Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LEITAÐ var að hvítabjörnum úr lofti við norðausturströndina í gær með TF-SIF, vél Landhelgisgæslunnar, en björn var skotinn við eyðibýlið Ósland í Þistilfirði á miðvikudag. Enginn björn sást en lögreglan í Þingeyjarsýslum og Umhverfis- stofnun biðja fólk á svæðinu samt að fara að öllu með gát. Deilt hefur verið hart um það hvað gera skuli þegar birnir ganga hér á land, hvort reynt skuli að bjarga þeim. Í skýrslu starfshóps umhverf- isráðuneytisins frá 2008 er lagt til að þeir séu felldir og þá einkum með til- liti til öryggis. Þáverandi umhverfisráðherra lét í kjölfar dráps á tveimur björnum árið 2008 gera umrædda skýrslu um rétt viðbrögð þegar bjarndýr ganga á land. Hvítabirnir eru yfirleitt mjög grimm og óútreiknanleg dýr og ljóst að almennir borgarar sem ganga fram á dýrin eru í stórhættu. Bent var á í skýrslunni að í a-grænlenska stofninum væru minnst 2.000 dýr og því engin hætta á ferðum þótt nokkur dýr væru felld hér. Loks var bent á kostnaðinn við björgun. Sérfræðingar IUCN vilja að dýrin séu felld Við gerð skýrslunnar var sótt ráð- gjöf hjá helstu sérfræðingum um mál hvítabjarna í heiminum. Birnirnir eru á svonefndum válista Alþjóðanátt- úruverndarsamtakanna, IUCN, þ.e. staða tegundarinnar er sögð við- kvæm. Henni er talin geta stafað ógn af breyttum lífsskilyrðum, hlýnandi loftslagi og bráðnun heimskautaíssins sem geti gert hvítabjörnum áa norð- urhjara erfitt fyrir um að ná sér í æti. En hvítabirnir, öðru nafni ísbirnir, eru alls ekki í útrýmingarhættu eins og t.d. tígrisdýr enda kæmi þá ekki til greina að leyfa veiðar á 800 dýrum á ári. Ráðlögðu sérfræðingar IUCN að dýr sem villtust hingað væru drepin. Síðast sáust birnir hér á landi 2. júní 2008 og aftur 16. júní sama ár og voru bæði dýrin skotin, áðurnefnd skýrsla var gerð í kjölfarið. Fyrri björninn, sem sást fyrst á Þverár- fjalli, var karldýr, hitt birna sem gekk á land við Hraun á Skaga, bæði voru mjög gömul dýr. Karldýrið var skotið strax og ráðrúm gafst enda taldi lög- reglan ekki forsvaranlegt að taka áhættu þar sem fjöldi fólks var í grennd við dýrið. Reynt var að bjarga birnunni á Skaga en tilraunin mis- tókst og var hún skotin 17. júní. Að sögn umhverfisráðuneytisins kostaði aðgerðin öll um 7,5 milljónir króna. Greiddi Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður fjórar milljónir af kostnaðinum en hann hafði heitið að kosta aðgerðina ef mönnum tækist að bjarga dýrinu. Hvítabirnir eru stærstu land- rándýr á jörðinni, lifa aðallega á sel- um og halda sig á ströndum í grennd við norðurpólinn eða á ís. Stærsta karldýr sem veiðst hefur var um þús- und kíló og þau geta verið allt að fjór- ir metrar að hæð í uppréttri stöðu. Birnir á A-Grænlandi og Svalbarða eru þó mun minni. Hvítabirnir eru yf- irleitt miklir einfarar. Karlinn, sem er mun stærri en birnan, er oft forvitinn en birnan mun styggari, en engin tvö dýr eru eins að þessu leyti. Segja Grænlendingar það fara eftir lífs- reynslu dýrsins hvernig það hagi sér. Felldir af öryggisástæðum Landhelgisgæslan sá enga birni við leit úr lofti í gær en almenningi norðaustan- lands er samt ráðlagt að fara varlega úti við og taka ekki of mikla áhættu Ljósmynd/Náttúrustofa Norðurlands vestra Hausinn Sigurður Guðmundsson hamskeri mælir hausinn á dýrinu úr Þistilfirði í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til reiðu Búrið sem nota átti 2008, það er nú varðveitt á Akureyri. HRÆIÐ af birn- unni sem felld var í Þistilfirði var flegið í gær hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðár- króki en skrokk- urinn síðan send- ur suður. Þar mun Karl Skírn- isson, dýrafræð- ingur á Rannsóknastofnun HÍ á Keldum, rannsaka dýrið. Þorsteinn Sæmundsson er for- stöðumaður Náttúrustofunnar. „Þessi björn var minni en þeir sem voru felldir 2008 og virtist betur á sig kominn,“ segir Þorsteinn. „Það var ágætis fitulag á þessu dýri og feldurinn miklu betri en á t.d. birn- unni frá Hrauni. Um aldurinn er dálítið erfitt að segja af því að þessir birnir í aust- urgrænlenska stofninum eru yfir- leitt litlir. Það er ekkert hægt að fullyrða um það hve lengi dýrin hafa verið hér. Þverárfjallsbjörn- inn var með töluvert af gróðri í maganum, hann hefur dvalið hér kannski sólarhring enda var hann kominn nokkuð langt frá sjó þegar hann sást. Birnan var hins vegar nýkomin, í henni var ekki neitt nema eitthvert vatnssull. Svo vitum við auðvitað ekkert ennþá um þennan í Þistilfirði. Ef þeir finna ekkert æti éta þeir þara eða einhvern gróður til þess að hafa eitthvað í meltingarfærunum. Þeir eru alætur en fá enga raunverulega næringu úr þessum jurtum, þeir fá orkuna að jafnaði úr spikinu af selnum.