Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 BANKASÝSLA ríkisins hefur breytt auglýs- ingu þar sem auglýst er eftir starfsmanni sem á að sinna verk- efnum á sviði skjala- og upp- lýsingamála, en auglýsingin varð til þess að Félag um skjalastjórn mótmælti henni. Upphafleg var auglýst eftir „sér- fræðingi í skjala- og upplýsinga- málum“, en Elín Jónsdóttir, for- stjóri Bankasýslunnar, segir að þetta hafi verið mistök og stofn- unin hafi aldrei ætlað að auglýsa eftir sérfræðingi á þessu sviði. Bankasýslan sé lítil stofnun sem ekki hafi bolmagn til að ráða til sín sérfræðing á þessu sviði. Núna er auglýst eftir „verkefnisstjóra til að sinna verkefnum við skjala- og upplýsingamál.“ Í upphaflegri auglýsingu sagði að umsækjendur þyrftu að hafa 3 ára háskólanám að baki í greinum sem nýtast í starfi, t.d. „á sviði tungu- mála, sálfræði og stjórnmálafræði“. Núna er búið að taka út þessa setningu. Elín sagði orðalagið hefði verið óheppilegt. Áfram er tekið fram að þekking og reynsla af skjalastjórn og/eða upplýsinga- málum sé talin kostur en ekki nauðsyn. egol@mbl.is Breyttu auglýsing- unni Elín Jónsdóttir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SKRIFAÐ var undir kaup félags í eigu Grundar á þremur íbúðar- blokkum í Mörkinni í gær. Íbúð- irnar voru keyptar af Lands- bankanum en þær höfðu verið til sölu síðan bankinn tók blokk- irnar yfir af Nýsi í september 2008. Kaupverð var rúmir tveir milljarðar. Bankinn þarf því að sögn Ásmundar Stefánssonar, bankastjóra Nýja Landsbankans, að afskrifa rúman milljarð vegna íbúðanna. Athygli hefur vakið að íbúðirnar voru ekki auglýstar op- inberlega. Ásmundur bendir á að íbúðirnar hafi verið lengi til sölu hjá fasteignasölum og „ættu því ekki að hafa farið framhjá nein- um sem hefur áhuga“. Ásmundur segir ljóst að íbúðrnar henti ekki sem venju- legt íbúðarhúsnæði, enda skipu- lagðar sem hluti af þjónustu- kjarna, og því hafi bankinn einungis leitað til þeirra sem veita t.d. dvalar- og hjúkrunar- þjónustu. Ýmsir hafi boðið í íbúð- irnar. Fjárhagsleg sjónarmið hafi ráðið því að samið var við Grund. Umrædd lóð í Mörkinni, Suð- urlandsbraut 58-62, er því kom- in aftur í eigu sjálfseignarstofn- unar en Reykjavíkurborg úthlutaði lóðinni sjálfseignar- stofnuninni Markarholti í febr- úar 2005 á nánast gjafverði. Markarholt framseldi lóðina til eignarhaldsfélagsins Markar- innar, sem síðan var keypt af Nýsi í apríl 2006. Lítil hrifning borgarinnar vegna sölu lóðarinnar Kaupin vöktu litla hrifningu borgaryfirvalda, enda var ætl- unin með úthlutuninni ekki sú að fjárhagslegur ávinningur yrði af eigninni. Landsbankinn, sem fjármagnaði byggingu íbúð- anna, tók þær svo loks yfir haustið 2008 af Nýsi, sem síðar varð gjalþrota. Grund, sem er sjálfseignar- stofnun og líknarfélag, ætlar sér ekki að græða á íbúðunum. Við undirskrift í gær kom fram fyrir 80 fermetra íbúð þurfi að greiða 7,9 milljóna íbúðarréttargjald, sem verður endurgreitt við lok samningsins, og 116 þúsund króna leiguverð auk hússjóðs. Grund stækkar við sig Morgunbladid/Heiddi Í kastljósi fjölmiðla Suðurlandsbraut 58-62 hefur ítrekað komist í fréttirnar, fyrst þegar Nýsir eignaðist lóðina sem borgin úthlutaði sjálfseignarstofnun fyrir lítið. Landsbankinn var svo gagnrýndur fyrir að auglýsa ekki íbúðirnar.  