Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 26
ÓLÍNA Þorv-
aðardóttir skrifar
grein í Morgunblaðið
25. janúar síðastlið-
inn, þar sem hún
segir að útgerð-
armenn þurfi að skila
þjóðinni til baka
þeim aflaheimildum
sem þeim hafi verið
úthlutað að gjöf ár-
lega. Ólína virðist
ekki vera vel að sér um sjávar-
útveg en mig langar að upplýsa
hana aðeins.
Hafa ber í huga að á sínum tíma
þegar tekið var upp aflamarks-
kerfi á Íslandsmiðum var sú
breyting skerðing fyrir þá sem
sóttu sjóinn vegna þess að veiðar
þeirra voru takmarkaðar frá því
sem áður var. En úthlutað var
miðað við veiðireynslu undanfar-
inna ára. Þannig að gjöfin var í
raun skerðing.Tökum dæmi um
tegundir eins og kolmunna og út-
hafskarfa. Þegar menn hófu veiðar
á þessum tegundum var það vegna
þess að verkefnaskortur var hjá
skipunum. Það þurfti
mikið áræði og kjark
til þess að fara í þess-
ar veiðar. Kostnaður
var gríðarlegur og
innkoman að sama
skapi mjög lítil. Sjó-
menn og útgerð-
armenn á þessum
skipum báru lítið úr
býtum lengi vel. Með
miklum dugnaði og
fórnarkostnaði tókst
mönnum sem betur
fer að ná tökum á
þessum veiðum.
Sameinaðir stöndum vér
Þá fjölgaði skipum við veiðarnar
og Íslendingar öðluðust veiðirétt á
þessum tegundum og þær fóru að
skila þjóðarbúinu miklum arði.
Þökk sé óbilandi trú þessara
manna á þeim verkefnum sem þeir
fóru út í. Því án þessara manna
værum við í enn verri stöðu. Fleiri
tegundir mætti nefna í þessu sam-
hengi, eins og t.d. norsk-íslensku
síldina og makrílinn. Það eru
þessir menn, ásamt mörgum öðr-
um að sjálfsögðu, sem hafa fært
þessari þjóð stórar gjafir. Þ.e.a.s.
bjartsýni, trú og kjark til þess að
takast á við erfið verkefni. En nú
á að senda þeim reikning.
Látið undirstöðuatvinnu-
veginn í friði
Þeir eiga að skila gjöfinni. Nei,
Ólína, það sem þetta fólk fékk í
vöggugjöf var dugnaður og kraft-
ur sem ekki verður frá því tekinn.
Sem betur fer, því við þurfum á
þessu fólki að halda. Leyfið þess-
um aðilum að vera í friði. Þeir eru
að vinna sína vinnu og skapa þjóð-
arbúinu miklar tekjur. Snúið ykk-
ur frekar að málum hins almenna
borgara, sem er að kikna undan
greiðslubyrði lána og aðgerð-
arleysi stjórnvalda í þeirra málum.
Eftir Ólaf Ágúst
Einarsson » Ólína Þorvarðar-dóttir segir að út-
gerðarmenn þurfi að
skila þjóðinni til baka
þeim aflaheimildum sem
þeim hafi verið úthlutað
að gjöf árlega.
Ólafur Ágúst Einarsson
Höfundur er skipstjóri á Álsey VE 2.
Hver gaf hverjum hvað?
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010
Í Morgunblaðinu 25.
janúar sl. birtu lög-
fræðingarnir Jón Stein-
ar Gunnlaugsson og
Sigurður Líndal grein
sem þeir nefndu „Rétt-
ur íslenzku þjóðarinnar
til meðferðar fyrir
dómi“. Þeir minntu á að
Alþingi hefði í tvígang
sett lög sem heimiluðu
fjármálaráðherra að
undirgangast ábyrgð ríkisins á skuld-
bindingum Tryggingarsjóðs inni-
stæðueigenda vegna Icesave-
reikninga Landsbanka Íslands hf. í
Bretlandi og Hollandi. En ekki hefði
þrátt fyrir það tekizt að leiða málið til
lykta innanlands. Ástæðuna segja
þeir að öllum líkindum fyrst og
fremst þá að „íslenzka þjóðin er ósátt
við að á hana verði lagðar hinar
þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún
hafi fengið að njóta réttar til úrlausn-
ar um skylduna til þess fyrir hlut-
lausum dómi, sem lögsögu hefur í
málinu“, og „aldrei muni nást nein
sátt um málið á Íslandi nema að und-
angengnum slíkum dómi“.
