Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is U nnið er að undirbúningi tveggja einkarekinna sjúkrahúsa í tengslum við ferðaþjónustu. Komist þau á legg verða Íslendingar raunverulegir þátttakendur í heilsuferðaþjónustu sem fer mjög vaxandi í hinum vestræna heimi. Það mun skapa þúsundir starfa í landinu og auka tekjur ferðaþjónustunnar. „Ég sé mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu, ekki síst í ljósi þess hversu mikið samkeppnisumhverfið hefur batnað vegna stöðu íslensku krónunnar,“ segir Grím- ur Sæmundsen, læknir og forstjóri Bláa lóns- ins. Í Lækningalind Bláa lónsins er veitt með- ferð við psoriasis og auk þess spa-meðferð á baðstaðnum og í Reykjavík. Grímur og við- mælendur úr öðrum fyrirtækjum sem vinna að uppbyggingu heilsuferðaþjónustu telja kjörnar aðstæður til að byggja upp slíka að- stöðu hér og kynna landið sem heilsuland. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare sem undirbýr liðskiptasjúkrahús í Mosfellsbæ, segir að markaðurinn sé mikill og vaxandi fyrir þjónustu af þessu tagi. Hann nefnir sem dæmi að eftirspurnin vaxi vegna þess að fólk fari í þessar aðgerðir yngra en áður og þurfi sumir því að fara í þær tvisvar á ævinni. Sífellt erfiðara verði fyrir lækna í Bandaríkjunum að anna eftirspurninni með núverandi fyrirkomulagi. Sjúklingar geta valið Tveir þættir mynda heilsuferðaþjónustu. Annars vegna læknisþjónusta fyrir útlend- inga sem veitt er á læknastofum eða sjúkra- húsum og hins vegar meðferðarþjónusta og almenn vellíðunarstarfsemi sem veitt er af ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Sjúklingar í Evrópu og Bandaríkjunum sækja ýmsa þjónustu af þessu tagi til annarra landa, til dæmis í austurhluta Evrópu og As- íu. Einstaklingar gera það ýmist fyrir eigin reikning eða á kostnað trygginga sinna, jafnt opinberra sem keyptra. Mikil þróun er á reglum innan Evrópusam- bandsins sem miðar að því að auka möguleika fólks til að velja sér þjónustu og sækja læknisþjónustu til annarra landa. Dæmi um það eru reglur sem heimila fólki sem lendir á löngum biðlista að fara í læknisaðgerð til ann- ars lands. Því fylgir jafnframt að þeir sem veita þjónustuna þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum og geta staðfest það með vottun. Starfseminni fylgir ferðaþjónusta. Fólkið þarf að fara á milli landa og gista og borða og nýtir svo ýmsa aðra þjónustu sem í boði er. Hver einstaklingur skilur eftir margfalt meiri gjaldeyri en hefðbundinn ferðamaður. Svo er algengt að maki og jafnvel fleiri úr fjölskyld- unni séu með í för. Í smáum stíl Íslendingar hafa tekið lítinn þátt í þessu æv- intýri en það getur breyst á skömmum tíma, nái áætlanir fram að ganga. Dæmi eru um það að læknar, til dæmis augnlæknar og lýtalæknar, taki á móti er- lendum sjúklingum á stofum sínum. Land- spítali – háskólasjúkrahús tekur við vaxandi fjölda sjúklinga frá Grænlandi og Færeyjum til aðgerða. Það er að ósk stjórnvalda í þess- um löndum sem greiða fyrir þjónustuna, þar sem þægilegra og ódýrara er að sækja hana hingað en til Danmerkur. Útlit er fyrir að þessi starfsemi fari fremur vaxandi en hitt. Bláa lónið byggði upp meðferðarstofnun fyrir psoriasis-sjúklinga og hefur tekið við fólki frá um 20 þjóðlöndum í meðferð. Á með- an krónan var sem sterkust dró mjög úr kom- um erlendra sjúklinga en Grímur Sæmundsen segir að aðstæður séu breyttar og nú verði lögð aukin áhersla á starfsemi Lækninga- lindar um leið og hugað verði að möguleikum á meðferð við öðrum sjúkdómum við Bláa lón- ið. Fleiri meðferðarstofnanir taka við erlend- um gestum. Nýjung á því sviði er Detox- meðferðarstöð Jónínu Benediktsdóttur á Ásbrú. Kynning að hefjast Tvö fyrirtæki eru að undirbúa einkarekin sjúkrahús hér á landi og