Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ÚT er komin bókin Þjóð- kirkjan og lýðræðið. Hún inni- heldur greinar sem fjalla um málefni kirkjunnar, með hlið- sjón af hugmyndafræði þjóð- kirkjulaganna frá árinu 1997. Bókin kallar á rökræðu um kirkjuna í íslensku samfélagi. Hér er margþætt efni á ferð- inni, fyrir alla sem láta sig þjóðkirkjuna varða. Þjóð- kirkjan og lýðræðið inniheldur ólíka nálgun fjölda höfunda, sagnfræðilega, guð- fræðilega, stjórnunarlega og lögfræðilega. Rit- stjórar eru Gunnar Kristjánsson og Skúli S. Ólafsson, Kjalarnessprófastsdæmi gefur út. Bækur Málefni kirkjunnar á líðandi stund Þjóðkirkjan og lýðræðið. ÚTÓN stendur seinnipartinn í dag fyrir hringborðsumræðum um alþjóðleg tækifæri og kynningu á listamönnum. Í samstarfi við TÍ og Tón- verkamiðstöðina verður boðið upp á hringborðsumræður með listrænum stjórnendum og fólki sem vinnur að framgangi nútímatónlistar í Evrópu. Leit- að verður svara við spurn- ingum á borð við hvernig þróa tónlistarmenn og tónskáld listrænan feril sinn á alþjóðavísu? Hringborðsumræðurnar fara fram í salarkynnum Tónverkamiðstöðvarinnar á 6. hæð, Skúlatúni 2, á milli kl. 15.30 og 16.30. Tónlist Umræður um al- þjóðleg tækifæri Rætt verður um kynningu tónlistar. RASK-RÁÐSTEFNA um ís- lenskt mál og almenna mál- fræði, sú 24., verður haldin á morgun, laugardag, í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Ís- lands. Hefst dagskráin klukk- an 9.00. Íslenska málfræðifélagið og Málvís- indastofnun Háskóla Íslands halda þessa árlegu ráðstefnu. Á annan tug fyrirlesara fjalla um ýmsa þætti málfræði. Þar á meðal eru þau Kristín Bjarnadóttir, María Garðarsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Baldur Sigurðsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir. Málvísindi Rask-ráðstefna um mál og málfræði Jón G. Friðjónsson er einn fyrirlesara. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNSKÁLDIÐ Daníel Bjarnason hefur látið tals- vert að sér kveða á undanförnum árum, enda af- kastamikill og hugmyndaríkur í senn. Ný breið- skífa með verkum hans, Processions, kom út í frumstæðri útgáfu rétt fyrir jól, en opinber útgáfa hennar um heim allan verður nú á mánudaginn. Verkin á plötunni eru ekki beinlínis samin fyrir skífuna að sögn Daníels, en á plötunni eru þrjú verk; Bow to String, píanókonsertinn Processions og Skelja. Bow to String flytur Sæ- unn Þorsteins- dóttir sellóleikari, óteljandi lög af sellóröddum sem síðan er unnið úr í hljóðverinu, ein- leikari með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Proces- sions er Víkingur Ólafsson og Skelja er verk fyrir hörpu og slagverk með Katie Buck- ley á hörpu og Frank Aarnink á slagverk. „Tvö verkanna eru frá síðasta ári, þ.e. píanókonsertinn og sellóverkið, en það þriðja er nokkurra ára gamalt. Við vorum eiginlega búnir að taka upp tvö önnur stór verk sem áttu að vera á plötunni, en ákváðum að láta þau bíða og nota frek- ar Processions eftir að hann var frumfluttur á síð- asta ári og við gátum tekið hann upp með Víkingi og Sinfóníunni.“ Plötufyrirtækið Bedroom Community, sem er hugarfóstur Valgeirs Sigurðssonar, gefur Proces- sions út en það hefur helst haslað sér völl á sviði til- raunakenndrar raftónlistar, óhljóðalistar og eins- konar danstónlistar, en obbinn af því sem fyrirtækið gefur út jaðrar þó við það sem kallast jafnan nútímatónlist eða nútíma klassík. Þessi merkimiðaflækja er ekki beinlínis gagnleg, en að- spurður í hvaða rekka hann myndi setja plötuna svarar Daníel eftir smá umhugsun: „Í frétta- tilkynningu með plötunni stendur að það eigi að setja hana í „rokk“ plöturekkann,“ segir hann og hlær við. Segir svo af meiri alvöru: „Ef ég þyrfti að flokka hana myndi ég setja hana með klassíkinni, tilraunatónlist, jaðartónlist og raftónlist. Það vefst stundum fyrir fólki hvar á að staðsetja mig, en mað- ur á bara að treysta á músíkina sjálfa.