Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ✝ GuðmundurRagnar Lárusson fæddist 23. nóvember 1925 á Grímsstöðum á Eyrarbakka. Hann lézt í Reykjavík 14. janúar 2010. Móðir Guðmundar var Guðný Guðbjörg Bergþórsdóttir, f. 24.9. 1902, d. 9.6. 1976, en hann ólst upp hjá móðursystur sinni, Sigurbjörgu Bergþórsdóttur, f. 9.7. 1908, d. 4.9. 1981, og móðurforeldrum sínum, Berg- þóri Jónssyni, f. 24.9. 1875, d. 24.1. 1952, og Sigríði Guðmundsdóttur, f. 15.4. 1868, d 25.8. 1949. Einnig var mjög tengd heimilinu þriðja syst- irin, Ásdís Bergþórsdóttir, f. 26.7. 1906, d. 26.7. 1976. Guðmundur giftist 4.9. 1948 eft- irlifandi eiginkonu sinni Sunnevu Jónsdóttur, f. 2.2. 1930 í Reykjavík. Börn þeirra eru 1) Ragnar Guð- mundsson, f. 15.4. 1947, giftur El- ínu Bergljótu Björgvinsdóttur, f. 10.12. 1948, og eiga þau þrjú börn. 2) Sigþór Guðmundsson, f. 5.12. 1949, giftur Lilju Hafsteinsdóttur, f. 22.2. 1950, og eiga þau þrjú börn. 3) Hannes Freyr Guðmundsson, f. 16.7. 1951, giftur Hönnu Sigríði Jósafatsdóttur, f. 23.10. 1951, og eiga þau sjö börn. 4) Sigurborg Guðmundsdóttir, f. 30.5. 1953, sem á tvö börn með fyrrverandi eig- inmanni Kolbeini Gíslasyni. 5) Lár- us Þór Guðmundsson, f. 12.12. 1961, giftur Ásgerði Baldursdóttur, f. 7.1. 1963, og eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru 17 en langafa- og langömmubörnin eru 27. Guðmundur var af gullald- arkynslóð íslenskra frjálsíþrótta- manna sem gerðu garðinn frægan á árunum 1948 til 1956. Þar má nefna, auk Guðmundar, Clausen- bræður, Gunnar Huseby, Finnbjörn Þorvaldsson, Torfa Bryngeirsson, Ásmund Bjarnason og Hörð Har- aldsson. Guðmundur var mjög sigursæll á mótum heima og heiman, bæði í ein- staklingskeppni og boðhlaupum. Á Evr- ópumeistaramótinu í Brussel árið 1950 varð hann fjórði í 400 m hlaupi á nýju Ís- landsmeti á tímanum 48,0 sekúndum sem stóð í meira en 20 ár. Þá keppti hann fyrir Íslands hönd á Ól- ympíuleikunum í Helsinki árið 1952. Guðmundur var heiðraður fyrir framlag sitt til frjálsra íþrótta. Guðmundur starfaði hjá Pósti og síma í 54 ár við margvísleg störf. Starfaði sem línumaður, ók margs konar bifreiðum í ýmsum erindum og sem innkaupastjóri þar til hann lét af störfum sjötugur. Áhugamál voru mörg. Hann naut þess framan af ævi að fara á fjöll og elta fugla en kaus er fram leið fremur að um- gangast þá að hætti skáldsins Þor- steins Erlingsonar, enda dýravinur hinn mesti. Hann hafði gaman af lax- og silungsveiði. Þá veiddi hann rauðmaga og grásleppu og átti um tíma árabát til slíks brúks. Skíði stundaði hann fram á elliár og bróðurpart ævinnar fór hann á skauta þegar færi gafst. Þá varð einatt til áhorfendahópur er hann lék listir sínar á svellinu, stökk, sneri sér hringi í loftinu og dansaði eftir kúnstarinnar reglum. Fátt var það sem hann vissi ekki um bíla og var fullfær um nánast allar við- gerðir ef á þurfti að halda. Upp að Heklutindum geystist hann á mót- orfák sínum í gosinu 1947. Mörg helztu ljóðskáld Íslendinga voru í miklu uppáhaldi hjá honum og kunni hann ógrynni ljóða utan að. Útför Guðmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, föstudag- inn 29. janúar, og hefst athöfnin kl. 13. Það er árið 1934 að prestur ber á glugga á Grímsstöðum, litlu koti á Eyrarbakka, oft nefnt Réttin, en þar ólst faðir minn, Guðmundur Ragnar Lárusson, upp í sárustu fátækt. Það fer fram manntal. Sigurbjörg Berg- þórsdóttir (Bagga), fædd 1908, kem- ur í gluggann. Hún er afar veikbyggð og örkumla eftir alvarlegt slys en óbuguð. Prestur spyr formálalaust: „Sömu hræðurnar hér?