Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 21
Fréttir 21VIÐSKIPTI /ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 FÍTON fékk flest verðlaun þegar íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúð- urinn, voru afhent í gær. Stofan hlaut fimm verðlaun, meðal annars fyrir bestu auglýsingaherferðina, sem valin var „Essasú?“-herferð Vodafone. Sama herferð, sem Fíton vann í samvinnu við Miðstræti, bar sigur úr býtum í vefkosningu á mbl.is. Að auki hlaut Fíton verðlaunin fyrir besta markpóstinn, „Taktu dolluna – Golfmót VÍS“, í opnum flokki, „Essasú í World Class“ og umhverfisgrafík, „Risafrelsi – Sorrý að ég steig á bílinn þinn“ fyr- ir Vodafone. Fjórar stofur með tvenn verðlaun Íslenska auglýsingastofan hlaut Lúðurinn fyrir bestu dagblaða- auglýsinguna, sem stofan vann fyr- ir Sölufélag garðyrkjumanna og bar titilinn „Blómið sem heldur að það sé grænmeti“. Stofan sigraði einnig í flokki tímaritaauglýsinga, með „Ofurlaun“ fyrir Nathan og Ol- sen. ENNEMM fékk tvenn verðlaun, í flokki útvarps- og sjónvarps- auglýsinga. Útvarpsauglýsingin var fyrir Skjáinn og auglýsti Skjábíó, en sjónvarpsauglýsingin var fyrir Netvara Símans. Jónsson & Le’macks fengu einn- ig tvenn verðlaun, í flokki vegg- spjalda og vefauglýsinga. Vegg- spjaldið bar heitið „Heimskort Jóna“ og var unnið fyrir Jóna Transport, en vefauglýsingin var „Glæpafaraldur“ sem unninn var fyrir Pennann Eymundsson. Í flokki vörumerkja bar Örn Smári sigur úr býtum með merki Metro- hamborgarakeðjunnar. Hvíta húsið sigraði í báðum flokkum fyrir almannaheillaauglýs- ingar, fyrir ljósvakamiðla og aðra miðla. Besta almannaheillaauglýs- ingin fyrir ljósvakamiðla var fyrir Samtök iðnaðarins og fjallaði um svarta atvinnustarfsemi og sjúkra- hús, en sú besta fyrir aðra miðla var vefborðinn „Notaðu beltin – alltaf“, sem unninn var fyrir Um- ferðarstofu og VÍS. Fangavaktarleikur besti viðburðurinn Þá hlaut Sagafilm Lúðurinn fyrir besta viðburðinn, sem var fanga- vaktarleikur Stöðvar 2 í Kringlunni. Fíton með flesta Lúðra fyrir árið 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefna Samhliða afhendingu verðlaunanna var haldin ráðstefna á Íslenska markaðsdeginum í gær. Fulltrúar á ráðstefnunni voru 250 talsins og aðalfyrirlesari var hinn þekkti vörumerkjasérfræðingur dr. Kevin Lane Keller. FÉLAG atvinnurekenda segir að nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um lög um fjármálafyrirtæki setji bönkum ekki nægilega skýr skil- yrði varðandi eignarhald fyr- irtækja. Í tilkynningu frá félaginu segir að tryggja verði samkeppnissjón- armið með skýrari hætti í lögum – það verði að vera óumdeilt að bankar stuðli ekki að óheil- brigðum viðskiptaháttum í gegn- um eignarhald. Þá segir að lög- gjafanum beri að setja skýrar línur varðandi hvað hann telji „tímabundna“ eign banka í at- vinnufyrirtækjum – það eigi ekki að vera túlkunaratriði bankanna sjálfra. „Heilu atvinnugreinarnar mót- ast nú af því að þar eru fyrirtæki í eigu banka og skilanefnda í sam- keppni við einkaaðila og í inn- byrðis samkeppni. Það skapar við- varandi óvissu og bjagar eðlilega samkeppni. Nefna má bílamark- aðinn og markað með ritföng sem dæmi um þetta. Því miður eru dæmin mun fleiri, segir í tilkynn- ingunni. ivarpall@mbl.is Bankarnir ógni samkeppni TM, Tryggingamiðstöðin, tapaði 2,6 milljörðum króna á síðasta ári, borið saman við 12,5 milljarða tap á árinu áður. Munar þar mest um „þýðingarmun dótturfélaga“, sem er færður til gjalda upp á 5,5 millj- arða króna. Þýðingarmunur dótt- urfélaga er gengismunur sem verð- ur til við umreikning reikningsskila félaganna úr erlendum myntum í íslenskar krónur. Hagnaður félagsins af reglu- legum rekstri nam 237 milljónum króna, samanborið við 5,2 milljarða tap árið 2008. Eigið fé í árslok var átta milljarðar króna og eiginfjár- hlutfall 28%. ivarpall@mbl.is TM tapar 2,6 milljörðum króna PwC á sér rætur í íslensku viðskiptalífi frá 1924 ... „Starfið hjá PwC er bæði fjölbreytt og krefjandi. Sem viðskiptafræðingur á endurskoð- unarsviði fæst ég aðallega við endurskoðun og aðra sérfræðiþjónustu fyrir stærri og smærri fyrirtæki. Í þessu felast mikil samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn. Ábyrgðin er mikil en hér leggjast allir á eitt við að skila faglegri vinnu og það er sönn ánægja að sinna viðskiptavinunum í svo öflugu teymi”. Margrét Inga Guðnadóttir, viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði PwC „Hér leggjast allir á eitt við að skila faglegri vinnu”... E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.