Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 33

Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ✝ Helga HeiðbjörtNíelsdóttir fædd- ist 14. apríl 1926 í Þingeyrarseli, Vatns- dal í Húnavatnssýslu. Hún lést 19. janúar sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Halldóra Guð- rún Ívarsdóttir, f. 12.3. 1887, d. 19.10. 1967, og Níels Haf- steinn Sveinsson, f. 18.10. 1876, d. 22.10. 1930. Systkini Helgu eru Marínó Sveinn Hafsteinn Níelsson, f. 27.6. 1909, d. 21.5. 1910, Ívar Níelsson, f. 12.7. 1910, d. 29.5. 1911, Sveinn Ívar Níelsson, f. 29.12. 1912, d. 23.4. 1999, Jóhanna Gíslína Haf- stein, f. 17.12. 1914, d. 26.10. 1940, urðsson, f. 30.12. 1966. Kona hans er Hrafnhildur Arnardóttir, f. 14.3. 1967. Synir þeirra eru Sigurður Heiðar Baldursson, f. 12.5. 1987, og Smári Þór Baldursson, f. 9.11. 1989. Helga ólst fyrstu fjögur árin upp í Þingeyrarseli, þá fluttist hún að Hnjúki í Vatnsdal og ólst upp hjá Steinunni Jósefsdóttur og Jóni Hallgrímssyni, ábúendum þar. Tví- tug flutti hún til Reykjavíkur. Næstu árin þar á eftir vann hún við ýmis framreiðslu- og þjón- ustustörf. Á fyrri hluta sjötta ára- tugarins fór hún til sjós. Sigldi hún í fjölda ára á ms. Heklu bæði í strand- og millilandasiglingum. Að sjómennsku lokinni sinnti hún ýms- um afgreiðslu- og skrifstofustörf- um. Hún lærði til sjúkraliða og vann á Borgarspítalanum þar til starfsævinni lauk. Helga tók virk- an þátt í ýmsu félagsstarfi. Var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Eikar auk þess sem hún var virk í starfi eldri borgara í Grafarvogi. Útför Helgu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 29. janúar, og hefst athöfnin kl. 13. María Guðrún Níels- dóttir, f. 11.9. 1916, d. 10.8. 1973, Ingi- björg Jónína Níels- dóttir, f. 23.2. 1918, Rósa Aðalheiður Níelsdóttir, f. 18.8. 1920, d. 29.12. 1995, Ingunn Helga Níels- dóttir, f. 17.12. 1923, d. 14.5. 2001, og Elsa Péturína Níelsdóttir, f. 2.4. 1930. Eiginmaður Helgu var Sigurður Krist- inn Kristinsson, f. 13.8. 1926, d. 28.8. 1984. Foreldrar Sigurðar voru Guðmunda Sig- urbjörg Kristinsdóttir, f. 4.5. 1903, d. 25.6. 1974, og Kristinn Filipp- usson, f. 26.6. 1894, d. 13.1. 1979. Helga og Sigurður giftust 2.12. 1961. Sonur þeirra er Baldur Sig- Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Þín verður sárt saknað enda hefur þú verið stór hluti af okk- ar lífi. Þú áttir stóran þátt í uppeldi okkar og getum við þakkað þér fyrir það sem við erum í dag. Þú kenndir okkur svo margt og gafst okkur margar góðar lífsreglur sem við munum fylgja allt okkar líf. Við mun- um ávallt minnast þess sem við bar- dúsuðum saman í gegnum tíðina. Ógleymanleg eru rommímótin, þar sem þú varst ætíð verðugur keppi- nautur. Þú varst ávallt hress, í góðu skapi og með bros á vör. Þú varst okkur meira en amma, þú varst traustur og dyggur vinur. Þú gafst okkur alla þína athygli og varst okk- ur til halds og trausts. Ef þú varst búin að lofa þér annað vorum við bara teknir með og var alltaf gaman að fá að vera partur af þínu daglega lífi. Í bílnum var alltaf að finna Men- tos sem við gæddum okkur á. Við munum sakna allra þeirra löngu spjalla sem við áttum þar sem um- ræðuefnið var allt milli himins og jarðar. Þú hafðir alltaf eitthvað skemmtilegt til að