Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Vilja vera hér áfram FJÖLDI erlendra nemenda er við íslensku háskólana. Þannig eru um 1.100 erlendir nemar við Háskóla Íslands, þar af um 400 skiptinemar. Karítas Kvaran hjá alþjóðaskrifstofu háskólastigsins segir að eftir hrun- ið sé ódýrara að búa hér á landi og meira sé um að erlendir nemar vilji vera hér áfram og stunda sitt framhaldsnám. Erlendu meistara- og doktorsnemarnir sækja mikið í greinar sem Íslend- ingar hafa sérþekkingu á. Jarðfræðin er dæmi um það. Annað dæmi er hestafræðideild Háskólans á Hólum. Þar hefur um þriðj- ungur nemenda komið að utan í allnokkur ár. Jarðhitaskólinn eftirsóttur JARÐHITASKÓLI Sameinuðu þjóð- anna hefur starfað hér með góðum árangri í áratugi. Hann er liður í framlagi Íslendinga til þróun- araðstoðar. Tilgangur skólans er að aðstoða þróunarlönd við að nýta jarðhita með því að efla hóp sérfræðinga í jarðhitafræðum. Það er gert með því að bjóða háskólamenntuðu fólki sex mánaða sérhæfða þjálfun. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir að nú vilji sum þess- ara landa senda fleiri nemendur í skólann gegn því að greiða sjálf kostnað vegna viðbótarnemenda. Þá sé ásókn frá þróaðri ríkjum í að fá nemendur í skólann, á sömu kjörum. Loks hefur jarðhitaskólinn verið beðinn um að halda námskeið í lönd- um þar sem undirbúin er stórfelld jarðhitanýting. Landgræðsluskóli sem hér hefur verið rekinn sem tilraunaverkefni á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri stofnana frá 2007 byggir á sömu hugmynd og Jarðhitaskólinn. Teknir eru inn nemendur frá þróun- arlöndum og starfsemin er liður í þróunaraðstoð. Landgræðsluskólinn fer brátt undir Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Meiri áhersla á ráðgjöf í jarð- hitanýtingu en fjármögnun ÞRÁTT fyrir efnahagserfiðleika og erfiða umræðu um landið er talið að Íslendingar eigi enn möguleika til sóknar í ráðgjöf um nýtingu um- hverfisvænna orkugjafa. „Margir líta til Íslands sem forystulands jarðhita og jarðhitanýtingar enda höfum við mikið forskot fram yfir önnur lönd, ekki síst ríkisstjórnir landa sem eru taka sín fyrstu skref á þessu sviði,“ segir Guðni A. Jó- hannesson orkumálastjóri. Íslenskir bankar, orkufyrirtæki og ráðgjafarfyrirtæki hafa lagt mikla áherslu á að taka þátt í upp- byggingu orkuvera úti um allan heim. Áherslan breyttist við hrun íslensku bankanna. Nú er vaxandi áhersla á ráðgjafarþáttinn. Íslend- ingar eru að vísu enn beinir þátt- takendur í ýmsum verkefnum sem verið er að endurskipuleggja. Orkumálastjóri segir mikla upp- byggingu framundan í jarðhitanýt- ingu í heiminum. Við hana þurfi þekkingu sem Íslendingar búi yfir. Þarna séu því sóknarfæri. Orkuskólar sækja á erlend mið Nokkrir orkuskólar hafa sprottið upp á undanförnum árum. RES er alþjóðleg stofnun á Akureyri sem býður framhaldsnám á sviði end- urnýjanlegrar orku í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Ak- ureyri og háskóla erlendis. Þar eru nú 38 meistaranemar og 50 innrit- ast í næsta mánuði. Meginhlutinn kemur erlendis frá, til dæmis inn- ritast nú 27 pólskir verkfræðingar. Orkuskólinn REYST er sam- starfsverkefni Orkuveitu Reykja- víkur og háskóla. Þar eru nem- endur víðsvegar að úr heiminum. Keilir á Ásbrú hóf í haust kennslu í tæknifræði með orku sem sérsvið. Er ætlunin að kynna