Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Í DAG fer fram
fyrsta þjóðaratkvæða-
greiðslan sem efnt
hefur verið til á Ís-
landi síðan þjóðin
hlaut sjálfstæði.
Nú gengur þjóðin
til atkvæða um eitt
stærsta hagsmunamál
sem hún hefur staðið
frammi fyrir. Spurn-
ingin snýst um það
hvort lögfesta skuli
ríkisábyrgð vegna samninga sem
ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna gerði við Breta og
Hollendinga vegna Icesave-
reikninga Landsbanka
Íslands eða ekki.
Allt frá því að rík-
isstjórnin kynnti
samningana hef ég
barist harkalega gegn
því að þeir tækju gildi
og að íslenskum skatt-
greiðendum yrði þar
með gert að axla þær
ósanngjörnu byrðar
sem þeir leggja á þjóð-
ina. Sú barátta hefur
staðið svo mánuðum
skiptir. Afstaða mín
byggist á því að samn-
ingarnir séu ósanngjarnir og stríði
svo freklega gegn hagsmunum ís-
lensku þjóðarinnar að þá megi ekki
samþykkja.
Stærstu mistökin í Icesave-
málinu voru gerð þegar núverandi
ríkisstjórn skrifaði undir samn-
ingana og féllst í raun á allar kröf-
ur viðsemjenda okkar, án þess að
gæta hagsmuna þjóðarinnar. Þjóð-
aratkvæðagreiðslan er tækifæri til
að leiðrétta þessi mistök. Tækifæri
sem ekki er hægt að gera lítið úr
þótt forsvarsmenn ríkisstjórn-
arinnar, Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra, geri
sitt besta. Þar býr ekki annað að
baki en ólíkir hagsmunir rík-
isstjórnarinnar, hverrar mistök
hafa nú verið opinberuð, og þjóð-
arinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur
mikla þýðingu fyrir hagsmuni ís-
lensku þjóðarinnar í nútíð og fram-
tíð. Sú ákvörðun forystumanna rík-
isstjórnarinnar að taka ekki þátt í
henni er ekkert minna en skamm-
arleg.
Um leið og efnt var til samstöðu
allra flokka að frumkvæði stjórn-
arandstöðunnar um að hafna öllum
afarkostum í málinu kom í ljós að
staða okkar Íslendinga í málinu er
mun sterkari en ríkisstjórnin hefur
haldið fram undanfarið ár.
Nú fær þjóðin gullið tækifæri til
að færa Bretum og Hollendingum,
og í raun heimsbyggðinni allri,
skýr skilaboð um að Íslendingar
muni ekki sæta pólitískum af-
arkostum og þvingunum erlendra
þjóða á hendur sér. Þjóðarat-
kvæðagreiðslan veitir okkur Ís-
lendingum einnig tækifæri til þess
að standa saman sem einn maður,
ein samhent þjóð, þegar að okkur
er sótt.
Miklu skiptir að niðurstaða þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar verði af-
gerandi. Ég vil því skora á alla Ís-
lendinga, hvar í flokki sem þeir
standa, til að sýna samstöðu, taka
þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og
segja nei.
Eftir Bjarna
Benediktsson » Þjóðaratkvæða-greiðslan veitir okk-
ur Íslendingum tæki-
færi til þess að standa
saman sem einn maður,
ein samhent þjóð, þegar
að okkur er sótt.
Bjarni
Benediktsson
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag
Laugavegurinn Sími er ekki sama og sími og þar sem skilaboð eru af ýmsum toga getur verið gott að bera saman bækur sínar.
Ernir
Í DAG er merkisdagur. Það
að nú fari fram fyrsta þjóð-
aratkvæðagreiðsla lýðveldistím-
ans er merkilegt út af fyrir sig.
Því til viðbótar hefur hún ákaf-
lega mikið og margvíslegt gildi.
