Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GYLFI Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir stjórnvöld þurfa að heyja varnarbaráttu á er- lendum lánamörkuðum, en lánafyr- irtæki hafi hótað breyta lánakjörum eða segja upp lánum opinberra fyr- irtækja og sveitarfélaga. Gylfi segir að staðan á erlendum lánamörkuðum sé Íslendingum mjög erfið um þessar mundir. „Er- lendar lánastofnanir sem höfðu hugsað sér að fjármagna eitthvað á Íslandi eru kannski ekki búnar að slá það af en ætla að bíða og sjá til. Þetta er það svar sem þær gefa flestar. Þær vilja sjá hvernig spilast úr þessu áður en þær taka ákvörð- un. Síðan stöndum við í varnarbaráttu með lán sem þegar hafa verið veitt, að það sé ekki breytt skilmálum á þeim eða þeim sagt upp.“ Gylfi segir að orkufyrirtæki og sveitarfélög standi frammi fyrir þessari stöðu og hann segist gera ráð fyrir að það sama eigi við um einkafyrirtæki. Málið snýst um að ákvæði í lánaskilmálum hafa verið rofin, t.d. vegna þess að eiginfjárhlutfall er komið niður fyrir viss mörk eða lánshæfismat hefur lækkað. Samkvæmt lánaskilmálum hafa lánveitendur heimild til að breyta lánakjörum til hins verra ef þessi viðmið eru rofin. Endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ver- ið sett í bið vegna þess að Norð- urlöndin vilja ekki greiða út lán meðan ekki er búið að ljúka deilu við Breta og Hollendinga um Icesave. Gylfi sagðist óttast að endurskoð- un áætlunar AGS gæti dregist í marga mánuði. „Það er það sem gerðist á síðasta ári og við óttumst að sagan endurtaki sig, en auðvitað verður allt gert til að reyna að af- stýra því.“ Gylfi segir að eitt af því sem geti haft áhrif á hversu fljótt menn nái að leysa Icesave-málið sé að kosningar verði bæði í Bretlandi og Hollandi í vor. Það sé alls ekki útilokað að mál- ið verði ekki klárað fyrr en eftir þær. „Það getur orðið erfitt að ná at- hygli stjórnvalda í löndunum á með- an. Ef lausnin dregst fram eftir ári og AGS-áætlunin verður í bið á með- an þá eru það skelfilegar fréttir.“ Gylfi segir sé ekki útilokað að endurskoðun áætlunarinnar ljúki án þess að niðurstaða sé komin í Ice- save, en hann segist hins vegar ekki sjá nein teikn á lofti um annað en að áætlunin verði í biðstöðu þangað til niðurstaða sé komin í Icesave. Hóta að breyta lánakjörum Gylfi Magnússon segir að við þurfum að heyja varnarbaráttu á erlendum lána- mörkuðum vegna þess að lánveitendur hóti að breyta lánakjörum til hins verra » Næstu endurskoðun AGS átti að ljúka í janúar » Norðurlöndin vilja ekki greiða út lánin í bili » Erlendir bankar hafa sett afgreiðslu lána í bið Gylfi Magnússon Það voru glaðir krakkar á Skógarborg sem tóku á móti pappírsgjöf frá Póstinum, Odda og Um- slagi í gær. En fyrirtækin þrjú hafa ákveðið að gefa leikskólum landsins fjögur tonn af pappír að gjöf. Á Skógarborg létu börnin hendur strax standa fram úr ermum, því eftir að hafa hjálpað fulltrú- um fyrirtækjanna inn með pappírskassana, var strax hafist handa við að teikna. SKÖPUNARGLEÐIN VIRKJUÐ Á SKÓGARBORG Morgunblaðið/Heiddi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ hefur sýnt sig að heyfengur- inn fylgir nærri því eins vel vetrar- hitanum og samanlögðum vetrar- og sumarhitanum. Það lítur vel út með grassprettuna í ár. Ég nota Stykkis- hólm, hitann þar. Hann er góður núna. Það eru liðnir fjórir mánuðir af sjö sem ég legg til grundvallar og samanlagt hafa þeir verið hlýrri en í meðallagi,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, um ár- vissa grassprettuspá sína í ár. – Hvernig er útlitið miðað við undanfarinn áratug? „Það er nú kannski ekki betra því að þetta er besti áratugurinn sem hefur komið í háa herrans tíð.