Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 06.03.2010, Síða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Föstudaginn 19.mars kemur út hið árlega Brúðkaupsblað Morgunblaðsins. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara... það verður stútfullt af spennandi efni. MEÐAL EFNIS: Brúðarkjólar Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina Veislumatur og veislusalir Brúðkaupsferðin Undirbúningurinn Giftingahringirnir Brúðargjafirnar Veisluskreytingar Veislusalir Brúðkaupsmyndir Veislustjórnun Og fullt af öðru spennandi efni PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 15. mars. Brú ðka ups blað ið NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 15. MARS JÓHANNA Sigurð- ardóttir forsætisráð- herra reynir allt sem hún getur til að eyðileggja þjóðaratkvæðagreiðsl- una um Icesave-lögin í dag og nýtur til þess stuðnings Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra. Framganga forsætisráðherra síðustu daga er með þeim hætti að fáir Íslendingar geta verið stoltir af leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Í viðtali við Fréttablaðið í gær (föstudag) sagðist Jóhanna ekki ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um lög sem hún ber ábyrgð á að voru sett: „Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóð- aratkvæðagreiðslan frá stofnun lýð- veldisins verði um lög sem þegar eru orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan til- gang í að taka þátt í þessari atkvæða- greiðslu.“ Þessi orð forsætisráðherra eru með öllu óskiljanleg. Eitt er alveg ljóst. Því fleiri landsmenn sem mæta á kjörstað og hafna Icesave-lögunum, því sterk- ari verður pólitísk samningsstaða Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum. Takist Jóhönnu Sigurð- ardóttur ætlunarverk sitt, að eyðileggja þjóð- aratkvæðagreiðsluna, veikist samningsstaðan að sama skapi. Með orðum sínum og fram- göngu er forsætisráð- herra því að vinna gegn hagsmunum ís- lensku þjóðarinnar en styrkja málstað hinna gömlu nýlenduvelda. Varla get- ur forsætisráðherra nokkurrar þjóðar lagst lægra. Í dag eiga allir Íslendingar að standa saman og senda skýr skilaboð til umheimsins. Við munum aldrei beygja okkur gagnvart ofríki annarra þjóða. Við munum aldrei brotna gagn- vart ofbeldi. Aldrei. Afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur gengur þvert á hag þjóðarinnar og miðast við það eitt að halda dauðahaldi í ráðherrastól, með því að reka fleyg milli landsmanna. Vegna þessa er að- eins hægt að segja: Mikil er skömm þín Jóhanna. Eftir Óla Björn Kárason » Takist Jóhönnu Sig- urðardóttur ætl- unarverk sitt, að eyði- leggja þjóðaratkvæða- greiðsluna, veikist samningsstaðan að sama skapi. Óli Björn Kárason Höfundur er blaðamaður. Mikil er skömm þín Jóhanna „ENGIN þjóð hef- ur efni á því að nýta ekki auðlindir sínar,“ sagði Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi um orkustefnu fyrir Ís- land, sem fram fór í Háskóla Íslands hinn 25. febrúar sl. Með þessum orðum – sem síður en svo eru að heyrast í fyrsta skipti – á hann við að virkja skuli íslensk fallvötn og jarðhitasvæði fyrir orkufreka framleiðslu. Það er ansi algengt viðhorf, ekki einungis á Íslandi heldur almennt innan ríkjandi kerfis og menningar Vest- urlanda. Þó ég sé ósammála Jóni um að fyrirbærin „þjóðir“ geti átt heild- stæðra og sameiginlegra hagsmuna að gæta, get ég ekki annað en bent honum, sem og öðrum lesendum, á nokkrar þjóðir eða þjóðarbrot sem hafa haft efni á því að „nýta“ ekki jarðargæðin í þeirri merkingu sem Jón leggur í sögnina „að nýta“. Þetta er Akuntsu-, Awá-, Ena- wene Nawe-, Guarani-, Raposa- Serra do Sol- og Yanomami-fólkið í Brasilíu, auk indjána þar í landi sem ekki hafa haft nein samskipti við umheiminn. Einnig Arhuaco- og Nukak-fólkið í Kólumbíu, Ayoero- og Enxet-fólkið í Paragvæ, Wichí- fólkið í Argentínu, Innu-fólkið í Kanada, og indjánar frá Perú sem hafa heldur ekki haft samskipti við umheiminn. Svo eru það búskmenn í Botsw- ana, Ogiek-fólkið og Maasaiar í Kenýa, frummenn Omo-dalsins í Eþíópíu og Pygmies-fólkið í Mið-Afríku. Að lokum er það svo Batak- og Palawan- fólkið á Filippseyjum, Jummas-fólkið í Bangladesh, Papuan- þjóðflokkar Indónesíu, Penan-fólkið í Malasíu, Wanniyala-Aetto-fólkið á Srí Lanka, Khanty- fólkið í Rússlandi, frumbyggjar Síberíu, Jarawa og Dongria Kondh-fólkið á Indlandi. Í stað þess að „nýta“ jarð- argæðin hefur þetta fólk lifað í samhljómi við jörðina og býr það flest við meiri raunveruleg lífsgæði en gengur og gerist í heiminum. En flestar þessar þjóðir eiga nú á hættu að vera þurrkaðar út ásamt lífsháttum sínum, menningu og tungumáli, vegna