“ Plata með verkum Daníels Bjarnasonar væntanleg eftir helgi Það á að treysta á músíkina Morgunblaðið/Heiddi Útgáfa Verk Daníels Bjarnasonar spanna klassík, tilraunatónlist, jaðartónlist og raftónlist. Í HNOTSKURN »Á Myrkum músík-dögum verða flutt verk eftir Daníel á laug- ardagskvöld í Sódómu undir yfirskriftinni Tón- verk fyrir uppmagnaða kammersveit. »Flutt verða verk eftirhann frá síðustu ár- um, valin með tilliti til rýmisins á Sódómu. »Meðal verkanna erBow to String sem er á Processions. MENNINGAR- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar tilkynnti í gær um styrkveitingar til menningar- mála. Alls bárust 177 umsóknir vegna ársins 2010 og var samtals sótt um tæpar 275 milljónir. Undanfarinn áratug hafa jafn- framt verið gerðir samstarfssamn- ingar til fleiri ára í senn. Í ljósi fjár- hagsástandsins voru þeir hins vegar ekki gerðir nema til eins árs fyrir ár- ið 2009 og ákveðið var að stofna ekki til nýrra langtímasamninga fyrir ár- ið 2010 heldur veita styrki í staðinn. Af 58 samningum í gildi 2009 voru 54 lausir um áramót. Þrátt fyrir hag- ræðingu var því óvenju mikið til út- hlutunar í ár eða 62 milljónir króna og var þeim deilt á 91 umsækjanda. Stórsveit Reykjavíkur var valin Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010 og hlýtur tveggja milljóna króna styrk. Hæsta styrkinn 4,5 milljónir hlaut Nýlistasafnið, en það er að flytja í stærra og ódýrara húsnæði á Skúla- götu 28. Næsthæsta styrkinn, 2,3 milljónir, hlaut Möguleikhúsið sem hefur lengi verið eina barnaleikhúsið í höfuðborginni. Styrk að upphæð tvær milljónir hlutu Íslenski dansflokkurinn, Leik- hópurinn Vesturport, Caput- hópurinn, Kammersveit Reykjavík- ur, Nýsköpunarsjóður tónlistar, Mu- sica Nova og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Þá hlaut Jazzhátíð í Reykjavík 1,9 milljónir, Hönnunarmiðstöð Íslands 1,6, Lókal leiklistarhátíð 1,5, Reykjavík Dance Festival 1,3 og Kling og Bang gallerí 1,2, og Íslensk tónverkamiðstöð og Kirkjulistahátíð 900 þúsund krónur. Fjölda lægri styrkja var úthlutað. efi@mbl.is Menningar- og ferðamálaráð úthlutaði 62 milljónum í styrki Nýlistasafnið hlaut hæsta styrkinn, 4,5 milljónir Morgunblaðið/hag Stórsveitin á tónleikum Sveitin er Tónlistarhópur Reykjavíkur í ár. LEIKRIT Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar, leikskálds og rithöfundar, Fyrir framan annað fólk, fékk lof- samlegar viðtökur þegar það var sýnt fimmtán sinnum í Hafnarfjarð- arleikhúsinu síðastliðið haust og fram í desember. Nú hefur verið ákveðið að hafa þrjár aukasýningar á verkinu, í Iðnó að þessu sinni. Sýnt verður í Iðnó föstudagana 5., 12. og 19. febrúar. Kristján Þórður segir að þetta sé uppfærsla sem byggist á list leikar- ans og tiltölulega auðvelt sé að flytja hana og laga að nýju rými. „Í þessu leikriti erum við að fjalla um viðkvæmt málefni, þegar innri öfl verða svo sterk að þau taka að stjórna lífi einstaklingsins og hann missir tökin á tilverunni,“ segir Kristján Þórður. Leikritið er sagt í senn fyndið og harmrænt. Það fjallar um mann, sem Svein Geirs- son leikur, sem er gæddur skemmtilegum hæfileikum sem hann notar óspart til að heilla kon- una sem hann elskar, en Tinna Hrafnsdóttir fer með hlutverk hennar. Smám saman snúast hæfi- leikarnir upp í áráttu. „Í raun er leikritið allegóría fyrir innra stjórnleysi,“ segir Kristján Þórður. Leikstjóri sýningarinnar er Mel- korka Tekla Ólafsdóttir. efi@mbl.is Einstaklingur missir tökin á tilverunni Fyrir framan ann- að fólk sýnt í Iðnó Áráttuhegðun Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson í sýningunni. Hann lamdi húðir sínar af slíkri áfergju að rót komst á ið- ur hlustenda í búknum 42 » Í DAG Kl. 12.10 Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja íslenska tónlist fyrir fiðlu og píanó á Kjarvalsstöðum. Verkin eru eftir Þorkel Sigur- björnsson, Jón Nordal og Karl O. Runólfsson. Kl. 14.00 Bandaríska tónskáldið Wayne Siegel fjallar um eig- in tónlist og kynnir Tónlist- arháskólann í Árósum í Sölvhóli, sal Listahá- skóla Íslands, Sölvhólsgötu 13. Kl. 20.00 Raftónleikar verða haldnir í Batteríinu og þar frumflutt sjö ný raftónverk eft- ir Ríkharð H. Friðriksson, Hilm- ar Örn Hilmarsson, Ragnhildi Gísladóttur, Kolbein Einarsson, Lýdíu Grétarsdóttur, Wayne Siegel og Kjartan Ólafsson. Einleikari er Markus Zahn- hausen, sem leikur á blokk- flautu. Kl. 22.00 Verkið Rökkur andar hljóði, sem byggist á níu þátt- um og blandar saman ýmsum þáttum í tón- og myndflutningi verður flutt í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands, Sölvhóls- götu 13. Rökkur andar saman- stendur af nokkrum smærri verkum sem mynda eitt heildarverk, um klukkutíma langt, og er mikið til elektrón- ískt, en slagverksleikari spilar inni í flygli og hörpuleikari leik- ur einnig í verkinu. Þetta er frumflutningur á hluta smá- verkanna og því frumflutningur á heildarverk- inu. Flytjendur eru Anna Þor- valdsdóttir, sem semur tónlistina og annast hljóð- og mynd- vinnslu, Daniel Shapira sér um hljóð- og tæknivinnslu, Frank Aarnink leikur á slagverk og flygil, Katie Buckley á hörpu og Hjörtur Jóhann Jónsson og Ólöf leggja til raddir. Myrkir músíkdagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.