Undir það skal hér tekið að ís-
lenzka þjóðin er vissulega ósátt við að
axla hinar þungu fjár-
hagsbyrðar Icesave-
samkomulagsins, en
ekki verður séð að hún
hafi frekar áhuga á því
að verða dæmd til þess
að takast á herðar þær
byrðar. Jón og Sigurður
kveða alla stjórn-
málaflokka á Íslandi á
undanförnum misserum
hafa lagt því lið á einn
eða annan veg, að Ís-
landingar taki skuld-
bindingar þessar á sig
án undanfarandi dóms um, að þjóð-
inni sé það skylt að lögum, en klykkja
síðan út með því að segja: „Við teljum
að þeir ættu nú að láta af slíkri af-
stöðu og sameinast um stefnu sem
tryggir Íslandi fyrrgreindan rétt.
Þeir ættu því að koma sér saman um
að ríkisstjórn Íslands skuli nú til-
kynna stjórnvöldum í Bretlandi og
Hollandi að umbeðin ríkisábyrgð á
skuldbindingum Tryggingarsjóðs
innistæðueigenda verði ekki veitt
nema að undangenginni niðurstöðu
dómstóls, sem lögsögu hefur í málinu,
um að ábyrgðin sé fyrir hendi.“
Tillaga Jóns og Sigurðar vekur
furðu, því að íslenzka ríkisstjórnin hef-
ur nú þegar f.h. íslenzka ríkisins und-
irgengizt tvo Icesave-samninga hinn 5.
júní 2009 við brezka og hollenska ríkið.
Samningar þessir ganga út á að lán
það sem Hollendingar og Bretar veittu
Tryggingarsjóði innistæðueigenda og
fjárfesta endurgreiðist af íslenzka rík-
inu á 15 árum.
Samningarnir við Breta og Hol-
lendinga eru milliríkjasamningar.
Meginstafir alþjóðlegs samninga-
réttar eru að slíkir samningar binda
aðila og þá ber að efna í góðri trú.
Samkvæmt Vínarsáttmálanum frá
1969 teljast þeir þó jafnan ekki full-
gildir fyrr en þar til bært stjórn-
skipulegt yfirvald hefur staðfest þá,
þ.e. hér á landi Alþingi. Með áskilnaði
sáttmálans um staðfestingu er al-
menningsálitinu gefið tækifæri til
tjáningar, þannig að sterk neikvæð
viðbrögð þess kunna að leiða til þess
að ríki staðfesti ekki þann samning
sem undirritaður hefur verið. Með
setningu laga nr. 96/2009 og 1/2010
sýnist rétt að líta svo á að fullnægt
hafi verið áskilnaði bæði 21. og 40. gr.
íslenzku stjórnarskrárinnar nr. 33/
1944 um staðfestingu Alþingis. Fyr-
irvarar laganna nr. 96/2009 tjá nei-
kvæð viðbrögð bæði Alþingis og al-
mennings. Og synjun forseta Íslands
samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar
á staðfestingu laganna nr. 1/2010 gef-
ur íslenzkum almenningi tækifæri til
láta í ljós neikvætt viðhorf sitt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu með því að hafna
fullgildingu laganna og þar með Ice-
save-samningunum, eins og þeir eru
nú úr garði gerðir.
Tillaga Jóns Steinars og Sigurðar
gengur út á að íslenzka ríkisstjórnin
hafi að engu þær samningskuldbind-
ingar sem hún hefur undirgengizt
með nefndum tveimur samningum og
Alþingi hefur með lögum nr. 96/2009
og 1/2010 heimilað henni með vissum
skilyrðum að standa við og hún til-
kynni stjórnvöldum í Bretlandi og
Hollandi að umbeðin ríkisábyrgð á
skuldbindingum Tryggingarsjóðs
innistæðueigenda verði ekki veitt
nema að undangenginni dómsnið-
urstöðu. Ef íslenzka ríkisstjórnin færi
að ráðum þeirra, mundi hún gera sig
að viðundri á alþjóðavettvangi, þar eð
hún er nú þegar skuldbundin til að
framfylgja samningunum í góðri trú
og freista þess að fá þá staðfesta – nú
með þjóðaratkvæði eftir synjun for-
seta Íslands. Um dómslögsögu segir í
samningunum, að ágreiningsefni
varðandi þá, svo sem um tilvist, gildi
eða riftun lúti einungis lögsögu
enskra dómstóla, þótt enska og hol-
lenska ríkinu sé heimilt að höfða
dómsmál fyrir öðrum dómstólum sem
lögsögu kunna að hafa. Á við þessi
samningsákvæði stangast þær full-
yrðingar Jóns Steinars og Sigurðar,
að um sé að ræða fjárkröfur á hendur
íslenzka ríkinu, er heyri undir ís-
lenzka dómstóla.