Skrifað var undir kaup Grundar á 78 lúxusíbúðum í Mörkinni  Landsbankinn afskrifar milljarð  Bankastjórinn segir alla áhugasama hafa vitað af íbúðunum Forsvarsmenn Grundar voru að vonum ánægðir með þessa fjárfestingu stofnunarinnar, sem er sú mesta í áttatíu ár, eða frá því bygging hófst á dvalar- og hjúkrunarheimilinu við Hringbraut. Enda eru íbúð- irnar, sem eru 78 talsins, sér- staklega glæsilegar og vel út- búnar. Við undirskrift í gær, sem fram fór í einni íbúðinni, sagði Gísli Páll Pálsson, fram- kvæmdastjóri Grundar – Mark- arinnar ehf. sem eignast íbúð- irnar, að nú þegar hefðu tíu einstaklinar skráð sig á lista yfir áhugasama leigjendur. Þó er ekki enn búið að auglýsa íbúðirnar, en það verður að sögn Gísla Páls gert á næstu dögum. Hann er ekki í vafa um að þeim takist að leigja út allar íbúðirnar, enda verði leiguverði stillt í hóf. Íbúðirnar eru frá 80 fermetrum og upp í 140 fermetra að stærð, og verður leiguverð íbúða af minni gerð um 116 þúsund krónur á mánuði auk húsgjalds, en leiguverð stærri íbúða hefur ekki verið kynnt. Ekki í vafa um að það takist að leigja út lúxusíbúðirnar í Mörkinni Lúxus Íbúðirnar í blokkum Grundar eru mjög glæsilegar og vel búnar. Ljósmynd/Kjartan Örn Júlíusson Selt Ásmundur og Gísli Páll skrifa undir. Morgunblaðið/Heiddi NORSKT gasflutningaskip sem Landhelgisgæslan fylgist með er 120 sinnum stærra að brúttótonnum en íslensku varðskipin, eða 121 þús- und tonn. Í tilkynningu frá Land- helgisgæslunni sem vitnað var til í blaðinu í gær, sagði að Arctic Prin- cess væri fjórum sinnum stærra en varðskipin. Hið rétta er að það er fjórum sinnum lengra, eða 288 metr- ar. Arctic Princess var í fyrradag 100 sjómílur austur af landinu, en er nú á leið frá því. Algengt er að Land- helgisgæslan fylgist með svona stórum skipum. Gasflutn- ingaskip far- ið framhjá Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á tímabilinu 1. október til 31. desember 2009 var 20. janúar 2010 en eindagi er 4. febrúar n.k. 15% staðgreiðsla Frá 1. júlí 2009 bar bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 15% staðgreiðslu af vaxtatekjum ársfjórðungslega. Sama gilti um arð sem greiddur var til eigenda af eignarhlutum í félögum. Af fjármagnstekjum sem til féllu fyrir 1. júlí reiknaðist 10% skattur. Aðrar fjármagnstekjur Sem fyrr eru tekjur af söluhagnaði skattlagðar eftirá, sem og leigutekjur. Frá 1. júlí til 31. desember 2009 gilda sérstakar reglur um leigutekjur, en á þeim tíma mynda 70% þeirra skattstofn en 30% eru skattfrjálsar. Uppgjör við álagningu 2010 Við álagningu ákvarðast 15% skattur á fjármagnstekjur sem til féllu á tímabilinu júlí-desember 2009 og voru umfram 250.000 kr. (eða 500.000 kr. hjá hjónum). Á tekjur undir þeim mörkum, svo og á allar fjármagnstekjur á tímabilinu janúar-júní verður lagður 10% skattur. Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts árið 2010 Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar. Fjármagnstekjuskattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.