Áhrifin á lýðræðisþróun gætu
orðið mikil. Ef atkvæða-
greiðslan heppnast vel gæti hún
markað upphafið að auknu
beinu lýðræði og þeim lýðræðis-
umbótum sem svo margir hafa
vonast eftir.
Að verja eigin
hagsmuni og annarra
Með þjóðaratkvæðagreiðslunni gefst al-
menningi tækifæri til að verja hagsmuni sína í
krafti lýðræðis og jafnvel verða fyrirmynd
annarra þjóða í þeim efnum. Þegar er ljóst að
Icesave-málinu getur lokið með mun hagstæð-
ari hætti en felst í lögunum sem nú verður
kosið um. Gömlu lögin halda hins vegar gildi
sínu nema þjóðin felli þau í atkvæðagreiðsl-
unni. Þeim mun afdráttarlausari sem nið-
urstaðan og samtakamátturinn verða, þeim
mun betri verður samningsstaða okkar. Málið
varðar gríðarlega hagsmuni fyrir hvert ein-
asta heimili í landinu. Það er mikilvægt að sem
flestir leggi sitt lóð á vogarskálarnar til að
eiga þátt í ávinningnum. Þeir sem síðar munu
gagnrýna kjör sín eða annarra geta auk þess
betur gert það hafi þeir lagt sitt af mörkum til
að bæta þau kjör þegar þeir höfðu
tækifæri til.
Að kynna málstaðinn
Með atkvæðagreiðslunni gefst
einstakt tækifæri til að kynna
málstað Íslands í útlöndum. Það
er ómetanlegt að slíkur möguleiki
skuli gefast aftur eftir að fyrri
tækifærum var klúðrað. Það er
því skelfilegt að heyra ráðherra
ríkisstjórnarinnar gera lítið úr
þjóðaratkvæðagreiðslunni og mál-
stað Íslands í viðtölum við erlenda
fjölmiðla.
Að skapa samstöðu
Loks liggur mikilvægi þjóðaratkvæða-
greiðslunnar ekki hvað síst í því að hún skapar
tækifæri til að ná samstöðu meðal þjóð-
arinnar. Synjun forsetans gaf stjórn-
málaflokkum á Alþingi tækifæri til að mynda
samstöðu um málið. Stjórnarflokkarnir voru
reyndar á öðru máli til að byrja með en kom-
ust svo ekki hjá því að leita samstarfs. Í þessu
máli eins og öðrum mikilvægum hagsmuna-
málum þjóðarinnar næst ekki árangur nema
með samstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan gefur
þjóðinni allri tækifæri til að birtast sem öflug
heild út á við. Það er í senn furðulegt og dap-
urlegt að forsætisráðherra skuli hafa lýst því
yfir að hann ætli að sitja heima í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni. Þegar forsætisráðherra
og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar koma
fram með slíkum hætti er eðlilegt að ein-
hverjir velti því fyrir sér hvort málið snúist
raunverulega um að verja hagsmuni þjóðar-
innar. Þá er mikilvægt að líta til sögunnar.
Ekkert nýtt
Þótt menn telji nú flestir að í landhelgisdeil-
unum hafi allir staðið saman um að verja þjóð-
arhagsmuni var það ekki alltaf svo. Þegar
Framsóknarflokkurinn hóf útfærslu landhelg-
innar með stuðningi sósíalista hótaði þriðji
ríkisstjórnarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn,
margsinnis að slíta stjórnarsamstarfinu. Krat-
arnir vildu ekki ögra „alþjóðasamfélaginu“,
töldu að deilurnar gætu stefnt viðskiptum og
lánskjörum í hættu o.s.frv. Hefði sú afstaða
ráðið för væru breskir togarar hugsanlega enn
í íslenskum fjörðum.