Af siðferðilegum toga eru þeir
meginstafir laga, að samninga skuli
halda. Vísvitandi yfirlýsing samnings-
aðila um, að hann ætli sér ekki standa
við gerðan samning, nema hann verði
dæmdur til þess, er ekki aðeins brot á
samningnum, heldur og siðferð-
isbrestur. Þar við bætist, að með því
að leggja ágreining okkar við Breta
og Hollendinga undir „hlutlausan“
dómstól er lögsögu hefði, væri tekin
mikil áhætta, sem afar óskynsamlegt
er að taka. Rétt er að minnast um-
mæla bandaríska dómarans Learned
Hands: „Ég verð að segja, að sem
málsaðili ætti ég að óttast dómsmál
meira en nánast allt annað, þegar
undan eru skilin veikindi og dauði.“
Eftir Sigurð
Gizurarson » Tillaga Jóns og Sig-
urðar vekur furðu,
því að íslenzka ríkis-
stjórnin hefur nú þegar
f.h. íslenzka ríkisins
undirgengizt tvo Ice-
save-samninga …
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Sigurður Gizurarson
Um dómstólameðferð Icesave-málsins
Í UMRÆÐUNNI um íslenskan sjávarútveg
gleymist oft að hér á landi er fjöldi fyrirtækja sem
sinna viðamikilli og mikilvægri þjónustu við útgerð-
arfyrirtæki. Mörg þeirra hafa, líkt og Hampiðjan,
sem greinarhöfundur starfar hjá, nýtt sér öflugan
og krefjandi heimamarkað til að sækja á keppi-
nauta sína á erlendum mörkuðum með góðum ár-
angri.
Umbúðafyrirtæki, tækjaframleiðendur, fisksölu-
fyrirtæki, slippar, flutningafélög, smiðjur, olíufélög,
veiðarfæragerðir o.fl. þurfa nauðsynlega á því að
halda að undirstaðan, útgerðin, standi traustum fót-
um. Hjá þessum þjónustufyrirtækjum starfa þús-
undir starfsmanna.
Útgerðarfélögum, líkt og öðrum fyrirtækjum, er
nauðsynlegt að eiga sér framtíðarsýn. Markmið og
stefnu að bættum hag eigenda, starfsmanna, við-
skiptavina og samfélags. Hvernig þau geta eflst að
burðum, þróast og náð árangri.
Þegar stjórnvöld í landinu láta í veðri vaka að
þau hyggist leysa til ríkisins veiðiheimildir ís-
lenskra fiskiskipa, hverfur í einu vetfangi framtíð-
arsýn allra útgerðarfyrirtækja í landinu. Við sem
þjónustum þessi félög finnum vel fyrir þeim slæmu
áhrifum sem sú hótun stjórnvalda hefur í för með
sér.
Nú kann að vera að stjórnvöld vilji auka nytina
fyrir sameiginlegan sjóð landsmanna hjá þeirri
gjöfulu mjólkurkú sem íslenskur sjávarútvegur er.
Til þess kunna að vera leiðir. Þeirri leið stjórn-
valda, sem nú er til umræðu, má helst líkja við
bóndann sem veltir því fyrir sér að skjóta mjólk-
urkúna sína í hausinn, til að athuga hvort hún bæti
ekki við sig í afurðum.
Á öllum tímum er sú aðgerð heimskuleg. Nú á
tímum, þegar þjóðin á hvað mest undir að nytin
haldist, er slík aðgerð skelfileg. Þá má öllum vera
ljóst að umræða um yfirvofandi byssuskot er lam-
andi og dregur máttinn úr þeim sem hugsuð er kúl-
an.
Vonandi sjá stjórnvöld að sér og kjósa frekar að
styðja við og bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja, bæði
í sjávarútvegi sem og annars staðar. Þannig, og ein-
göngu þannig, mun þjóðin ná aftur vopnum sínum.
Jón Guðmann Pétursson
Heggur sá er hlífa skyldi
Höfundur er forstjóri Hampiðjunnar hf.
Í AÐDRAGANDA
flugvallarkosning-
arinnar 2001 kom sam-
gönguráðherra á fót
Hollvinasamtökum
flugvallarins í Vatns-
mýri á kostnað skatt-
greiðenda og sameinaði
þar undir einum hatti
fulltrúa þess örlitla
minnihluta lands-
manna, sem telja sig
hafa persónulegan hag af því að flugið
verði áfram í Vatnsmýrinni, það er
flugmenn, flugrekendur, stórnot-
endur innanlandsflugs, bæjarfulltrúa
o.s.frv. Málflutningur þessa hóps ein-
kennist af rökfælni, innantómum slag-
orðum, ósannindum, útúrsnúningum
og öðru, sem því miður er of áberandi
í íslenskri umræðuhefð og stjórn-
málum. Þar sem staðreyndir, sann-
girni, réttlæti og víðtækir almanna-
hagsmunir þurfa of oft að víkja fyrir
„stjórnmálaraunsæi“ dagsins og öðr-
um einskisverðum einkahagsmunum.