kröfunnar um framfarir. Vegna kröfunnar um fulla nýtingu jarðargæðanna alls staðar á plánetunni. Nú er það þraut fyrir Jón, jafnt sem aðra, að átta sig á tengslum hættunnar á útrýmingu þessara þjóða annars vegar og nýtingu ís- lenskra jarðargæða hins vegar. Þraut fyrir Jón jafnt sem aðra Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson »Ég get ekki annað en bent á nokkrar þjóð- ir eða þjóðarbrot sem hafa haft efni á því að „nýta“ ekki jarðargæð- in. Höfundur er listamaður. ALLT frá þeim tíma er þessi svína- flensa byrjaði hafa vaknað upp grun- semdir hjá mönnum þar sem einkaleyfið fyrir bóluefninu var veitt Baxter Int- ernational árið 2007. Í Austurríki komst blaðakonan Jane Bürgermeister að því, að 72 kíló af vírus höfðu verið flutt lifandi inn í bóluefn- inu frá Baxter-bóluefnafyrirtækinu og náð að smita almenning beint í fjórum löndum Evrópu (theflu- case.com). Nú eru menn að heyra aðrar svipaðrar frásagnir sem dr. Leonard G. Horowitz komst yfir, þar sem Baxter-fyrirtækið kom einnig við sögu í Mexíkó, þar sem bólusetn- ing hófst í apríl eða áður en svína- flensan byrjaði að ráði, þannig að fólk smitaðist við bólusetningu (drlen- horowitz.com). Í ágústmánuði hringdi svo líffræðiprófessorinn Jo- seph Moshe inn á útvarpsstöð í Bandaríkjunum og talaði þá við dr. True Ott í beinni útsendingu, og sagði að Baxter- bóluefnafyrirtækið ætlaði að breiða út farsótt í Úkraníu, en bað síðan dr. True Ott að hafa uppi á ríkissaksóknara fyrir sig. Dag- inn eftir var prófessorinn hins vegar handtekinn, en tveimur mánuðum síðar breiddist þessi Baxter-veiki út og bóluefni var keypt í stórum stíl. Læknar í Úkraníu hafa síðan birt op- ið bréf þar sem þeir ásaka stjórnvöld um að hafa komið þessum vírus af stað. Svínaflensa í ágóðaskyni? Bóluefnafyrirtækin hafa hagnast mikið þar sem farsóttarstigið hjá Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni (AHS) var hækkað upp í sjötta stig og þessir menn eru á því að halda þessu sjötta stigi áfram í nokkur ár, svo að fyr- irtækin haldi áfram að hagnast og menn hjá AHS geti haldið áfram að fá meira en 6,3 milljónir evra beint frá Glaxo Smith Kline (GSK). Vitað er um menn eins og t.d. dr. Neil Ferguson, prófessor Malik Peiris og fleiri, sem allir hafa þegið greiðslur frá GSK svo og frá öðrum bóluefnafyrirtækjum. Þrátt fyrir að margir liggi undir grun og upp hafi komist um leynilega fundi á milli AHS og bóluefnafyrirtækjanna, vilja menn halda uppi hræðsluáróðri og bólusetningu með bóluefni sem sennilega mun ekki duga gegn stökk- breyttri flensu. Síðan var því lekið út á fréttavefnum Mail Online, að sótt- varnalæknar í Bretlandi fengju 5,25 pund fyrir hverja bólusetningu. Ja- cob Axel Nielsen heilbrigðisráðherra Danmerkur hefur sagt að þetta mál sé vandræðalegt, þar sem það sé leyninefnd innan AHS sem ákveði farsóttarstigið. Rússar, Pólverjar og fleiri segja þetta sjötta farsóttarstig ekki lengur í gildi og Rússar hafa auk þess viljað slíta öllu samstarfi við AHS vegna hneykslismála og tengsla AHS við bóluefnafyrirtækin. Margar þjóðir aðrar hafa undanfarið afpant- að bóluefnið og lokað bólusetning- arstöðum. Dr. Wolfgang Vordag, sem á sæti í heilbrigðisnefnd Evr- ópuþingsins og stóð fyrir því að AHS yrði yfirheyrð, hefur sagt að þetta sé „eitt stærsta hneyksli aldarinnar í læknavísindum“ og fólk hafi þurft að taka á sig óþarfa áhættu með óreyndu bóluefni, þar sem svínaflen- suvírusinn sé sársaukaminni en venjuleg árstímabundin flensa. Á vef- síðu sinni vill Wolfgang ekki sam- þykkja að hið umdeilda skvalen (e. squalene) sé skaðlaust, og hann seg- ist ekki vita nægilega mikið um skva- len, eða þetta óreynda bóluefni. Bóluefnið farsóttin? Allt að 10 rannsóknastofnanir í heiminum, þar með talið Karolinska stofnunin í Stokkhólmi, pólska Vísindaakademían og Tulane- læknaháskólinn í New Orleans, hafa sýnt fram á að skvalen geti fram- kallað liðagigt, sjálfnæmisröskun og sjálfnæmissjúkdóma. Það er rétt hjá Wolfgang að bóluefnið er ekki öruggt, því í leiðbeiningum (Packet insert) með bóluefninu segir, að það uppfylli ekki alla staðla um öryggi, hvað varðar barnshafandi konur, börn og unglinga yngri en 18 ára og síðan 60 ára og eldri. Þar sem ekki eru til nein gögn („no data“) er segir að öryggi þeirra sé tryggt. Lyfja- stofnun Evrópusambandsins hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og bóluefnafyrirtækin Eftir Þorstein Sch. Thor- steinsson » Bóluefnafyrirtækin hafa hagnast mikið þar sem farsóttarstigið hjá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni var hækk- að upp í sjötta stig ... Þorsteinn Sch. Thor- steinsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.