Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Áhaustdög-um ársins2008 höfðu stjórnvöldin í landinu fáeina klukkutíma til að taka ákvörðun um hvort drjúgur hluti gjaldeyris- varasjóðsins yrði notaður í til- raun til að bjarga fyrsta bank- anum sem stefndi í þrot. Á daginn hefur komið að sá banki og hinir sem í kjölfarið komu voru mun verr staddir en endurskoðaðir reikningar virtustu endurskoðunarfyrir- tækja og ársfjórðungsuppgjör og upplýsingagjöf bankanna sjálfra gáfu til kynna. Ríkis- stjórnin ákvað að kaupa stærstan hluta í Glitni fyrir háar upphæðir, þótt þær væru aðeins hluti af „markaðsvirði“ bankans um þær mundir. Fárviðrið sem varð í kjöl- farið og var stýrt af stærsta eiganda viðkomandi banka og fjölmiðlaveldi hans var með miklum ólíkindum. Hin áhættusama ákvörðun ríkis- stjórnarinnar var kölluð „mesta bankarán sögunnar“ og aðrar upphrópanir voru eftir því. Það má segja að það hafi orðið ríkisvaldinu til góðs að stærsti eigandinn var svo upptekinn af áróðursstríði sínu að hann dró að boða hlut- hafafund til að taka fyrir og væntanlega samþykkja tilboð ríkisins. Það varð til þess að bankinn fór í þrot og ríkið þurfti ekki að standa við til- boð sitt og á dag- inn kom að hann hafði staðið á miklu valtari fót- um en nokkurn hafði órað fyrir. Nú sýna fréttir að flest bendi til að á sama tíma og hrópað var að ríkisvaldið stæði fyrir stærsta bankaráni sögunnar hafi sömu menn verið að moka peningum úr bankanum í sína vasa eða nán- ustu samstarfsmanna. Ef mál- um er þannig varið sem þess- ar fréttir benda til er augljóst að um siðlausar og löglausar aðgerðir hefur verið að ræða. Fyrsta spurningin sem hlýtur að vakna er þessi: Er einhvers staðar verið að rann- saka þetta mál? Dómstólarnir réðu ekki við Baugsmálin á sínum tíma og lítill vafi er á að sú niðurstaða varð til þess að óprúttnir peningamenn töldu sér alla vegi færa. Lögin væru fyrir litlu kallana. Þeir væru yfir þau hafnir. Meðal annars þess vegna fór sem fór. Það eru töluverð tilþrif hjá rannsóknarmönnum þessa dagana. En meðal fólksins í landinu er nagandi efi. Kemur eitthvað raunverulega út úr þessu? Jú, það verða örugg- lega einhverjir, sem aldrei voru háir í lofti í sölum spill- ingarinnar, sem finna munu til tevatnsins. En þeir stór- tækustu? Við skulum ekki bú- ast við of miklu. Sporin hræða. Rannsóknartilþrifin eru töluverð, en hver verður eftirtekjan?} Ekki búast við miklu Íslenskt atvinnu-líf lagðist nán- ast í dvala á milli þrjú og fimm í gær meðan á landsleik Íslands og Noregs stóð í Evr- ópumeistaramótinu í hand- bolta í Austurríki. Íslenska liðinu hefur jafnt og þétt vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Í fyrstu tveimur leikjunum uppskar íslenska liðið aðeins jafntefli eftir að hafa leitt nánast allan tímann. Þegar á reyndi gegn Dönum vannst hins vegar öruggur sig- ur og efsta sætið í riðlinum var tryggt. Aftur varð jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðlinum eftir að íslenska liðið hafði leitt nánast allan leikinn, en að þessu sinni áttu Íslendingar í höggi við eitt sigursælasta lið þessarar aldar, landslið Kró- ata, sem hafði unnið alla sína leiki á mótinu fram að því. Rússneska landsliðið var nánast eins og fallbyssufóður fyrir íslenska liðið. Leikur Norðmanna og Íslendinga var jafn og frábær skemmtun. Enn var íslenska liðið skrefi á undan nánast allan leik- inn og nú stóðst liðið álagið á síð- ustu mínútunum og tókst að halda forustunni. Í raun var sigurinn öruggari en lokatöl- urnar, 35-34, gefa til kynna. Karlalandsliðið er nú komið í hóp fjögurra bestu landsliða Evrópu í handknattleik. Þetta er stórkostlegur árangur og staðfestir það svo ekki verður um villst að silfrið á Ólympíu- leikunum í Peking fyrir tveim- ur árum var engin tilviljun. Liðið er í heimsklassa, bæði í vörn og