Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Morgunblaðið/Kristinn Ráðstefna Halldór Jörgensen var mjög ánægður með ráðstefnuna. Halldór Jörgensson, fram- kvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að í ljósi þess hve vel Best of TechEd & Convergence hafi verið sótt sé búið að ákveða að halda ráð- stefnuna aftur að ári liðnu. Hún sé greinilega orðin mikilvægur þáttur í símenntun íslensks upplýsinga- tæknifólks. „Ef við höldum rétt á spilunum geta nýsköpun og upplýs- ingatækni ekki bara hjálpað okkur að auka hagræði í öllum okkar rekstri, heldur einnig orðið einn mikilvægasti þátturinn í verðmæta- sköpun Íslendinga á komandi ár- um.“ tæknigeiranum á ráðstefnur er- lendis lögðust svo til af í kjölfar banka- og gengishrunsins. Á Best of TechEd & Convergence flytur Microsoft Íslandi hingað til lands marga af helstu fyrirles- urunum á tveimur stórum alþjóð- legum ráðstefnum, annars vegar hinni bandarísku TechEd og hins vegar Convergence, sem haldin er í Evrópu. Íslenskum tækni- áhugamönnum er boðið að sækja viðburðinn sér að kostnaðarlausu, svo allir sem vilja geti kynnt sér það nýjasta í tækninni óháð fjár- hag. METFJÖLDI sótti ráðstefnuna „Best of TechEd & Convergence 2010“ sem haldin var í Reykjavík dagana 26. og 27. janúar. Alls komu 1.134 gestir sem gerir þetta að fjöl- mennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í upplýsingatækni hér á landi. Það er Microsoft Íslandi sem stendur fyrir Best of TechEd & Convergence, en þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Blásið var til ráðstefnunnar í fyrsta sinn í janúar á síðasta ári í kjölfar þess að símenntunarferðir íslenskra starfsmanna í upplýsinga- Metfjöldi á Microsoft-ráðstefnu STUTTAR FRÉTTIR ● Ríkisskattstjóri hefur ekki gripið til aðgerða vegna vangoldinna skatta af söluhagnaði hlutabréfa, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Fram kom í Morgunblaðinu í október síðastliðnum að fyrirtæki sem ekki höfðu heimild samkvæmt þágildandi lögum til að fresta skattgreiðslum af söluhagnaði hlutabréfa hefðu gert það. Talið er að ríkið hafi orðið af tugum eða hundr- uðum milljarða af skatttekjum vegna þessa. Mörg þeirra félaga sem nýttu sér þessa heimild eru nú gjaldþrota og því líklegast eftir litlu að slægjast fyrir skattyfirvöld. thg@mbl.is Söluhagnaður enn óskattlagður ● VÍSITALA GAMMA yfir verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf, GAMMA: GBI, lækkaði í gær um 0,16%. Verð- tryggð skuldabréf lækkuðu í verði, um 0,177%, og sömuleiðis óverð- tryggð skuldabréf, um 0,114%. Velta með skuldabréf í kauphöllinni nam 3,73 milljörðum króna, þar af 1,17 milljörðum með verðtryggð íbúða- bréf og 2,56 milljörðum með óverð- tryggð ríkisbréf. ivarpall@mbl.is Skuldabréf lækkuðu lítillega í verði í gær ● Meirihluti eins milljarðs króna hlutafjáraukningar í 365 miðlum ehf., næsta þriðjudag, verður frá aðilum ótengdum Jóni Ás- geiri Jóhannes- syni, helsta eig- anda fyrirtækisins. „Það er hægt að horfa svolítið í fyrirkomulagið á þessari hlutafjáraukningu. Það er augljóslega stefnt að því með þessari skiptingu,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, í gær. 60% hins nýja hlutafjár, um 600 milljónum, verði aukið við B-hlutann og verði frá nýjum hluthöfum, að mestu, en 40% aukið við A-hlutann. Hann vill ekki svara því hverjir hinir nýju hlut- hafar séu, eða hvort þeir séu íslenskir eða erlendir. Hann segir áhuga meðal fjárfesta á fyrirtækinu vegna ávöxtunarvonar, frekar en til þess að móta rekstur þess. Hvað þær 400 milljónir varðar, sem bætt verður við A-hluta hlutafjár, vill Ari ekki segja hvort komi frá Jóni Ásgeiri eða aðilum honum tengdum. Jón Ásgeir gefur ekki heldur upp hvort hann hyggist leggja meira fé í 365 miðla á þriðjudaginn. 60% nýs hlutafjár frá öðrum en Jóni Ásgeiri Ari Edwald José Sócrates, forsætisráðherra Portúgals, hefur tilkynnt umtalsverð- an niðurskurð í ríkisfjármálum og segir ríkisstjórnina stefna að því að draga úr fjárlagahallanum um tvo þriðju á næstu fjórum árum. Fjár- lagahallinn í fyrra nam 9,3% af lands- framleiðslu. Fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar Sócrates, sem er leidd af Sósíalistaflokknum, gerir ráð fyrir að hallinn muni nema 8,3% í ár en fara svo hratt niður þannig að hann verði kominn undir þau þrjú prósent sem reglur evrusvæðisins kveða á um fyr- ir árið 2013. Financial Times hefur eftir for- sætisráðherranum að nauðsynlegt sé að endurreisa traust fjárfesta á portú- galska hagkerfinu en á sama tíma verður að örva hagvöxt. Ljóst má vera að lítill samdráttur í ríkisfjár- málum í ár tekur mið af síðarnefnda takmarkinu. Metnaðarfullum áform- um um samdrátt næstu