þetta skilur eftir minningar og þrár til að hafa þig enn hjá okkur. Þegar ég hugsa til baka um ferða- lögin á sumrin og allar skautaferð- irnar, þar sem við skemmtum okkur vel og þú kenndir mér ýmsar æfing- ar, skíðaferðir sem öll fjölskyldan fór saman í, en sá tími var stórkostlegur. Öll fjölskyldan elskaði þær ferðir enda ríkti oft mikil gleði á okkar heimili í gegnum tíðina. Elsku pabbi minn, þú varst alveg einstakur maður, hvíl þú í friði. þín elskandi dóttir, Sigurborg. Elsku pabbi, nú þegar leiðir skilur um sinn er ég afar þakklátur fyrir að hafa átt þig að og að hafa kynnst þeim mannkostum sem þú hafðir til að bera. Hjartahlýr, hreinskiptinn og ljúfur í umgengni við alla í kringum þig. Þú varst kærleiksríkur faðir, eiginmaður og afi sem naut sín svo vel í faðmi fjölskyldunnar. Uppeldis- árin á Tunguvegi voru yndisleg. Þú, pabbi, þessi afreksmaður í frjálsum íþróttum sem flestir þekktu, en samt algerlega laus við hégóma og stæri- læti. Þú miklaðir ekki afrek þín og þegar fólk færði þau í tal við þig dróst þú jafnan úr og endaðir mál þitt á þann veg að þú hefðir svo sem verið alveg skítsæmilegur. Hæst bar afrek þitt í Brussel á Evrópumeistaramótinu þar sem þú náðir 4. sæti í 400 m hlaupi, auk þátt- töku á Ólympíuleikum, svo allir sigr- arnir hér heima á Íslandi. Íslands- met þitt í 400 m hlaupi var 48,0 sek. og stóðst það met öll áhlaup í 21 ár. Ég átti mér þann draum að feta í fót- spor þín og verða íþróttamaður eins og þú. Þegar hugur minn hneigðist til fótboltans, vantaði ekki stuðning- inn frá ykkur mömmu. Þið hvöttuð mig áfram og sýnduð því nánast endalausan skilning þegar ég eyddi meiri tíma í boltann en bækurnar. Svo þegar ég 14 ára gamall ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta, sem var fjarlægur draumur á þessum tíma, leyfðuð þið mér að eiga þann draum og létuð mig aldrei finna að þarna væri barnaskapur og vitleysa á ferðinni. Þú gafst mér góð ráð en varst einnig gagnrýninn þegar þér fannst þörf á. Svo voru ótaldar auka- æfingarnar sem þú tókst mig á til að bæta hraðann. Þú vissir það, þó að þú værir ekki sérfróður um fótbolta, að enginn næði árangri í þeirri íþrótt, nema saman færi spretthraði og knattleikni. Þú varst glaðlyndur og hafðir gaman af tvíræðum bröndurum. Þú varst gæddur góðri frásagnargáfu. Þær voru margar eftirminnilegar sögurnar frá keppnisferðalögum. Þú varst mikill ljóðaunnandi og fórst með heilu ljóðabálkana hnökralaust. Þar skiptust á ljóð eftir þitt uppá- haldsljóðskáld Davíð Stefánsson, og ljóð með aðeins minna listrænu gildi. Síðustu árin, þegar skammtíma- minnið var farið að gefa eftir, mæltir þú oft í bundnu máli og var með hreinum ólíkindum að hlusta á þig fara með hin margslungnustu kvæði. Þar var minni þínu í engu ábótavant. Þú varst einstaklega verklaginn og hjálpsamur og ég gat alltaf leitað til þín, hvort sem var um að ræða bílaviðgerðir eða viðhald heimilisins. Börnin mín, þau Linda Björk og Guðmundur Ragnar, voru þér svo náin. Í þeim sé ég líka part af þér, Linda Björk keppir í frjálsum og Mummi hefur verklagið þitt og áhug- ann á bílum og bílaviðgerðum. Í heilsubresti þínum, sem setti mark sitt svo rækilega á þig síðustu tvö ár, ekki hvað síst eftir að þú varðst bundinn við hjólastól vegna lærbrots árið 2009, var þáttur mömmu svo óendanlega stór. Hún var vakin og sofin yfir velferð þinn og fyrir hennar umhyggju og umönnun auðnaðist þér að dvelja heima lengur en annars hefði orðið. Hvíl í friði, kæri pabbi og vinur. Lárus. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Guðmundar er lést að kvöldi 14. janúar á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Ég kynntist Guðmundi í lok árs 1979 þegar ég fór að venja komur mínar á Tunguveginn. Mér varð fljótt ljóst hve ljúfur og góður maður hann var og ég fann strax að ég var vel- komin. Guðmundur og Sunna tóku mér eins og sinni eigin dóttur. Ég held að ég hafi aldrei kynnst jafn greiðvikn- um manni, hann sagði alltaf já ég kem, þegar ég hringdi og bað um ein- hverja aðstoð hvort sem það var í formi viðgerða, að sækja afabörnin eða passa þau. Þegar við Lárus bjuggum í Belgíu og Þýskalandi fengum við þau Guð- mund og Sunnu oft í heimsókn. Guð- mundur var einstaklega handlaginn og gat gert við allt, þannig að hlut- irnir voru hreinlega látnir sitja á hak- anum þangað til hann kom í heimsókn því yngsti sonur hans hafði fengið allt í fæturna og gat varla skrúfað eina skrúfu á þessum árum, enda snerist allt um fótbolta hjá honum. Fyrir utan það að hafa verið mikill afreksmaður í frjálsum íþróttum var Guðmundur líka mikill skíðamaður og var hann duglegur að renna niður brekkurnar með Lindu og Mumma og kenna þeim tæknina. Elsku Guðmundur, ég á ótal skemmtilegar minningar um þig sem ég geymi. Alltaf var stutt í grínið hjá þér og ég held bara svei mér þá að það hafi verið það síðasta sem yfirgaf þig. Ég veit að þér líður vel núna og vil ég þakka þér fyrir samveruna og alla aðstoðina í gegnum tíðina. Þín tengdadóttir, Ásgerður. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Fundur Jón Gunnarsson alþingismaður boðar til fundar um stjórnmálaviðhorfið í félagsheimili Sjálfstæðismanna að Hlíðarsmára 19 í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 10 laugardaginn 30. janúar. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi, Stöndum saman. Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur Aðalfundur Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu að Hólagötu 15, Njarðvík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins: Árni Sigfússon bæjarstjóri. 3. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja þriðjudaginn 2. febrúar 2010 kl. 10:00 á skrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Krókssel (fnr. 145860), Skagabyggð, þingl. eig. Árni Sigurjón Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Krákur ehf. Eyrarland (fnr. 224-9744), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Breidd ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Brekkugata 9 (fnr. 213-3804), Hvammstanga, þingl. eig. Reynir Ingi Guðmundsson og Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður og Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar ehf. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 28. janúar 2010. Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fagrasíða 5B, eignarhl. íb.16-0101 (214-6150) Akureyri , þingl. eig. Björgvin Jónsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 10:00. Höfðahlíð 1, íb. 01-0102 (224-7165) Akureyri, þingl. eig. Ingvar Herbert Ívarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 10:30. Kiðagil 7, íb. 04-0102 (226-6561) Akureyri, þingl. eig. Hrannar Örn Sigursteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 10:45. Sólvellir 19, íb. 01-0301 (215-0682) Akureyri, þingl. eig. Bergþór Rúnar Bragason, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 11:00. Strandgata 6, verslun 03-0101 (215-0931) Akureyri, þingl. eig. Ljósco ehf., gerðarbeiðandi Stafir lífeyrissjóður, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 11:15. Vanabyggð 15, íb. 01-0101 (215-1544) Akureyri, þingl. eig. Katrín Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda ogTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 11:45. Vestursíða 34, íb. A 02-0101 (215-1621) Akureyri, þingl. eig. Páll Þorvaldsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 12:00. Öldugata 18, verslun 01-0101 (215-6660) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Konný ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. janúar 2010. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eiríksgata 17, 200-8837, Reykjavík, þingl. eig. Þinghús ehf., gerðarbeiðendur Álfaborg ehf., Frændur Pípulagnir ehf. og Reykja- víkurborg, þriðjudaginn 2. febrúar 2010 kl. 11:40. Háholt 4a, 229-8897, Mosfellsbæ, þingl. eig. Þóra Bjarney Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur AFL - sparisjóður, Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., þriðjudaginn 2. febrúar 2010 kl. 10:30. Njálsgata 36, 200-8071, Reykjavík, þingl. eig. Sævar Eyjólfsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., þriðjudaginn 2. febrúar 2010 kl. 15:00. Vatnsstígur 5, 200-4654, Reykjavík, þingl. eig. Slóð ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn 2. febrúar 2010 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. janúar 2010. Tilkynningar Efnistaka í landi Hvamms Sveitarfélagið Ölfus Kynning á tillögu að matsáætlun Hér er auglýst tillaga að matsáætlun vegna efnistöku í landi Hvamms, Sveitarfélaginu Ölfusi. Framkvæmdaraðili er Pétur Guðmunds- son. Bölti ehf. hefur umsjón með mati á um- hverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Hægt er að skoða tillöguna á heimasíðu Bölta ehf., www.bölti.is. Almenningi gefst kostur á að senda athugasemdir við tillöguna til Bölta ehf. á netfang sigjak@simnet.is, eða á heimilis- fangið: Lyngheiði 23, 810 Hveragerði, eigi síðar en 14. febrúar 2010. Félagslíf I.O.O.F. 1  1901298  81/2.0.*I.O.O.F. 12  19012981/2  Þk ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Eftir tvö kvöld í fjögurra kvölda tvímenningskeppni er staða efstu para þessi. Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 509 Oddur Hanness. - Árni Hanness. 490 Sigurður Erlendss. - Magnús Ingólfss. 481 Jón Hákon Jónss. - Bergljót Gunnarsd. 457 Sunnudaginn 24/1 mættu 28 pör til leiks. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Sigurður Erlendss. - Magnús Ingólfss. 257 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 254 Oddur Hanness. - Árni Hanness. 254 Austur/Vestur: Kristín Óskarsd. - Freyst. Björgvinss. 319 Sveinn Sigurjónss. - Ágúst Vilhelmss. 266 Garðar V. Jónss. - Baldur Bjartmarss. 242 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Bridsfélag Hreyfils Hafinn er fjögurra kvölda tví- menningur þar sem þrjú bestu kvöldin gilda til verðlauna. Úrslit fyrsta kvölds: Daníel Halldórss. - Ágúst Benedikts 55% Áki Ingvarss. - Sigurrós Gissurard. 55% Magni Ólafsson - Randver Steinsson 54,6% Sigurður Ólafss. - Birgir Sigurðars. 52,9% Næsta umferð verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.30 í Hreyf- ilshúsinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.