“ Bagga kveð- ur já við en afar kuldalega og fleiri verða þau orð ekki. Laglegur drenghnokki á 10. ári hefur lagt við hlustir. Næmur dreng- urinn skynjar glöggt og festir sér í minni samskipti sem honum finnst kaldranaleg og niðrandi af hálfu gestsins. Að sama skapi skynjar hann vel stoltið, reisnina og sjálfsvirð- inguna í hvössu svari frænku sinnar og tileinkar sér þessa eðlisþætti. Bagga er móðursystir hans, hefur gengið honum í móðurstað og seint fannst honum fulllaunað uppeldi og elska þessarar fósturmóður sem kenndi honum að draga til stafs og umvafði hann allri sinni elsku. Þessi drengur á eftir að verða frækinn íþróttakappi og hefur til þess ríkulegt andlegt og líkamlegt atgervi. 22 ára gamall brá hann sér upp á Melavöll og ákvað að taka þátt í 100 m spretthlaupi á malarbrautinni. Þetta gerði hann á þungum strigaskóm án þess að hafa áður æft íþróttina. Hann kom í mark vel á undan keppinaut- unum á 11,5 sekúndum og þar með var hafinn glæsilegur íþróttaferill. Föðurlandsvinurinn, Ómar Ragnars- son, setur föður minn í hóp örfárra beztu hlaupara íslenzkrar frjáls- íþróttasögu og nefnir gaselluhlaup- ara. Hlaupalag föður míns var mjög fyrirhafnarlaust, ákaflega fjaður- magnað, skrefin löng og svo virtist sem hraðinn ykist stöðugt er á leið hlaupið. Íslandsmet hans í 400 m hlaupi stóð í ríflega 20 ár. Leiðir hans og móður minnar, Sunnevu Jónsdóttur, lágu saman á unga aldri, hann þó fimm árum eldri. Saman deildu þau lífi sínu í blíðu og stríðu í nálega 64 ár. Bænirnar kenndi okkur systkinun- um móðir mín en þegar við vorum sofnuð kom faðir minn að jafnaði inn til okkar og blessaði yfir hverju og einu. Hvort með sínum hætti gáfu þau okkur þannig hið dýrmætasta veganesti fyrir lífið. Faðir minn var ekki afskiptasamur í uppeldinu og veitti okkur frelsi sem við kunnum vel að meta. Hann var alla tíð góð fyr- irmynd um þá hluti sem máli skipta. Umhyggju hans og hjálpsemi var við brugðið og hann og móðir mín, Sunn- eva, voru samhent og samtaka alla tíð. Aldrei bar skugga á samskipti okk- ar. Nýlega þegar ég sagði við hann: „Þú veizt hvað mér þykir vænt um þig pabbi minn,“ svaraði hann með sínu lagi, stutt og laggott: „Ekki veit ég á hvorn veginn það er meira.“ Ellin lætur engan ósnortinn. Faðir minn sagði einatt að það að verða gamall væri það sem allir vildu verða en eng- inn vera. Síðustu árin þyngdust spor- in hlauparans fráa. Þá létti móðir mín undir af takmarkalausri fórnfýsi og elsku. Hann var sér þess vel meðvit- andi og hjartað fullt af þakklæti. Í örmum hennar kvaddi hann lífið. Ég sakna hans sárt og við öll. En hvíld hans var tímabær. Nú er hann Guði falinn í þökk fyrir allt og allt unz tím- inn kemur. Hannes Freyr Guðmundsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi minn, það er óraun- verulegt að sitja við skriftir á minn- ingargrein um þig, og finna söknuð- inn svona sterkan. Það er ekki hægt að biðja um betri föður eða betra heimili en það sem þú og mamma bjugguð okkur í gegnum tíðina. Það var alveg sama hvort það voru börnin eða barnabörnin, allir voru alltaf vel- komnir, hvort heldur heimsóknin var Guðmundur Ragnar Lárusson Kveðja frá Hólum Látinn er kirkju- höfðinginn herra Sig- urður Guðmundsson biskup. Hans mun verða minnst fyrir langa þjónustu, mikla trúmennsku og giftudrjúg störf í þágu kirkju og kristni. Sig- urður var sóknarprestur í 47 ár. Prófastur var hann í 19 ár og vígslubiskupsembættinu gegndi hann í 10 ár. Þá var hann settur biskup Íslands um skeið. Í allri þessari þjónustu naut hann virð- ingar og vinsælda. Sigurður braut blað í kirkjusög- unni er hann árið 1986 tók við sóknarprestsembætti á Hólum. Hann hafði verið vígslubiskup í fimm ár og færði nú hinum forn- helga stað biskupsembættið að nýju. Þá hafði biskup ekki setið staðinn í 186 ár eða síðan hann var með konungsboði aflagður sem biskupssetur árið 1801. Áfangasig- ur hafði með þessu unnist í barátt- unni fyrir því að gera Hólastað aftur að höfuðbóli kirkjunnar í Hólastifti. Að því vann Sigurður af hógværð en mikilli festu með þeim árangri að sjálfstætt embætti bisk- ups á Hólum var lögfest árið sem hann lét af embætti. Sigurður gegndi embættisstörf- um sínum af stakri trúmennsku og mikilli reglufestu. Þjónusta hans einkenndist af kærleiksríkri mildi og djúpri virðingu fyrir því helga hlutverki sem hann hafði verið kallaður til. Í starfi sem einkalífi naut hann mannkosta konu sinnar, frú Aðalbjargar Sigurðardóttur. Saman sátu þau Hólastað af reisn og við almannahylli, rétt eins og þau höfðu gert á Grenjaðarstað í 42 ár. Af þeirra fundi fóru allir glaðari og betri en þeir komu. Sigurður lét sig samfélagsmál miklu varða og lagði í þeim efnum mikið að mörkum. Skólamál voru honum einkar hugleikin. Héldu þau hjónin skóla á Grenjaðarstað um nokkurt skeið. Kennslu og prófdómarastörfum sinnti hann lengst af starfsævinnar og gegndi auk heldur skólastjórastöðu við Laugaskóla í forföllum. Þá var hann kallaður til setu í skólanefnd- um margra skóla. Hann sat í sveit- arstjórn og var um tíma oddviti hennar. Hann gekk til liðs við ýmis félög og klúbba og gegndi þar margs- konar trúnaðarstörfum. Söngmað- ur var hann góður, hafði hvetjandi áhrif á kirkjusönginn og var félagi í karlakórum bæði í Þingeyjar- sýslu og í Skagafirði. Æskulýðs- starf kirkjunnar studdi Sigurður af hugsjón og miklum áhuga. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að byggingu Sumarbúðanna við Vestmannsvatn, hafði lengi yfir- Sigurður Guðmundsson ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist á Naustum við Ak- ureyri 16. apríl 1920. Hann andaðist 9. jan- úar sl. Útför Sigurðar var gerð frá Akureyr- arkirkju 18. janúar. umsjón með starf- seminni þar og studdi þær ætíð með ráðum og dáð. Sigurður var ein- arður í skoðunum og hafði ríka skapsmuni, en var hlýr og mildur hirðir hjarðar sinnar. Hann var góður fé- lagi, gestrisinn og gefandi í samskipt- um. Til hans var einkar gott að leita sem yfirmanns. Það var lán okkar hjóna að eiga hann og frú Aðalbjörgu að þegar við komum ung og óreynd til starfa í prófastsdæmi hans. Munum við seint geta fullþakkað stuðninginn og leiðsögnina sem þau veittu okkur á þessum okkar fyrstu árum í starfi. Fyrir hönd þjóðkirkjunnar í Hólastifti votta ég minningu sr. Sigurðar Guðmundssonar dýpstu virðingu og þökk. Blessuð sé minn- ing hans. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Síðustu ræðu sína flutti séra Sigurður Guðmundsson við Vest- mannsvatn í Aðaldal í ágúst 2009, í þeirri kirkjumiðstöð sem hann átti svo mikinn þátt í að byggja upp fyrir um hálfri öld, ásamt séra Pétri Sigurgeirssyni og hópi áhugasamra presta og leikmanna. Tilefnið var að vígslubiskup helg- aði þar nýtt altari og altarisdúk í minningu séra Péturs Þórarins- sonar. Hinn aldni kirkjuhöfðingi stóð keikur við staf sinn og hvatti okkur til dáða, að standa vörð um þennan fagra stað og starfsemina þar. Á sínum tíma byrjuðu þeir með tvær hendur tómar en fengu marga til liðs við sig að gera þann draum að veruleika að byggja upp sumarbúðir fyrir börn og ung- menni við Vestmannsvatn. Það tókst með Guðs hjálp og góðra manna. Séra Sigurður minnti á að þó stöðugt þurfi að leita nýrra leiða til að styrkja starfsemina þá er meginhlutverkið ætíð hið sama; að kenna börnum og ungu fólki að þekkja Jesú Krist, að það megi hafa hann að leiðtoga lífsins. Ómældur tími fór hjá séra Sigurði í uppbygginguna við Vestmanns- vatn. Frú Aðalbjörg kona hans tók virkan þátt í því starfi sem og öðru sem laut að þjónustu sóknar- prestsins, prófastsins og síðar vígslubiskupsins á Hólum. Sá skari er stór sem hún hefur gefið kaffi eða mat heima eða tekið á móti og sýnt gamla bæinn, eins og hún gerði í fjölda ára fyrir börnin sem dvöldu á Vestmannsvatni. Mikill og góður skóli var að njóta leiðsagnar sóknarprestsins og prófastsins varðandi messu- gjörð, predikun og embættis- færslu. Erum við nokkrir guðfræð- ingarnir sem nutum þessa áður en við fórum í prestsskap. Séra Sig- urður var nákvæmur og samvisku- samur í öllu sínu starfi og eft- irminnilegt að fara með honum í vísitasíur og á héraðsfundi, sem hann stýrði af röggsemi en lipurð. Seint gleymist för okkar í Þöngla- bakka ásamt með umsjónarmanni kirkjugarða, þar sem gerð var út- tekt á gamla kirkjugarðinum. Boðun séra Sigurðar var skýr, þar sem frelsarinn Jesús Kristur var í miðju, hann sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Altaristaflan í Grenjaðarstaðarkirkju var hon- um stöðug uppspretta samtals við börnin sem sóttu kirkju til hans úr sveitinni eða frá Vestmannsvatni. Þar standa þessi orð Jesú: „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Þessi orð frelsarans voru séra Sigurði hjartfólgin og með þau í huga fól hann sig og sína í vald hins upprisna Drottins, í lífi sem dauða. Að leiðarlokum þökkum við Guði þá góðu gjöf sem okkur var gefin í séra Sigurði Guðmundssyni, þökk- um af hjarta allar góðar stundir og vináttu og fyrir hans miklu og góðu störf fyrir íslenska kirkju og kristni. Guð blessi minningu hans og gefi börnum hans og fjölskyldu huggun og frið. Jón Helgi Þórarinsson. Í