tala um og margar góðar sögur sem þú sagðir okkur. Margar góðar stundir áttum við hjá þér þegar við komum í heimsókn eftir skóla og var alltaf brauð og kök- ur á boðstólum. Ekki fengu kisurnar síðri meðferð enda fengu þær í hverri heimsókn annaðhvort rækjur eða soðinn fisk. Hátíðisdagar verða aldrei eins aft- ur, ekki bara vegna fjarveru þinnar heldur vegna fjarveru alls þess sem þú komst með til hátíðanna. Meðal annars munum við sakna allrar að- stoðarinnar og meistaraelda- mennskunnar þar sem hangikjöt og lambakjöt var oft í boði, en auðvitað má ekki gleyma alíslensku réttunum þínum en þar stóð hæst kjötsúpa og kjötbollur með káli sem við bræðurn- ir kölluðum alltaf kjötbollur og druslur. Bless, elsku amma. Sigurður (Siggi) og Smári. Helga Níelsdóttir var í barnæsku okkar Hönnu, uppeldisfrænku minn- ar, eins og hilling við sjóndeildar- hring, persóna í spennandi ævintýri, frjálsleg og brosmild. Hún gerði stuttan stans á ferð sinni, og þótt hún færi langt í burtu, þá var hún ætíð nálæg, því fjarvera hennar var næst- um því áþreifanleg, og er enn. Helga var kornung þegar hún missti föður sinn, Níels Hafstein, sem lést af slys- förum í Víðidalsfjalli, og heimilið í Þingeyrarseli leystist upp. Hún var sett í fóstur á Hnjúki í Vatnsdal þar sem hún ólst upp í góðu atlæti. Jó- hanna systir hennar fór til hjónanna á Þingeyrum, Ingibjörg til ömmu sinnar á Eyjólfsstöðum, en Ívar og María í vinnumennsku. Rósa, Ing- unn og Elsa fylgdu Halldóru Ívars- dóttur móður sinni sem gerðist ráðs- kona, fyrst á Skinnastöðum í Þingi, síðar í Glaumbæ í Skagafirði og loks á Kárastöðum í Hegranesi – þar til þær tóku sig allar upp mæðgurnar og fluttu til Reykjavíkur. Ósjálfrátt birtast minningar um heimsóknir okkar krakkanna á Langabar í Að- alstræti, þar sem Helga vann um tíma, síðar á Adlon, Laugavegi 1, við glaðværar viðtökur og fagmannlega afgreiðslu veitinga ef borð var laust, annars inni í eldhúsi. Síðar kemur frásagnaleiftur úr framandi löndum, gjafir sem Helga færði Rósu og Mar- íu, mæðrum okkar, þegar hún kom úr túrum með farþegaskipinu Heklu til Norðurlanda og Bretlands; síðar fóru þær systur saman í slíka ferð. Þegar við Hanna vorum 12 og 13 ára gömul bauð Helga okkur með sér hringinn í kringum landið og aðstoð- uðum við hana í aðalborðsal skipsins þar sem hún var yfirþjónn. Sem unglingur hjálpaði ég Helgu að flytja af Víðimel í Drápuhlíð, löngu síðar úr Skaftahlíð í Garðabæ þar sem þau Sigurður Kristinsson skrifstofustjóri, maður hennar, höfðu reist sér og Baldri syni sínum fallegt heimili. Þar var mér falið að hengja upp málverkasafn húsbónd- ans. Þegar Helga frétti svo að það vantaði húsgögn í gestaíbúð Mynd- höggvarafélagsins á Korpúlfsstöðum þá bauð hún mér stóran sófa og hæg- indastóla með þeim orðum að þetta sett væri of stórt fyrir stofuna sína. Þegar mamma dó styrktist sam- band okkar Helgu; ef öðru þótti of langt liðið á milli símtala var slegið á þráðinn og við heimsóttum hvort annað þegar tækifæri gafst. Helga kom nokkrum sinnum norður og í fyrrasumar dvaldi hún hjá okkur Magnhildi um tíma á meðan Baldur skrapp í Laxá í Aðaldal. Þá var hún orðin sárveik og þurfti að gangast undir erfiðar rannsóknir og meðferð- ir, en frásagnir hennar af þeim voru þó frekar eins og einhver önnur