Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 38

Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 38
Aflagrandi 40 | Leikf. kl. 8.30, vinnust. kl. 9, útsk. kl. 13, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðasofa. kl. 9. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, botsía kl. 10.45, spilað á spil kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur 31./1. kl. 20, Klassík spilar. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, málm-/silfursm. kl. 9.30, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn.kl. 9, jóga kl. 9.30 ganga kl.10, leikfimi kl.10.30, bingó kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10, kóræf. kl. 14.30. Á morgun fer Gerðu- bergskór í Reykholt kl. 10.30. Furugerði 1, félagsstarf | Trésm. kl. 9, messa kl 14, sr. Ólafur Jóhannsson, messukaffi kl. 15. Háteigskirkja – | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, boccia kl. 10, bingó kl. 13.30, bókabíll kl. 14.45. Hraunsel | Rabb kl. 9, Helgi Seljan stj. söng kl. 9.30, leikf. kl. 11.30, brids kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Leikf. kl. 9. vinnu- st. kl. 9, postulín/myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50, listasmiðj./gönuhlaup/thachi kl. 9, leikf. kl. 10, kvikm.Útlaginn kl. 15.30. Loka- skrán. á þorrabl. 5. feb. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikf. kl. 11. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9, leikf. kl. 13. Vesturgata 7 | Fastir liðir. Þorrablót verður 5. febrúar með þorrahlaðborði og skemmtun. Veislustjóri verður Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Sig- urgeir við flygilinn, Karlakórinn KKK syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, Jóhannes eftirherma, fjöldasöngur og Guðmundur Haukur syngur og leikur fyrir dansi, happdrætti. Upplýsingar í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja/leir kl. 9, handav./morgunst. kl. 9.30, leikf., bingó kl. 13.30. Þorrablót kl. 18, Vita- torgsbandið. 38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ODDA FINNST SKEMMTILEGT AÐ ELTA Á SÉR SKOTTIÐ OG? KEMUR EKKI TIL GREINA SÚKKULAÐIMOLI OG KLAPP Á BAKIÐ HVER ER LÆKNINGIN VIÐ RANGHUG- MYNDUM? GAMLI, GÓÐI KALLI HVERT ÞYKIST ÞÚ VERA AÐ FARA? ÉG ÆTLA AÐ SKREPPA Á BÓKASAFNIÐ ÉG HEFÐI MÁTT VITA AÐ BÓKASAFNIÐ ER EKKI OPIÐ Á KVÖLDIN SJÁÐU HVAÐ ÉG FANN ÚTI Í BÚÐ! CLAY AIKEN SYNGUR LÖGIN ÚR ÖLLUM „BENJI“ MYNDUNUM ULB AFSAKIÐ... ÉG VARÐ BARA AÐ NÁ ÆLUNNI AFTUR NIÐUR GERÐIR ÞÚ EITTHVAÐ UM HELGINA JÁ, ÉG OG LALLI GISTUM Á RÓMAN- TÍSKU GISTIHEIMILI VAR EKKI GAMAN HJÁ YKKUR? JÚ, VIÐ BYRJUÐUM Á ÞVÍ AÐ RÍFAST HVAÐ ER SKEMMTILEGT VIÐ ÞAÐ? VIÐ EYDDUM RESTINNI AF HELGINNI Í AÐ SÆTTAST BÍDDU HÉRNA, PARKER! EF KÓNGULÓARMAÐURINN KEMUR ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ NÁ MYNDUM AF BARDAGANUM ÞÚ FÆRÐ ENGAR MYNDIR EF ÉG BÍÐ HÉR AF HVERJU SEGIR ÞÚ ÞAÐ UH... ÉG FINN ÞAÐ BARA Á MÉR... Vesturlönd sem Rómverska heimsveldið VERIÐ getur að fýsi- legt sé að líta á Vestur- löndin sem arftaka Rómverska heimsveld- isins. Þannig að Evr- ópusambandið verði réttnefnt sem Austróm- verska ríkið, en Banda- ríkin (+ Kanada) sem Vestrómverska ríkið. Sú nafngift væri gagn- leg vegna þess að hún neyðir mann til að horfa á heiminn í raunsæju en skapandi samhengi. Þannig dragast saman bæði jákvæð- ar og neikvæðar hliðar Vesturlanda okkar. Jákvæðu hliðarnar eru: Að við styðjumst við löggjöf, vísindi, listir og siðfræði, sem átti sér upptök í Grikk- landi hinu forna og blómstraði síðan í Rómaveldi hinu forna. Neikvæðu hliðarnar eru: Að við erum