þetta nám fyr- ir erlendum nemendum. Keilir und- irbýr einnig námskeið fyrir starfs- fólk fyrirtækja á sviði umhverfis- vænnar orku. Stjórnendur skólans telja að mikil tækifæri séu á þessu sviði. helgi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Reykjanes Þekkingin verður til við virkjun jarðvarmans. Búist við flugnemum frá Kína KEILIR sækir á erlendan markað með flugakademíu sína. Fyrsti erlendi nemandinn hefur verið útskrifaður sem atvinnuflugmaður og fleiri eru á leiðinni. Framkvæmdastjórinn vonast til að fá hóp nemenda frá Kína á næstunni. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með aukinni hag- sæld í Kína hafi sprottið upp fjölmörg flugfélög og þjálfað flugfólk vanti til starfa. Hann telur að þar kunni að vera tækifæri fyrir Keili. Keilir er með markaðsfulltrúa í Kína. Hann kynnir nám fyrir flug- freyjur, einkaflugmenn og atvinnuflugmenn í flugakademíunni á Ásbrú. Hjálmar á von á því að þetta starf skili sér í því að hingað komi á næst- unni hópur í flugnám og flugfreyjunám. Flugnám Flugakademía Keilis á Ásbrú er með nýjar kennsluvélar. Tíska og förðun Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 19.febrúar 2010. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 15. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2010 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Meðal efnis Förðunarvörur • Förðrun • Húðin,krem og meðferð • Snyrting Kventíska • Herratíska • Fylgihlutir • Skartgripir • Það heitasta í tísku fyrir árshátíðirnar • Hvað verður í tísku á vormánuðum • Ásamt fullt af öðru spennandi efni Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HLJÓÐVIST í nýjustu álmu Klé- bergsskóla á Kjalarnesi er gölluð og hefur truflað skólastarf í nokkur ár, að sögn Björgvins Þórs Þórhalls- sonar skólastjóra. Ámundi Brynj- ólfsson, skrifstofustjóri mann- virkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, segir að til standi að fara í úrbætur á næstunni. Nýja álman er á tveimur hæðum og var tekin í notkun haustið 2003. Niðri er matsalur og uppi fjórar stof- ur og þar af ein í stóru rými sem býð- ur upp á mikla möguleika í kennslu. „Það hefur skemmt fyrir okkur að hljóðvistin hefur verið svona slæm,“ segir Björgvin Þór og bætir við að þó engin læti séu virðist vera mikið skvaldur og hávaði í byggingunni. Í náttúrufræðistofunni sé til dæmis mjög erfitt að kenna og sér hafi hreinlega dottið í hug að loka stof- unni alfarið þar til hljóðvistin verði bætt. Áhrif á aðbúnað krakkanna Björgvin Þór segir að vandamálið hafi ekki aðeins áhrif á skólastarfið heldur líka á aðbúnað krakkanna, því það sé ekki hollt að vera í húsnæði með svona slæmri hljóðvist. For- eldrar hafi þrýst á mannvirkjaskrif- stofuna um aðgerðir og sá þrýst- ingur virðist hafa haft áhrif, en í millitíðinni hafi skólinn fjárfest í dýr- um gardínum til þess að brúa bilið. Ámundi segir að tillaga um úrbæt- ur hafi verið unnin í fyrra en fram- kvæmdum hafi verið frestað til yf- irstandandi árs. Fjárveiting upp á 10 milljónir króna sé fyrir hendi og ákveðið hafi verið að bíða ekki til sumars heldur vinna verkið samhliða skólastarfinu. Morgunblaðið/Þorkell Klébergsskóli Kjalarnesi Nýja álman er á tveimur hæðum og var tekin í notkun haustið 2003. Gölluð hljóðvist hindrar skólastarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.