Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 DÓMSTÓLL í París sýknaði í gær Dominique de Villepin, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Frakk- lands, af ákæru um rógsherferð til að koma í veg fyrir að Nicolas Sarkozy yrði kjörinn forseti Frakklands. Dómstóllinn sagði að engar forsendur væru fyrir því að sakfella Villepin fyrir að hafa borið út óhróður um Sarkozy árið 2004. Þeir Villepin og Sarkosy stefndu þá báðir að því að taka við forsetaemb- ættinu af Jacques Chirac. Villepin sýkn- aður af ákæru um rógburð Dominique de Villepin RÍKI heims lof- uðu í gær að veita stjórn Ham- ids Karzai, for- seta Afganistans, aðstoð að and- virði 140 millj- ónir dollara, nær 18 milljarða króna, á fyrsta ári áætlunar um samstarf við hófsama talibana. Á ráðstefnu 70 landa í London var einnig samþykkt áætlun um að Afg- anar tækju við stjórn öryggismála í nokkrum héruðum Afganistans fyr- ir lok ársins og í öllu landinu innan fimm ára. Lofa aðstoð við stjórn Afganistans Hamid Karzai RÍKISSTJÓRN Danmerkur kvaðst í gær ekki ætla að leggja til algert bann við því að konur not- uðu íslamskar andlitsblæjur opinberlega. Stjórnin boðaði hins vegar laga- frumvarp sem heimilar skólum, opinberum stofnunum og fyrir- tækjum í Danmörku að banna eða takmarka íslamskan fatnað á borð við búrku eða niqab. Stjórnin hyggst einnig leggja til bann við því að neyða konur til að klæðast búrku eða niqab. Boðar takmarkað bann við búrkum Kona í niqab FORSÆTISRÁÐHERRA Haítís, Jean-Max Bellerive, sagði í gær að sala á börnum og líffærum úr látnu fólki væri á meðal helstu vandamála landsins. Bellerive sagði í viðtali við CNN- sjónvarpið að vitað væri að ólögleg sala á líffærum úr látnu fólki, meðal annars börnum, viðgengist eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir Haítí 12. þessa mánaðar. Forsætisráðherrann sagði að yfir- völd á Haítí væru að reyna að finna og skrá börn, sem misstu heimili sitt í hamförunum, til að hægt yrði að koma þeim til fjölskyldna sinna eða sjá til þess að þau yrðu ættleidd með löglegum hætti. „Sala á börnum er eitt af helstu vandamálum okkar,“ sagði Bellerive. Ráðherrann sagði að margir þeirra, sem kæmu til Haítís til að finna munaðarlaus börn til ættleið- ingar, störfuðu með löglegum hætti. Aðrir tækju börn af götunum og hygðust fara strax með þau til Bandaríkjanna. Bellerive kvaðst hafa leitað eftir samstarfi við sendiráð í Port-au- Prince til að vernda börnin. Banda- ríska utanríkisráðuneytið kvaðst einnig vilja sjá til þess að aðeins munaðarlaus börn yrðu tekin til ætt- leiðingar í Bandaríkjunum, ekki börn sem ættu foreldra á lífi. Nær 170.000 lík hafa fundist Rene Preval, forseti Haítís, sagði í gær að nær 170.000 lík hefðu fundist á hamfarasvæðinu, en áður hafði verið áætlað að um 150.000 manns hefðu farist. Björgunarsveitir hafa bjargað um 135 manns úr rústunum, þeirra á meðal sextán ára stúlku sem fannst í rústum húss í Port-au-Prince, fimm- tán dögum eftir jarðskjálftann. Hún var orðin svo veikburða að hún gat varla talað, að sögn björgunar- manna. bogi@mbl.is Reynt að hindra sölu á börnum Reuters Björgun Franskir björgunarmenn bera stúlku sem bjargað var í Port-au-Prince 15 dögum eftir skjálftann. Sala á börnum og líffærum sögð eitt af helstu vandamálunum á Haítí Chevrolet gæði - frábært verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.