tvö ár eftir það er því ætlað að efla traust fjár- festa á sjálfbærni skuldasöfnunar rík- issjóðs. Traust á portúgalska hagkerfinu hefur farið þverrandi að undanförnu vegna versnandi samkeppnisstöðu og hallarekstrar ríkisins. Auk þess er óttast að Portúgalar kunni að stefna í sömu átt og Grikkir en stjórnvöld í Aþenu takast nú á við yfirvofandi skuldakreppu vegna viðvarandi halla- rekstrar ríkisins. Endurreisn trausts á portúgalska hagkerfið mun byggj- ast á því hvort fjárfestar telja niður- skurðaráform stjórnvalda trúverðug. Það ætti að auka tiltrú þeirra að stjórnvöld hafa ráðist í erfiðar að- gerðir nú þegar á borð við frystingu launa opinberra starfsmanna. Auk þess er efnahagsleg staða Portúgals að mörgu leyti skárri en Grikklands þó svo að hún sé alvarleg eigi að síður. Þannig má nefna að skuldir ríkisins eru um 60% af landsframleiðslu og er það í takt við það sem sést í öðrum evruríkjum. Opinberar skuldir Grikk- lands nema hins vegar 130% af lands- framleiðslu. Hins vegar geta breytingar á fjár- mögnunarkostnaði gríska ríkisins til hins verra gert stjórnvöldum enn erf- iðara fyrir við að koma böndum á skuldasöfnunina. Þannig gætu erfið- leikar gríska ríkisins haft mikil áhrif á stöðu hins portúgalska. ornarnar@mbl.is Sósíalistar áforma mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum Forsætisráðherra Portúgals vill efla tiltrú á hagkerfinu Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is GEORGE Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, vandaði ekki blaðamönnum Financial Times og spákaupmönnum með „annarleg markmið“ kveðjurnar á efnahags- ráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Forsætisráðherrann vísaði því al- gerlega á bug að skuldastaða rík- issjóðs væri svo slæm að Evrópu- sambandið þyrfti að koma til bjargar þannig að vandamálið myndi ekki grafa undan trausti á evrusvæðinu. Sem kunnugt er hef- ur viðvarandi fjárlagahalli gríska ríkisins leitt til þess að opinberar skuldir eru hátt í 130% af lands- framleiðslu. Þverrandi trú fjárfesta á að stjórnvöld í Aþenu geti fjár- magnað þennan skuldahala á við- unandi kjörum hefur skapað mikla spennu á fjármálamörkuðum á und- anförnum misserum. Mikill fjárlagahalli Spákaupmenn hafa meðal annars tekið stöðu með því að ESB þurfi að koma grískum stjórnvöldum til aðstoðar og veðja þar með á þá at- burðarás sem slík inngrip kynnu að hrinda af stað. Að sama skapi hafa þeir veðjað á að engin aðstoð muni berast og að það sé ekki pólitískur möguleiki á því að stjórnvöld geti dregið úr hallarekstri ríkisins á næstu árum þannig að hann upp- fylli kröfur evrusvæðisins. Fjár- lagahallinn í Grikklandi á síðasta ári var tæp 13% af landsframleiðslu en viðmið evrusvæðisins eru 3%. Papandreou sagði að gríska ríkið ætti ekki í neinum erfiðleikum með að fjármagna sig um þessar mund- ir. Vísaði hann til skuldabréfaút- boðs að andvirði 25 milljarða evra fyrr í þessari viku. Fimmföld um- frameftirspurn var í útboðinu en hins vegar var ávöxtunarkrafan mjög há. Reyndar viðurkennir Pap- andreou þá staðreynd að sögn Fin- ancial Times. Forsætisráðherrann sagði einnig að sá orðrómur sem uppi er um erfiðleika gríska ríkisins væri runninn undan rifjum and- stæðinga evrusvæðisins. Ennfrem- ur að þeir sem héldu uppi slíkum orðrómi og öðrum sem snýst um að stjórnvöld í Aþenu leituðu nú eftir því að annað ríki myndi kaupa af þeim skuldabréf án útboðs væru að reyna að hagnast á væringunum. Óttast stöðu ríkissjóðs Með því síðarnefnda vísaði Pap- andreou í frétt Financial Times um að grísk stjórnvöld hefðu leitað til kínverskra stjórnvalda eftir aðstoð. Forsætisráðherrann svaraði þessari frétt afdráttarlaust með því að lýsa því yfir að Grikkir þyrftu hvorki tvíhliða lán né hefðu þeir leitað eft- ir slíku. Þrátt fyrir gagnsókn Pap- andreous hefur eftirmarkaður með grísk ríkisskuldabréf sent frá sér afdráttarlaus skilaboð um að fjár- festar óttist stöðu ríkissjóðs Grikk- lands. Þannig fór ávöxtunarkrafan á skuldabréf til tíu ára í 6,92% á miðvikudag og var þar með 356 punktum hærri en krafan á þýsk ríkisskuldabréf. Slíkt bil hefur ekki áður sést frá því að evran var tekin upp. Eins og John Authers benti á í dálki sínum í Financial Times þýðir þetta að skuldabréf ríkja sem til- heyra evrusvæðinu eru talin áhættusamari en skuldabréf ný- markaðsríkja að meðaltali um þess- ar mundir. Veðmál gegn gríska ríkinu Reuters Davos George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands var harðorður í garð gagnrýnenda ríkisstjórnarinnar á efnahagsráðstefnunni í Davos. Papandreou vandar gagnrýnendum ríkisstjórnarinnar ekki kveðjurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.