“ En hvað varð um dýrin sem felld voru 2008? „Þau voru stoppuð upp. Birnan frá Hrauni á Skaga er á Hafíssetr- inu á Blönduósi. Þverárfjallsbjörn- inn er hins vegar til sýnis hjá okkur og hingað hafa komið þúsundir manna til að skoða hann, ef fólk vill upplýsingar veitum við þær fús- lega. Og svörum reiðu fólki, það var mikil heift í kringum þetta en oft er þetta vanþekking.“ kjon@mbl.is Erfitt að segja til um aldur Þorsteinn Sæmundsson LJÓST er að birnir sem ganga hér á land eru úr svonefndum aust- grænlenskum stofni og hugs- anlegt að margir drukkni áður en þeir ná landi. Ís- inn er nú mun nær landi en hann var í júní 2008 þegar tveir birnir gengu á land. Sigrún Karlsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ís- þekjan á svæðinu hafi farið minnk- andi á seinni árum. Litlir jakar geti oft borist mun austar en meginísinn enda liggja hafstraumar í þá átt. Menn treysta mikið á fjarkönnun með aðstoð gervihnattamynda þegar fylgst er með útbreiðslu íssins en hún gagnast lítið ef ísinn þekur minna en fjóra tíundu af hafflet- inum. „Lúmskara en menn halda“ „Það verður að fylgjast betur með ísflákunum og stöku jökunum,“ seg- ir Þór Jakobsson veðurfræðingur sem hefur langa reynslu af hafís- rannsóknum. „Þetta er miklu lúmsk- ara en menn ætla. Ég held að það hafi ekki verið flogið nógu oft. Menn tala um að dýrin, bæði árið 2008 og núna, hafi kannski synt tugi sjó- mílna. En ég held að menn verði að taka meira til greina hina skýr- inguna þó að það kosti kannski tíðari flugferðir. Annar björninn sem var skotinn 2008 var mikið laskaður eins og hann hafi ríghaldið sér í klaka.“ kjon@mbl.is Koma líklega á smájökum Staða hafíss þegar ísbirnir ganga á land Haf- og borgarís- tilkynningar í júní 2008 Haf- og borgarís- tilkynningar í janúar 2010 Í S L A N D G R Æ N L A N D Heimild: Veðurstofa Íslands 3 Ísbirnir ganga á land: 1 2. júní 2008 við Þverárfjall 2 16. júní 2008 við Hraun á Skaga 3 27. janúar 2010 við Sævarland 2 1 Tíðara ískönn- unarflug vegna hvítabjarnanna? Þór Jakobsson GRÆNLENDINGAR borða hvíta- birni en sjóða þarf kjötið lengi, enda ávallt hætta á alls kyns sjúk- dómum og sníkjudýrum. Öðru hverju er boðið upp á bjarn- dýrakjöt á Svalbarða en eingöngu ef fellt dýr hefur reynst laust við sníkjudýr er nefnist trichinella (trichinum). Það leggst á vöðva og fá birnirnir það úr selum. Getur trichinella orðið þeim að bana en mun oftar drepast dýrin úr hungri. Bæði karl- og kvendýr eiga til að éta eigin húna ef þau finna ekki annað æti en hvítabirnir lifa á svæðum þar sem lífsbaráttan er harðari en víðast annars staðar á jörðunni og skýrir það grimmdina. Veruleg mengun er einnig á svæðum í grennd við Norður- heimskautið. Er einkum um að ræða margvísleg klórkolefnis- sambönd. Karl Skírnisson dýra- fræðingur segir brýnt að kjöt af björnum sem flækjast hingað fari ekki út í umhverfið, sýk- ingarhætta sé mikil. „Annar björninn frá 2008 var smit- aður af trich- inum, sníkjudýri sem gæti auð- veldlega lifað á Íslandi,“ segir Karl. „Klórkolefnissamböndin safnast upp efst í fæðukeðjunni. Rándýrin eru efst í henni, í sjónum eru það til dæmis hákarlar. Oft er talað um að það sé um 100-föld styrkleika- aukning milli fæðuþrepa, selurinn er næstur fyrir neðan hvítabjörn- inn sem er þá með 100 sinnum meira af þessum efnum í sér.“ kjon@mbl.is Varasamt kjöt og sýkingarhætta Karl Skírnisson 25-60% © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NALÚT AS ER Í FULLUM GANGI AF VÖLDUM VÖRUM YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.