tilheyrandi ferða- þjónustu. Það eru Iceland Health sem fær að- stöðu á Ásbrú, meðal annars hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli og íbúðarblokkir þar í ná- grenninu. Hitt fyrirtækið er PrimaCare sem undirbýr byggingu liðskiptasjúkrahúss ásamt hóteli í Mosfellsbæ. Nái þessar áætlanir fram að ganga munu mörg þúsund manns koma hingað í aðgerðir á hverju ári, ásamt aðstandendum. Það mun skapa mörg hundruð störf á hvorum stað fyr- ir sig, auk afleiddra starfa, og umtalsverð aukin umsvif í ferðaþjónustu og annarri þjón- ustu og verslun. Lestin er að komast af stað því Pure Health, ferðaþjónustuhluti Iceland Health, er að hefja kynningu á Íslandi sem áfangastað í heilbrigðisferðaþjónustu í samvinnu við út- flutningsráð og sendiráð Íslands. Þetta fyrsta skref grundvallast á því að íslenskir læknar og læknastofur geta bætt við sig verkefnum, til dæmis augnlæknar, lýtalæknar og tann- læknar. „Við vinnum með læknunum að því að búa til sameinað afl til að sækja sjúklinga í þessa þjónustu hér,“ segir Elín María Björns- dóttir framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/ÞÖK Heilsubót í öðru landi  Tvö einkarekin liðskiptasjúkrahús í undirbúningi  Sjúklingarnir sóttir til útlanda  Sjúkrahúsin skapa mikil umsvif í ferðaþjónustu  Kynning á þjónustu íslenskra lækna er að hefjast  Starfsemi orkuskólanna byggist á erlendum nemendum  Gróska í útflutningi jarðhitaþekkingar Sóknarfæri Íslands Sagt er frá nýsköpunarstarfi í sjöttu og síðustu fréttaskýringunni í greinaflokki um sóknarfæri í íslensku atvinnulífi. Á morgun Gamla hersjúkrahúsið verður tekið í notkun ICELAND Health mun nota gamla her- sjúkrahúsið á Ásbrú sem kjarnann í starf- semi sinni. Aðstaðan er í umsjá Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar. Iceland Health er í eigu Róberts Wess- mann, Ólafs Más Björnssonar augnlæknis, Otto Nordhus læknis, Péturs Jónssonar sjúkraþjálfara og Elínar Maríu Björns- dóttur framkvæmdastjóra. Eigendurnir hafa sambönd í Evrópu og Bandaríkjunum. Þróunarfélagið mun ásamt fleiri fjár- festum stofna félag um sjúkrahúsið og þær miklu lagfæringar sem gera þarf á því, og leigja síðan rekstrarfélaginu. Jafnframt fær fyrirtækið nokkrar íbúðarblokkir í ná- grenni spítalans. Iceland Health óskaði þess í upphafi að fá afnot af skurðstofum Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, til að komast fyrr af stað. Ekki var áhugi fyrir því hjá yfirvöldum heilbrigðismála og hefur það seinkað því að starfsemin hæfist. PrimaCare byggir umhverfisvænt PRIMACARE áformar að byggja frá grunni liðskiptasjúkrahús ásamt hóteli á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið verður sérhæft í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare, segir unnið að undirbúningi verkefnisins og kynningar fyrir fagfjár- festum. Áhersla er lögð á að byggja upp aðstöðuna með eins umhverfisvænum hætti og unnt er. Gunnar segir að það sé talið eftirsóknarvert og hjálpi til við fjár- mögnun og rekstur. Kostnaður við uppbygginguna sam- svarar hátt í 20 milljörðum króna en tekj- urnar geta einnig orðið miklar, eða 15-20 milljarðar á ári. Þar fyrir utan er önnur þjónusta sem sjúklingar og aðstandendur nýta sér í ferð sinni hingað til lands. Hugmyndin er að sjúklingarnir gisti á hóteli fyrir og eftir aðgerð, og séu aðeins á sjúkrahúsinu í tvo til þrjá daga. 1200 þúsund sjúklingar fara til Taí- lands í læknismeðferð á ári 500 þúsund útlendingar sækja læknismeðferð til Indlands 1000 þúsund Bandaríkjamenn leita sér lækninga í öðrum löndum 3600 milljarða króna velta heilbrigð- isferðaþjónusta í Evrópu 3000 milljóna kr. gjaldeyristekjur myndu skapast á ári ef hingað kæmu 400 sjúklingar á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.