1943 og nú
En hvað með síðustu þjóðaratkvæða-
greiðslu, atkvæðagreiðsluna um stofnun lýð-
veldis? Þar hljóta Íslendingar að hafa staðið
saman allir sem einn og kratarnir líka? Ald-
eilis ekki. Ekki framan af. Jafnvel í því máli
höfðu leiðtogar Alþýðuflokksins fyrst og
fremst áhyggjur af áliti erlendra embættis-
manna. Þeir töldu ekkert liggja á stofnun lýð-
veldis þótt dagsetningin hefði í raun verið
ákveðin 25 árum áður. Á 25 ára afmæli full-
veldisins, 1. desember 1943, ákváðu allir flokk-
ar nema Alþýðuflokkur að stofna lýðveldi á Ís-
landi eigi síðar en 17. júní 1944 að
undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Dag-
inn eftir birti Tíminn forsíðufrétt undir fyr-
irsögninni „Lausn lýðveldismálsins ákveðin –
Samkomulag Framsóknarflokksins, Sjálf-
stæðisflokksins og Sósíalistaflokksins“. Í
greininni birtist m.a. eftirfarandi klausa sem á
furðu vel við í nýju samhengi: „ Af hálfu
Framsóknarflokksins hefir jafnan verið lögð á
það rík áherzla, að reynt yrði að ná sem víð-
tækustu samkomulagium þetta mál. Að hans
ráði var frestað að taka þessa endanlegu
ákvörðun um lausn lýðveldismálsins, unz Al-
þýðuflokkurinn hefði haldið flokksþing sitt og
var það gert í trausti þess, að þeir, sem vildu
samheldni þjóðarinnar um þetta mál, yrðu þar
í meirihluta. Þær vonir rættust ekki að þessu
sinni, en eigi verður því þó trúað, að óreyndu,
að Alþýðuflokkurinn eða aðrir aðilar geri þann
óvinafagnað að taka upp baráttu gegn þessari
lausn málsins, því að hún myndi ekki skilin
nema á einn veg erlendis og gæti orðið þjóð-
inni til stórrar óþurftar.“ Þrátt fyrir tregðu
Alþýðuflokksins framan af fylgdi hann að
mestu með á endanum (örfáir þrjóskir kratar
sátu heima) og almenningur sýndi afstöðu sína
með svo afgerandi hætti að þess finnast fá
dæmi í sögunni. 99,5% samþykktu að fella
Sambandslögin við Danmörku úr gildi og
98,5% samþykktu nýja stjórnarskrá.
Eftir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson » Á 25 ára afmæli fullveld-isins, 1. desember 1943,
ákváðu allir flokkar nema Al-
þýðuflokkur að stofna lýðveldi
á Íslandi eigi síðar en 17. júní
1944.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Dagur samstöðu – Að efla lýðræðið
Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
VIÐ sem viljum auka veg lýðræðis á Ís-
landi fáum nú tækifæri til að taka þátt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Hún er sú fyrsta á minni
ævi. Vonandi verða þær margar á komandi
árum.
Það er mín skoðun að brýnt sé að þjóðin
nýti þennan mikilvæga rétt sinn og geri sér
ferð á kjörstað í dag.
Í þessari kosningu eru allir Íslendingar
jafnir, búseta og efnahagur skiptir ekki máli.
Nú gildir: einn maður eitt atkvæði.
Hvar sem við stöndum í stjórnmálum,
hver svo sem lífsskoðun okkar er, svo fremi
sem okkur er annt um raunverulegt lýðræði
og viljum veg þess sem mestan, þá gefst sér-
hverjum Íslendingi í dag tækifæri til að
rækja skyldu sína sem þegn í lýðræðisþjóð-
félagi.
Ég tek ekki afstöðu til annars en þess að
mér finnst knýjandi að það verði föst regla
að mál sem varða örlög þjóðarinnar séu án
undanbragða borin undir hana.
Hvernig það ber til að mál er borið undir
þjóðaratkvæði getur aldrei varpað skugga á
þessa aðferð við að skera úr í álitamálum.
Það er ekkert stjórnmálalegt vald ofar
þjóðarviljanum.
Að treysta dómgreind almennings er að-
alsmerki siðmenntaðs samfélags.
Sigurður Gísli Pálmason
Hvatning
Höfundur er verslunarmaður.