“ – Þetta er því enn eitt árið sem útlit er fyrir góða sprettu? „Enn sem kom- ið er er útlit fyrir það og heldur ólíklegt að það breytist.“ Þarf að fara aftur til 1979 – Hvað þarf að fara langt aftur til að finna ár sem spretta var léleg? „Það var alverst árið 1979. Það var lítið betra en 1918 eftir frostavetur- inn mikla. Kuldinn byrjaði á hafís- árunum 1965 og svo batnaði þetta ekki mikið eftir 1970 fyrr en um 1990. Þá fór að hlýna. Ég held að árið 1979 hafi verið kaldara en öll önnur ár á þessu tímabili. En þá náttúrlega bjargaði það mönnum að þá gátu þeir bætt sér þetta upp með tilbúnum áburði sem ekki var hægt 1918. Annað mál er það að þá var heyjað miklu meira útengi, fyrir utan túnin, og það var ekki eins illa farið. Þetta eru líklega þau tvö ár sem heyfengur hefur verið lakastur í um 100 ár. Ef það eru góðar horfur geta bændur sparað áburð. Það er ekki lítils virði núna,“ segir Páll sem telur að bænd- ur geti verið bjartsýnir. Útlit fyrir að grasspretta verði með besta móti í ár Gott veðurfar gerir bændum kleift að spara dýrmætan áburð Páll Bergþórsson Úrskurður hæstaréttar Bretlands um að sérstök fyrirmæli breska fjár- málaráðuneytisins um að frysting eigna meintra hryðjuverka- manna sé ólögleg, hefur ekki áhrif á stöðu Íslands. Þetta er mat Guð- mundar J. Odds- sonar, forstöðu- manns skrifstofu Logos í London. „Ég hef ekki náð að kynna mér dóminn ítarlega, en við fyrstu skoðun sýnist mér að svo sé ekki,“ segir Guð- mundur. Ekki sé um sömu löggjöf að ræða í málunum tveimur. „Í þessu til- tekna máli [þar sem frystar voru eignir fimm manna sem grunaðir voru um aðild að hryðjuverka- starfsemi] nýttu bresk yfirvöld lög- gjöf tengda baráttu Sameinuðu þjóð- anna gegn hryðjuverkastarfsemi og sú löggjöf gerir strangar kröfur til heimildar framkvæmdavaldsins til að beita slíkum úrræðum beint og án að- komu breska þingsins.“ Löggjöfin sem breska fjármálaeft- irlitið notaði gegn Landsbankanum og Singer Friedlander hafi hins vegar verið sk. hryðjuverkalöggjöf [e. anti terrorist act] og þar virðist heimildin vera til staðar. „Við skoðuðum þetta ítarlega á sínum tíma og heimildin er fyrir hendi. Það er frekar spurning um hvort bresk yfirvöld hafi gengið of harkalega fram með því að nota regl- una og þannig gerst brotleg, meðal annars hvort svo kölluð meðalhófs- regla hafi verið virt að vettugi.“ Segir Guðmundur ennfremur viss ummæli dómara í úrskurðinum sem nú féll raunar frekar styrkja hryðjuverka- löggjöfina þar sem tekið er fram að sú heimild sem þar er til frystingar eigna sé ekki háð sömu ströngu skil- yrðum og sú sem er í löggjöfinni um Sameinuðu þjóðirnar. Ekki áhrif á stöðu Íslands Guðmundur J. Oddsson Úrskurðurinn styrkir hryðjuverkalöggjöf LÖGREGLAN stöðvaði konu á þrí- tugsaldri á Reykjanesbraut í fyrradag eftir að bíll hennar mældist á yfir 120 km hraða. Kon- an kvaðst vera ólétt og komin með hríðarverki. Hún þyrfti því að flýta sér á slysadeild. Lögreglan fylgdi henni þangað beinustu leið. Ekki var þó von á barninu alveg strax, að sögn lögreglu. Konan má búast við því að eftirmál verði vegna hraðakstursins – auk þess sem hún reyndist próflaus. Ólétt á 120 km hraða Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 1. febrúar til föstudagsins 5. febrúar frá kl. 9.00 - 16.00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tt ir s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 1. - 5. febrúar Bændaferðir • Síðumúla 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.