Reglulega lætur þessi hópur til sín
taka í áróðursherferðum, sem enda
jafnan á því að gerð er skoð-
anakönnun meðal Reykvíkinga á
kostnað kjósenda í þeirri von að borg-
arbúar taki þar vanhugsaða og óupp-
lýsta afstöðu gegn sínum eign brýn-
ustu hagsmunum, sem hefur reyndar
gerst. Á undanförnum vikum hafa
fjölmargir af þessum skjólstæðingum
samgönguráðherra ruðst fram á rit-
völlinn á síðum Morgunblaðsins með
hefðbundnum rökleysum og út-
úrsnúningum og með stigharðnandi
árásum og dylgjum í garð okkar félag-
anna í Samtökum um betri byggð.
Steininn tók þó úr með skrifum Hjör-
leifs H. Hallgríms í blaðinu 22. janúar
sl. þar sem hann vegur að æru og
starfsheiðri mínum og félaga minna.
Þessi hópur hefur aðgang að öflugum
valdataumum samfélagsins: Lands-
byggðarörmum og landsfundum fjór-
flokksins, samgönguráðherra, sam-
gönguráðuneyti, fjárlaga- og
samgöngunefndum Alþingis, Flug-
stoðum, Vegagerð og öflugum fyr-
irtækjum á borð við Icelandair, Flug-
félag Íslands og Iceland Express. Og
aðgang að sjálfri borgarstjórn
Reykjavíkur. Afstöðu borg-
arfulltrúanna fimmtán er þá fjarstýrt
utan frá gegn hag borgarbúa þegar
hagsmunir landsbyggðar og borg-
arsamfélags virðast stangast á.
Stjórnmálaframi og
fjárhagslegir hagsmunir
einstakra borgarfulltrúa
eru jú að sjálfsögðu háð-
ir góðvilja flokksstjórna
og landsbyggðararma
fjórflokksins.
Í ráðhúsi Reykjavík-
ur sitja liðleskjur fjór-
flokksins með hendur í
skauti og svíkjast um að
upplýsa borgarbúa um
helstu hagsmuni borg-
arsamfélagsins: Um
fjárframlög til stofnbrauta, um skað-
semi flugs í miðborginni, um verð-
mæti Vatnsmýrar, um orsakir og af-
leiðingar bílasamfélagsins, um fráleitt
og dýrkeypt útþenslukapphlaup
sveitarfélaganna, um ParX-skýrsluna
(um Vatnsmýri), um alþjóðlegu
Vatnsmýrarsamkeppnina, um bygg-
ingu nýs flugvallar 2001, um Flug-
stöðina í Vatnsmýri, um færslu
Hringbrautar, um Sundabraut og
símapeningana … Samtök um betri
byggð leggja nú lokahönd á kröfu um
stjórnsýsluúttekt á afskiptum sam-
gönguyfirvalda og tengdra aðila af
borgarskipulagi og þróun byggðar og
samfélags á höfuðborgarsvæðinu frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Rannsóknin nái m.a. til aðkomu sam-
gönguráðuneytis og undirstofnana
þess, samgöngu- og fjárlaganefndar
Alþingis, landsmálaflokka, sveit-
arstjórna á landsbyggðinni og sveit-
arstjórna á höfuðborgarsvæðinu.
Sérstaklega verði könnuð áhrif af
misvægi atkvæða til Alþingis og lýð-
ræðishamlandi fámenni í sveit-
arstjórnum. Ráðamenn á Akureyri og
nótar þeirra hafa farið fremstir í
flokki þeirra afla, sem í áratugi hafa
herjað á borgarsamfélagið með skelfi-
legum afleiðingum fyrir höfuðborg-
arbúa sem og aðra landsmenn, einnig
Akureyringa. Er ekki nóg komið og
mál að linni? Burt með Akureyrarvöll
hinn syðri.
Eftir Örn
Sigurðsson
» Sérstaklega verði
könnuð áhrif af mis-
vægi atkvæða til Al-
þingis og lýðræðishaml-
andi fámenni í
sveitarstjórnum.
Örn Sigurðsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi arki-
tekt og stjórnarmaður í Samtökum
um betri byggð.
Fjarlægjum Akur-
eyrarvöll hinn syðri