dag verður til moldar borinn sr. Sigurður Guðmundsson, fyrr- um vígslubiskup Hólastiftis. Mikil tímamót urðu í sögu, menningar- og kirkjulífi Norðlendinga þegar sr. Sigurður Guðmundsson gerðist sóknarprestur á Hólum vorið 1986. Í kjölfar yfirlýsingar sem sr. Sig- urður hafði þá gefið nokkru áður um að hann væri reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til endur- reisnar biskupsseturs fékk hann mikla hvatningu, ekki einungis frá Hólamönnum og Skagfirðingum, heldur hvarvetna af Norðurlandi, um að láta þennan draum rætast. Svo sannarlega bar þetta frum- kvæði Sigurðar árangur því að ár- ið 1990 batt Alþingi í lög að vígslu- biskup Hólstiftis skyldi framvegis sitja á hinum forna og helga höf- uðstað Norðlendinga, Hólum í Hjaltadal. Jafnframt voru stjórn- sýsluverkefni biskupsembættis á Hólum fest í sessi. Um nokkurt skeið þjónaði Sigurður sem biskup yfir öllu Íslandi og var það stór stund í huga okkar Hólamanna. Þau hjón Aðalbjörg og Sigurður voru bæði þrautreynd í fé- lagsstörfum og tóku strax á fyrsta degi virkan þátt í öllu starfi á Hólastað sem og í Skagafirði. En fyrst og fremst var það starf kirkj- unnar og vegur biskupsembættis- ins heima á staðnum sem óx að virðingu og umsvifum. Samstarf okkar hjóna við þau Aðalbjörgu og Sigurð var bæði gott og náið og þróaðist í einlæga vináttu. Þau hjón voru einkar gestrisin og hlý heim að sækja svo orð var á gert. Sigurður hafði mjög gott lag á að ræða við börn. Við minnumst þess hve börnin okkar sem ekki voru öll há í loftinu tóku miklu ástfóstri við þau og sóttust eftir að fá að spjalla og bera upp við vígslubiskupinn hugðarefni sín. Sigurður kom fram við alla sem jafningja, stóra sem smáa og sýndi öllum áhuga og virðingu. Hann var afskaplega hlýr maður, átti auðvelt með að segja frá og gæddi frásagnir sínar kímni og gleði. Þær komu gjarnan óvænt. Hann naut mikillar virð- ingar í Skagafirði og öllum þótti undur vænt um hann. Séra Sigurðar verður ekki að- eins minnst fyrir að flytja biskups- embætti aftur heim að Hólum, heldur hafði hann einnig forystu í gagngerum endurbótum á Hóla- dómkirkju og helstu munum henn- ar. Þær framkvæmdir hófust form- lega í mars 1987 og lauk í mars 1990. Þá var dómkirkjan færð svo nærri upprunalegri tign sinni sem kostur var. Þetta mikla verk leiddi Sigurður af mikilli kostgæfni og farsæld. Sigurður átti mikið safn bóka og áhugasvið hans var vítt. Ljóða- bækur voru þó hans sérgrein. „Hvað heita nú kindurnar heima hjá þér?“ spurði hann lágvaxinn gest sem var í heimsókn. Sigurður safnaði kindanöfnum af öllu land- inu og átti mikið og fróðlegt safn. Aðalbjörg er dáin fyrir nokkrum árum en nöfn þeirra Sigurðar beggja voru jafnan nefnd saman og í hugum okkar voru þau eitt. Nú að leiðarlokum þökkum við hjónin og fjölskyldan öll Sigurði og Aðalbjörgu samfylgdina. Við geymum minningu um drengskap- armann og góðan vin sem hikaði ekki við að taka ákvarðanir og setja mark sitt á söguna. Guð gefi landi voru marga slíka. Blessuð sé minning Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason.  Fleiri minningargreinar um Sig- urður Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.