Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 2

Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MEIRI upplýsingar verða forskráðar á skattframtalið í ár en áður. Breytingar á vefframtalinu miða að því að gera framtalsgerðina sem auðveldasta. Flestir þurfa aðeins að yfirfara framtalið áður en því er skilað. Að öllu forfallalausu verður opnað fyrir skattframtal á netinu nk. miðvikudag, að sögn Skúla Eggerts Þórðarson- ar ríkisskattstjóra. Skilafrestur rennur út 26. mars en hægt verður að sækja um frest fram yfir páska. Nú forskrá skattyfirvöld allar upplýsingar frá fjármála- fyrirtækjum, meðal annars allar skuldir, þar með taldar skuldir á greiðslukortareikningum. Þá verða verktaka- greiðslur undir 100 þúsund krónum skráðar og frádráttur á móti ökutækjastyrk og ívilnun vegna náms barna. Framtalsgerðin hefst nú á villuprófun sem vekur athygli viðkomandi á hugsanlegum villum. Þeir sem þurfa að gera breytingar geta farið inn í framtalið. helgi@mbl.is Flestir þurfa aðeins að yfirfara framtalið og skila Opnað fyrir vefframtal 10. mars Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra varpaði fram spurningu til blaða- og fréttamanna í lok blaðamannafundar hans og forsætisráðherra, að afloknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, sem var svohljóðandi: „Hvernig halda menn að gangi að semja ef einhverjir eru í samningaliðinu sem vilja ekki semja?“ Ráðherrann útskýrði orð sín ekki frekar og gekk við svo búið af fundi. Morgunblaðið náði tali af Lárusi Blöndal hæstaréttarlögmanni, sem á sæti í samninganefnd Íslands, laust eftir að hann kom heim frá Lundúnum í gær. Hann var spurður hvort hann teldi að fjármálaráðherra væri að beina spjótum sínum að hon- um, sem fulltrúa stjórnarand- stöðunnar í samninganefnd- inni: „Það kæmi mér á óvart ef fjármálaráðherra væri með þessu að beina orðum sínum til mín. Ég hef ekki litið á mig sem neitt vandamál í samninganefndinni. Við í samninganefndinni höf- um unnið mjög vel saman og í mikilli einurð. Það er hins vegar rétt, að við erum ekki reiðubúin til þess að semja um hvað sem er,“ sagði Lárus. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, sagði í gærkvöldi þegar hann var spurður sömu spurningar og Lárus: „Ég veit ekki við hvern eða hverja fjár- málaráðherra átti. Ég túlkaði þessi orð hans sem skot á stjórnarandstöðuna, en held hins vegar að vandamálið sé á hinn veginn. Steingrímur hefur hvað eftir annað farið gegn ráðleggingum samninganefndarinnar með því að gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni og tala um að semja strax og að við séum ekki í aðstöðu til annars, á meðan á viðræðum stendur. Þar liggur vandinn.“ Semjum ekki um hvað sem er  Lárus Blöndal segir samninganefnd Íslands hafa unnið mjög vel saman  Sig- mundur Davíð segir vandann liggja hjá fjármálaráðherra, ekki stjórnarandstöðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Lárus Blöndal KARLMAÐUR sem leitað var að í fyrrinótt og gærmorgun fannst lát- inn rétt fyrir hádegi í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi bendir allt til þess að hann hafi orðið úti. Maðurinn fannst i Ölfusi og voru það björgunarsveitarmenn sem fundu manninn, sem var á sextugs- aldri. Maðurinn bjó á dvalarheim- ilinu Ási í Hveragerði. Síðast spurð- ist til hans um kl. 18 á fimmtudag. Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti til leitar og tóku um 100 björg- unarsveitamenn þátt í leitinni. Karlmaður sem leitað var að fannst látinn í Ölfusi Breytingar verða á skatt- framkvæmdinni í ár. Starfsfólk skattstofa fer ekki yfir framtöl íbúa á viðkomandi svæði heldur fær hver skattstofa framtöl með ákveðnum einkennum. Framtöl allra landsmanna fara í eitt safn sem sérstök álagning- arstjórn flokkar og úthlutar til skattstofanna níu. „Við vonum að afköst og gæði vinnunnar aukist og meira samræmi verði,“ segir Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri. Sama fólkið fer yfir öll land- búnaðarframtöl og annar hópur fer yfir ívilnanir, svo tvö dæmi séu nefnd. Öll framtölin í eitt safn Skúli Eggert Þórðarson ENGIN niður- staða varð af stuttum fundi samninga- nefnda Flug- virkjafélags Ís- lands og Sam- taka atvinnu- lífsins fyrir hönd Icelandair hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar Flugvirkja, sagði menn hafa kynnt sína hlið málsins og ákveðið að skoða stöðuna yfir helgina. Sem kunnugt er kolfelldu flugvirkjar samning sem gerður var í síðustu viku, eftir átta tíma verk- fall. Verkfall hefur verið boðað að nýju mánudaginn 22. mars. Engin niðurstaða hjá flugvirkjum STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, að hann hefði feng- ið staðfest svör frá starfsbræðr- um sínum í Bret- landi og Hollandi í gær. Segjast ráðherrarnir vera reiðubúnir til frekari viðræðna um Icesave-málið eftir helgina. Spurður út í lokaorð sín á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un sagði Steingrímur að sér hefði brugðið þegar fulltrúar stjórnar- andstöðunnar, m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefðu allt í einu farið að tala um það að kalla ætti samninganefndina heim frá London. Viðræður halda áfram eftir helgi Steingrímur J. Sigfússon SVEITARSTJÓRN Flóahrepps hefur ákveðið að auglýsa að nýju til- lögu að aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir Urriðafossvirkjun í Þjórsá. Jafnframt hefur sveitarstjórnin ákveðið að höfða mál til ógildingar ákvörðunar umhverfisráðherra sem neitaði að staðfesta virkjunarhluta skipulagsins. Umhverfisráðherra staðfesti ekki aðalskipulagið á þeirri forsendu að Landsvirkjun hafði greitt Flóa- hreppi kostnað við skipulagsferlið. Raunar hafði féð verið endurgreitt. „Við teljum að það sé margt í þess- um úrskurði ráðherra sem orkar tví- mælis. Samkvæmt honum gilda önn- ur lög um Flóahrepp og íbúa hans en aðra landsmenn. Það er nauðsynlegt að fá úr þessu skorið,“ segir Aðal- steinn Sveinsson oddviti. Unnið samkvæmt reglum Krafan í dómsmálinu verður að skipulagið taki gildi, enda segir odd- vitinn nauðsynlegt að hafa aðal- skipulag. „Við teljum að það hafi ver- ið unnið samkvæmt lögum og réttum reglum. Búið er að leggja í það mikla vinnu og kostnað,“ segir hann. Skipulagstillagan sem nú verður auglýst er efnislega samhljóða tillög- unni sem ráðherra hafnaði. helgi@mbl.is Krefjast ógild- ingar úrskurðar Urriðafossvirkjun á nýrri skipulagstillögu „ÞETTA er frábær heiður fyrir mig og alla í Latabæ,“ sagði Íþróttaálf- urinn Magnús Scheving í samtali við mbl.is Sjónvarp eftir fund hans með Michelle Obama, forsetafrú Banda- ríkjanna, í Washington í gærdag. Magnús, í hlutverki Íþróttaálfsins, lék sér í fótbolta með forsetafrúnni auk þess að gefa henni íþrótta- nammi, þ.e. epli. Fundur þeirra Obama og Magn- úsar var í tilefni af því að Latibær mun leggja herferð fyrir aukinni hreyfingu bandarískra barna lið, en forsetafrúin er verndari átaksins sem ber heitið Hreyfum okkur (e. Let’s move). Obama kom að Bruce Monroe-barnaskólanum í Wash- ington þar sem Íþróttaálfurinn stýrði upphitun barna. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur því heiti átaksins er eiginlega slagorð Latabæjar. Þau sýndu einnig mikinn áhuga á því í Hvíta húsinu að vinna með okkur, enda erum við eig- inlega eina skemmtiefnið sem gerir út á heilsu barna,“ sagði Magnús. Næst á dagskrá er að fara með Latabæ til 23 bandarískra borga og kynna þar knattspyrnu, í samstarfi við bandaríska knattspyrnu- sambandið. Forsetafrú Bandaríkjanna lýsti yfir áhuga á samstarfi við Latabæ Tilþrif Ekki er að sjá annað en Michelle Obama, bandaríska forsetafrúin, eigi í fullu tré við Íþróttaálfinn. Lék sér í fótbolta við álfinn Íþróttaálfurinn gaf Michelle epli mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.