kona ætti í hlut, ekki hún sjálf. Helga Níelsdóttir var þrautseig og æðrulaus, föst fyrir en um leið sveigjanleg. Hún ræktaði sambönd sín við ólíklegasta fólk, fylgdist vel með, var mikið á ferðinni, hafði nóg fyrir stafni. Hún var heimsborgari með mikla útgeislun, glæsilegur fulltrúi sinnar kynslóðar, umvafin myndlist, bókum og veglegri hönn- un, en umfram allt var hún um- hyggjusöm móðir og amma, ættingi og vinur, sem stráði gliti í slóð sína – og ljómar nú skært í minni þeirra sem muna. Níels Hafstein. Ég kynntist Helgu fyrir um 25 ár- um þegar ég og Baldur sonur hennar fórum að vera saman. Við náðum strax vel saman og urðum góðar vin- konur. Sumir sögðu að ég hefði valið fyrst Helgu og síðan Baldur. Það er eflaust eitthvað til í þessu því að betri tengdamóður hefði ég ekki geta fengið. Þegar ég var tvítug flutti ég til Helgu og Baldurs á Garðaflötina og bjuggum við þar næstu þrjú árin ásamt Sigga og Smára sem komu í heiminn á þessum tíma. Þegar við fluttum í Grafarvoginn flutti Helga nokkrum mánuðum síðar í næstu götu við okkur. Hún bjó því í göngu- færi við okkur upp frá því og vorum við því í daglegu sambandi. Hún lagði mikið til við uppeldið á Sigga og Smára og er hægt að sjá margt af þeim lífsgildum sem hún hafði í báð- um drengjunum. Hún var dugleg, lífsglöð, ástrík og naut þess að vera til. Helga var stór hluti af okkar lífi og hennar verður sárt saknað. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það, sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erlingsson.) Hrafnhildur. Örstutt vinarkveðja. Vinátta okkur Helgu var einlæg og fölskvalaus. Það rifjast upp minn- ingarnar um ljúfar og skemmtilegar stundir í áraraðir. Þær eru orðnar margar leikhúsferðirnar okkar sam- an, enda sagðist Helga helst hugsa um leikhúsin, þegar ég væri vænt- anleg suður. Og alltaf var hún tilbúin að taka á móti mér inn á heimili sitt. Við vorum báðar ættaðar að norðan, en aðeins ég bý þar enn. Þá er ferðin okkar til Ameríku í heimsókn til vin- konu okkar mjög minnisstæð. Hún hófst með því að í flugvélinni var okkur vísað á Saga Class og dekrað við okkur þar eins og hefðarmeyjar. En í Ameríku er mér einna minn- isstæðust hvalaskoðunarferð okkar þriggja vinkvennanna á Cape Cod- flóann á austurströndinni. Ákafinn við að missa ekki af skipinu var því- líkur að við skelltum öllum bílhurð- um í lás en bíllinn var þá í gangi. En hvalina sáum við samt og var gífur- leg spenna í farþegum um borð sem hlupu á milli borðstokkanna til að missa ekki af neinu. Já, margs er að minnast en ég læt þetta nægja. Ég og fjölskylda mín kveðjum góða vinkonu með hrærðum huga og vottum Baldri, Hrafnhildi, Sigurði og Smára innilega samúð. Guð blessi minningu mætrar konu. Sönn vinátta er gulli dýrmætari. Anna. Helga Heiðbjört Níelsdóttir unni allri innilegustu samúðarkveðj- ur. Vertu kært kvödd, frænka. Takk fyrir góðvildina. F.h. okkar systkina, Sigurðar, Láru og Valgarðs, Laufey Egilsdóttir. Það er furðulegt að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín, elsku Hjödda. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, ég kveið nú eiginlega mest fyr- ir því! En sá kvíði var svo sann- arlega óþarfur, þú tókst mér opnum örmum. Önni var búinn að tilkynna mér að það eina sem þú og hann væruð sammála um væri að þið vær- uð ósammála. Þetta fannst mér nú hálfskrýtið í fyrstu, en sá fljótt að þarna voru bestu vinir á ferð og þið voruð nú oft furðu sammála. Það var alltaf gott að leita til þín, þú varst hrein og bein og hikaðir ekki við að segja þína skoðun. Ég var nú kannski ekki alltaf sammála en einhvern veginn máttir þú segja svo miklu meira en margur annar, þú komst þér beint að efninu. Mikil ást og virðing var alltaf á milli þín og Stebba, einstakt sam- band sem byggðist á vináttu og áhuga hvort á öðru. Barngæskan var með eindæmum, ég man eitt skipti hitti ég þig fyrir utan Hag- kaup, þú varst skellihlæjandi, áttir að kaupa sykur en komst út með skó á Jönu Sól. Þetta var lýsandi fyrir þig, miklu skemmtilegra að gleðja hana en kaupa sykur. Þú sýndir Pétri Orra mikinn áhuga, hvort sem hann var í hjólatúr í sumarbústaðnum eða þú að hjálpa honum að mála „Stebba Tröll“ í jóla- föndri á Keramikloftinu. Þegar hann var þriggja ára nú í janúar gafstu honum krókódíl með ljót augu, en það var einmitt það sem hann lang- aði svo í. Að sjálfsögðu fannst þú svoleiðis handa honum, þú hefðir prjónað hann ef því væri að skipta. Pétur Orri þakkar fyrir óteljandi knús, kossa og væntumþykju sem þú færðir honum. Turtildúfurnar sem þú gafst okk- ur í jólagjöf eru litlir gullmolar í mínum augum nú. Veganestið sem þú færðir mér inn í framtíðina er ómetanlegt og mörg góð ráð frá þér sem koma til með að nýtast vel. Ég mun alltaf minnast þín. Elsku Stebbi og fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Með virðingu og væntumþykju. Elsa Björg Pétursdóttir. Okkur langar að minnast hennar Hjöddu okkar sem látin er langt um aldur fram. Við áttum því láni að fagna að þekkja Hjöddu vel. Hún var tengd okkur fjölskylduböndum en þar að auki mikill vinur okkar og velgjörð- armaður. Fjölskyldan er tengd sterkum böndum og hittist gjarnan bæði af stórum og smáum tilefnum, nú síðast í árlegu boði á gamlárs- kvöld hjá ættarhöfðingjunum, afa og ömmu í Kotárgerði. Eitt af því sem tengir fjölskylduna er vélsleðar og mörgum stundum eyddum við saman að tala um alla heima og geima en ekki síst um sleð- ana sem áttu stóran part í hjarta Hjöddu. Veturinn sem Hjödda keypti sér Viperinn fékk hún við- urnefnið amma Liper sem Malena kallaði hana svo eftirminnilega. Þá vetur sem strákarnir kepptu í snowcrossinu var alltaf hægt að treysta á að fyrir keppni voru Stebbi og Hjödda búin að græja egg og beikon handa öllum. Þau hjónin mættu á hverja einustu keppni og var þá sama í hvaða landshluta keppnin fór fram. Þau stóðu ávallt fremst í flokki og hvöttu strákana áfram. Það var ekkert til sem hét að gefast upp og hætta ef eitthvað bját- aði á heldur þýddi ekkert annað en að hrista það af sér og halda áfram ef Hjödda fékk einhverju um það ráðið. Hverja einustu páska hittast stórfjölskyldur Stebba og Hjöddu á Illugastöðum þar sem dagarnir líða við leik á vélsleðum. Börnin eru dregin á skíðum og brettum og stuttar og lengri ferðir eru farnar. Á kvöldin er grillað, hlegið og leikið sér, kynslóðabilið er ekkert. Hægt er að telja upp fjölmargar skemmti- legar sögur af Hjöddu en upp úr stendur hvað hún var lífsglöð, frændrækin, hjartahlý, hress, fé- lagslynd, opin, barngóð og dásamleg kona. Hún var frábær