sókn. Um helgina fara fram und- anúrslit og úrslit í Evrópu- meistaramótinu. Ef íslenska liðið leikur af sömu gleði og krafti og hingað til er það til alls líklegt. Íslenska landsliðið hefur enn unnið hugi og hjörtu Íslendinga og getur gengið hnarreist til leikja helgar- innar. Íslenska landsliðið hefur staðfest að það er í fremstu röð í heiminum} Glæsilegur árangur É g hef afskaplega lítinn áhuga á íþróttum og horfi helst ekki á kappleiki í sjónvarpi. Ég lét þó til leiðast í gær og horfði á leik Ís- lands og Noregs með vinnufélög- unum í matsalnum hérna uppi í Hádegismóum. Leikurinn var vissulega spennandi, en þó ekki svo að mig langi að skrifa um hann pistil. Miklu áhugaverðara þótti mér að fylgjast með viðbrögðum áhorfenda við því þegar lýsandinn í sjónvarpinu vogaði sér að lýsa þeirri skoðun sinni að á þessu eða hinu augnablikinu væri sig- ur Íslendinga í nánd. Andvörp og stunur urðu að hrópum og köllum þegar nær dró leiks- lokum og er ég nokkuð viss um að viðbrögðin hafa verið svipuð á fleiri stöðum á landinu. Vonandi eru fáir sem trúa því í alvöru að lýs- andinn geti haft áhrif á úrslit leiksins með því einu að tjá sig um sigurmöguleika íslenska liðsins. Í hita leiksins virtist þessi trú hins vegar nokkuð almenn, enda virðist fólk aldrei hjátrúarfyllra en einmitt þegar kemur að keppnisíþróttum. Ólíkt íþróttum vekur hjátrú sem þessi mikinn áhuga hjá mér. Eins og áður segir er rökhugsun fólks almennt betri en svo að það haldi að það skipti í raun og veru máli í hvaða skyrtu maður er þegar ákveðið knattspyrnulið er að spila eða hvort maður lemur í borð og fer með galdraþuluna „sjö-níu-þrettán“. Samt bankar fólk í borð, skiptir um skyrtu og pirrar sig á sjónvarpslýsanda sem virðist of bjartsýnn fyrir Íslands hönd í handboltaleik. Hjátrú er nefnilega nátengd göldrum og galdratrú. Það er enginn raunverulegur mun- ur á hefðbundinni hjátrú eða því að krota rúnir á stein eða lesa galdraþulur upp úr bók. Galdra- og hjátrú gengur út frá því að með því að ganga í ákveðnum fötum, banka í stofu- borðið eða fremja flókinn kertagaldur geti maður haft áhrif á umheiminn á vegu sem stríða gegn öllum þekktum eðlisfræðilög- málum. Samt tel ég afar ólíklegt að sama fólk og bankar í eldhúsborðið sé tilbúið að trúa því að rúnagaldur geti hjálpað því í ástalífinu, eða að hægt sé að tala við engla með því að fara með réttu galdraþulurnar í rétt teiknuðum galdra- hring. Það vita það allflestir að ekkert af þessu virkar í alvörunni, en þegar til kastanna kemur erum við ótrúlega fljót að grípa til hjátrúarinnar, einkum að því er virðist þegar úrslit í keppnisíþrótt eru að veði. Ég kann enga skýringu á því af hverju rökhugsandi fólk er tilbúið að leggja traust sitt á hjátrú af einhverju tagi, þótt aðeins í afmörkuðum tilvikum sé. Kannski hugsar fólk með sér að „þetta getur allavega ekki skemmt fyrir“, eða að réttara sé að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það kostar jú ekkert að banka í borð eða grafa upp gömlu skyrtuna. Hver sem ástæðan er þykir mér þessi hegðun og trúin sem hún byggist á afskaplega áhugaverð, enda ber hún merki þess hve skemmtilega flóknar verur við erum. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Hjátrú og handbolti Fiskurinn dreginn landshorna á milli FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is F járhagsstaða marga hafna á landinu er erfið um þessar mundir, reksturinn þungur og skuldabagginn stór. Nefnd sem fjallar um þessa stöðu hef- ur verið að störfum undanfarið og skil- ar af sér til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála á næstunni. Hafnirnar eru í eigu og á ábyrgð sveit- arfélaga og munu einhver þeirra þurfa að taka sérstaklega á þessum vanda. „Í raun eru sárafáar hafnir á land- inu með viðunandi rekstur,“ segir Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands og hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir að hafnir með blandaðan rekstur og tekjur af bæði vörugjöld- um og aflagjöldum standi ágætlega. Hann nefnir sem dæmi Fjarðabyggð, Hafnarfjörð, Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjar. Vandi hreinna fiski- hafna hafi hins vegar lengi verið við- varandi og Hafnasambandið hafi kall- að eftir lausnum til framtíðar. „Í mörgum tilvikum er aflanum landað á þeim stöðum sem liggja best við miðunum og síðan fer mikil hring- ekja í gang. Fiskurinn er dreginn landshorna á milli og ótrúlegt magn af fiski er á þjóðvegunum á hverjum degi,“ segir Gísli. Langmestu landað í Reykjavík „Reykjavík hefur bætt miklu við sig, en á móti hefur verulega dregið úr löndunum á Akranesi. Það vegur þungt í þessu sambandi að HB- togararnir landa núna í Reykjavík, en aflanum er síðan keyrt upp eftir. Sam- dráttur í löndun segir ekki allt um vinnsluna og Skaginn hefur heldur sótt í sig veðrið aftur eftir samdrátt árið 2008.“ Mestum botnfiski var í fyrra landað í Reykjavík, 94.525 tonn. Grindavík kemur næst í magni en er þó tæplega hálfdrættingur með 36.276 tonn. Ár- lega síðustu a.m.k sautján ár hefur mestum botnfiskafla verið landað í Reykjavíkurhöfn. Rif og Arnarstapi eru dæmi um hafnir sem verulega hafa aukið hlut- deild sína í lönduðum afla samkvæmt samantekt Fiskistofu um landaðan bolfisk eftir höfnum frá 1993 til 2009. Landað magn af botnfiski á Djúpavogi jókst úr 3.527 tonnum 1993 upp í 8.542 tonn á síðasta ári. Á Sauðárkróki er aukning úr 2.450 tonnum 1993 upp í 11.768 tonn í fyrra. Á Hofsósi var einnig meiru landað á sama tímabili eða 1.135 tonnum í stað 337 tonna áð- ur. Samdráttur á tímabilinu nam yfir 90% á nokkrum stöðum auk þess sem löndun hefur lagst af á öðrum. Meðal staða sem hafa þolað mikinn samdrátt er Akranes en þar er samdrátturinn tæpt 91% sé litið til breytinga á lönd- uðu magni á árinu 1993 og 2009. Land- aður botnfiskafli þar nam 20.833 tonn- um árið 1993 en var einungis 1.914 tonn á nýliðnu ári. Á Akureyri var landað 13.200 tonn- um í fyrra, en 41 þúsund tonnum 1993. Fram kom hjá sjávarútvegsráðherra á Alþingi í desember að Akureyri er það sveitarfélag sem tapað hefur mestum kvóta á síðustu 10 árum, en Reykjavík bætt mestu við sig. Hlutdeild Akur- eyrar er nú 4,8% miðað við heimahöfn veiðiskipa, en var 10,2% fyrir áratug. Reykjavík er nú með 13,9% af úthlut- uðum heildarkvóta þorskígilda, en var með 8,8% fyrir 10 árum. Hlutfall botnfiskafla sem landaður er eftir landshlutum 1993-2009 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Heimild: Fiskistofa Suðurland Reykjanes Höfuðb.sv. Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 Ekki er sjálfgefið að kvóti, land- anir og vinnsla hafi lögheimili í sama byggðarlagi. Fiski er ekið þvers og kruss um landið ef því er að skipta og þær hafnir standa best sem byggjast á fjölbreytni. Löndun á botnfiski er ekki lengur eina undirstaðan í starfsemi hafn- arinnar á Akureyri. „Núorðið er meira verkað í ferskt og minna í frost, segir Hörður Blöndal, hafn- arstjóri. „Veiðitúrarnir eru styttri og skipin landa þar sem styst er að fara. Bílarnir eru fljótari í för- um en skipin og síðan er aflinn dreginn fram og aftur eftir vega- kerfinu. Það reyna allir að ná sem mestum verðmætum úr hráefninu. Löndun á fiski hefur vissulega minnkað hér, en það þarf ekki að þýða að vinnsla á fiski í húsunum hafi minnkað. Rekstur hafnarinnar hefur eigi að síður gengið ágætlega með fjöl- breyttri starfsemi. Hér er mikil þjónusta við skip og innflutningur á alls konar vörum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað og það má segja að þau séu orðin styrkasta stoðin í rekstrinum,“ segir Hörður Blöndal. BREIDDIN BJARGAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.