staurblind á ágæti okkar sem arftaka þeirra, sem hins besta mögulega valkosts fyrir mannkynið, sem sé réttlæt- anlegt og skylt að verja gegn falli með öllum nauðsynlegum meðulum. Þannig komi hvorki til greina að leyfa fátækum þjóðum svo sem múslima- þjóðum arabalanda eða Asíu að gera alvarlegar árásir á okkur, né að deila auðæfum okkar þjóðskipulags meðal fátækra þjóða meira en okkur hentar. En segja má að Rómaveldi hið forna hafi vel getað tekið undir það, í bar- áttu sinni um yfirráð yfir Germönum í norðri, Írönum í austri, og semitísk- um þjóðum í suðri. Að auki bendir þetta hugtak á tog- streituna milli Evrópu og Ameríku, með því að minna á að hvort tveggja eru skilgetin afkvæmi Rómaveldis- menningarinnar. Þau eru eins og ósamlynd tvíburabörn í raun. Þetta líkan hjálpar okkur Ís- lendingum líka til að sjá, að vera okkar mitt á milli þessara ríkja- helminga er eðlileg í sögulegu samhengi. Líkt og þegar Róm- verska heimsveldið sundraðist í Vestróm- verska ríkið (með Rómaborg sem sína miðju) og Austróm- verska ríkið (með Konstantínópel sem sína miðju), á fjórðu öld e. Kr. En þá varð Grikkland líkt og Ísland nú mitt á milli og mátti lúta yfirráðum beggja helminga á víxl; þrátt fyrir forna frægð sína. Frá því Rómaveldi hið forna féll fyrir fimmtán öldum, hafa ýmsir orðið til að lýsa sig arftaka þess. En öll vestrænu ríkin hafa verið fús til að viðurkenna þann uppruna sinn þegar þau hafa ekki verið í af- neitun gagnvart menningararfinum. Og til skamms tíma þótti fínt að skilja lífið og tilverunna út frá því sögulega samhengi. Önnur hugmyndakerfi sem eru látin koma alfarið í staðinn, svo sem kommúnismi, kapítalismi, kristni, og umhverfisvernd, NATÓ, ESB og NAFTA, eru til þess fallin að skyggja á þessa staðreynd. Því ættum við að reyna að setja upp þessi rómversku gleraugu á til- veruna, til þess bæði að auka með okkur innblástur í listum, fræðum og stjórnmálum, en einnig til að fá betri hugmynd um okkur sjálf, og hvers við megum vænta af okkur sem af- sprengjum vestrænnar menningar á krepputímum. Tryggvi V. Líndal, þjóðfélagsfræðingur og skáld. Ást er… … stundum eins og í bíómynd. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Það er alltaf skemmtilegt aðgrípa niður í ritgerðir Guð- mundar skálds á Sandi, enda er hann einhver frumlegasti og snjallasti höfundur okkar í þeirri grein. Hann skrifaði greinarkorn, sem hann kallaði „Eldgamlar vís- ur í umbúðum“. Þar segir: „En flestar veðurvísur taka af skarið og hafa í sér hreinar línur, t.d. þessi, sem ber vott um mikinn ugg og ótta: Í búri er smátt um bjargarföng, brestur heyjaforðann. Þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. Þorlákur biskup hallmælti aldr- ei veðri. Svo segir æfisöguhöf- undur hans. Vísan, sem ég hafði yfir seinast, er kveðin í hálfum hljóðum. En hún lumar á mikilli tilfinning og er út undir sig. Ég hef lifað þorra, sem þótti langur: Stórhríð grenjaði mán- uðinn allan að því undanskildu, að upprof gerðu á sunnudögum. Þá féllu mannskaðaflóðin á Seyð- isfirði. Vísnasmiðurinn hefur ef til vill lifað þvílíkan þorra. Hann hagar þó orðum sínum stillilega. – En í rauninni hafði hann ástæðu til að bölsótast yfir ósköpunum. Þorri og góa eiga oft sam- merkt: Þorri bjó oss þröngan skó þennan snjóavetur. En hún góa ætlar þó að oss róa betur. Þarna er gripið til orðaleiks: róa að, og mun hann vera frá vík- ingaöld, þegar aðróður var háður og látið sverfa til stáls.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af veðurvísum og þorra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.