í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og gerði það með bros á vör. Fyrir nokkrum árum greindist Hjödda með krabbamein. Hún barð- ist hetjulega með Stebba sinn og alla fjölskylduna sér við hlið, fór í marg- ar aðgerðir og meðferðir sem gengu vel og náði sér, að því er virtist, að fullu. Því kom það sem reiðarslag þegar hún lést skyndilega og öllum að óvörum á Landspítalanum hinn 21. janúar sl. Elsku Stebbi, Mona, Halldór Ás- kell, Svala Hrund, Malena Mist, Jana Sól og allir aðrir aðstandendur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Söknuðurinn er mikill en eftir lifa ótal minningar sem við munum varðveita sem dýrmætar perlur í hjartanu að eilífu. Hvíl í friði, elsku besta Hjödda. Steindór Kristinn og Helga Björg. Undanfarið hef ég verið að lesa mikið af gömlum bókum. Í þeim eru stundum ennþá eldri frásagnir af líf- inu í landinu. Þar kemur glöggt fram öðruvísi viðhorf gagnvart lífinu og dauðanum. Það hefur ekki breyst að allir vita að við deyjum, munurinn er sá að þá mátti búast við dauðanum svo miklu fyrr og mér liggur við að halda að það hafi tæpast þótt til- tökumál þegar fólk féll frá í blóma lífsins, og fimmtug manneskja var gömul manneskja. Mér finnst ég um fimmtugt vera á besta aldri og hún Hjödda beinlínis ung. Breytir þar engu þó að við værum báðar orðnar ömmur fyrir nokkru. Ég fór fyrst að taka eftir Hjöddu á Hrafnagilssýn- ingum, þar stóð hún ung og klár og glæsileg á bás með alls konar fínu handverki og hráefni af Keramik- loftinu sínu. Síðar fór ég að leita til hennar eftir þjónustu og við kynnt- umst smátt og smátt og þá kom fljótlega í ljós hlýi grallarinn sem hún alltaf var. Ég þóttist hafa staðið mig vel þegar mér tókst að véla hana til liðs við Kaðlín og þar var hún ekki amalegur félagi. Það var ekki henn- ar stíll að koma þar hægt og hljótt inn um dyr og tylla sér á afvikinn stað heldur gustaði af henni þegar hún tók alla tiltæka í hlýtt fangið og knúsaði brosandi. Hún lagði alltaf gott til mála og ekki versnaði þegar hún færði með sér í hópinn tengda- móður sína sem var henni mikill styrkur þegar lægðir voru í heils- unni. Hjödda var stríðshetja. Hún stóð allt of stóran hluta ævinnar í stríði við andstyggilega sjúkdóma og mað- ur stóð gáttaður og horfði á hana stundum, hvernig hún gat staðið upprétt og miðlað öðrum. Það var gott að vera nálægt henni og stund- um ræddum við saman á alvarlegum nótum en svo sló hún yfir í að gera stólpagrín að öllu og öllum en alltaf mest að sjálfri sér. Þegar ég talaði við hana síðast flissaði hún yfir því að hundarnir hennar hefðu náð hornum sem ég var með í búðinni. Ég brást heldur fegin við því ég átti henni skuld að gjalda svo að ég hafn- aði því að leyfa henni að borga horn- in. Hún sagðist ætla að bregða sér suður í klössun, ég skyldi bara bíða og sjá hvað hún yrði flott. Ég bað hana blessaða að nýta það í botn og hún tiltók að eyrun yrðu til dæmis alveg heillandi. Hún endaði svo á að taka pöntun hjá mér og við plön- uðum verkefnin í vetur og þar gaf hún mér góð ráð sem endranær. Við hlökkuðum til. Ég tel að punkturinn aftan við sögu Hjöddu hafi verið settur á bandvitlausan stað. Elín Kjartansdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur far- ið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.