Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 49

Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 49
Dagbók 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVER ER ÞETTA? FRÚ FJÓLA ÚR NÆSTA HÚSI ÁHUGAVERÐUR GARÐUR JÁ, HÚN ER MEÐ GRÆNA FINGUR ÉG ÁTTI VIÐ HÁSPENNU- GIRÐINGUNA Ó... ÞAÐ MAÐUR VENST SUÐINU ÞÚ ERT MEÐ FRÁHVARFS- EINKENNI ÞÚ EYÐIR ÖLLUM ÞÍNUM TÍMA LIGGJANDI Á ÞAKINU... ÞÚ HEFUR EKKERT ÞREK! STATTU UPP! BROSTU! OPNAÐU AUGUN OG SÝNDU SMÁ KRAFT! EKKERT ER VERRA EN KALDHÆÐINN HUNDUR HVERNIG FÆRÐU EIGINLEGA VIÐSKIPTI HÉRNA ÚTI? ÉG AUGLÝSI PYLSUR ÉG SÉ ÞAÐ Á FÖTUNUM ÞÍNUM AÐ ÞÚ ERT KÚREKI GULL- FISKARNIR MÍNIR HEITA HANNAH OG MONTANA ÞAÐ ERU ANSI FÍN NÖFN, ELSKAN EN MUNDU AÐ GULLFISKAR SEM MAÐUR FÆR Í TÍVOLÍINU LIFA OFT EKKI MJÖG LENGI ENGAR ÁHYGGJUR! ÉG ÆTLA AÐ PASSA VEL UPP Á ÞÁ! ÞÚ ÁTT VIÐ „HANN“ AAAHH! MONTANA! VORU MYNDIRNAR Í LAGI? JÁ. AF HVERJU ÆTTU ÞÆR EKKI AÐ VERA ÞAÐ? ÚT AF ENGU... VERTU SÆLL, JAMESON. LÁTTU ÞÉR BATNA ÉG ÆTLA AÐ LÁTA MIG HVERFA ÁÐUR EN HANN ÁTTAR SIG Á ÞVÍ AÐ ÉG SMITAÐI HANN FYRIR UTAN ÞAÐ AÐ KONAN MÍN TÓK ÞÆR Pennavinir óskast ÉG er 35 ára maður, andlega fatlaður með flogaveiki, ég er tón- listarmaður og er að læra á gítar í skóla sem heitir Fjölmennt. Ég á mér marg- vísleg áhugamál svo sem hestamennsku, göngutúra, sund, keilu, pool og að ferðast inn- an- og utanlands. Ég hef áhuga á dýrum, að fara á ströndina, hef gaman af að semja lög og texta, fara á hest- bak og fjölmargt fleira. Ólafur Lárusson Byggðarenda 6 108 Reykjavík olibonus@live.com. Svart seðlaveski SVART seðlaveski með skilríkjum tapaðist fyrir utan Smáralind, lík- lega á stoppistöð fyrir framan versl- unarmiðstöðina 2. mars sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 565-3199 eða 896-8619. Spilavítin, nei ÞAÐ er mikið talað um að koma upp spilavítum, en ég spyr: Er ekki nóg af þessum hörmung- arspilabúllum um allt land? Er ekki nóg að hafa svona spila- horn um allt land til þess eins að plokka peninga af litlum launum öreiga og ellilífeyrisþega? Enginn er svo aura- laus að hann hangi ekki í þessum botnlausu auragleyp- um sem þessir kassar eru. Þeir sem spila vonast alltaf eftir gróða. Kassinn gleypir marga marga þús- undkalla, en stundum fær fíkillinn ekki neitt til baka. Fái hann ein- hverja summu til baka er hann alsæll og sýnir hvað hann vann mik- inn pening. Ég veit að Háskóli Íslands rekur þessa spila- kassa ásamt öðrum, það mætti styrkja hann öðruvísi. Allir þeir sem eru með happdrættismiða hjá Happdrætti Háskóla Íslands styrkja þessa stofnun, það eru nú margir sem þar eru styrktaraðilar þar á meðal ég í háa herrans tíð. Það er pínlegt að sjá fólk, sem kemst varla á milli húsa hanga við kassana í þeirri von að vinna nú nokkra aura. Það sannast þar þetta gamla máltæki: Margur verður af aurum api. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Ást er… … að vera orðlaus. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Magnús Skúlason sendirVísnahorninu bréf með vísu um tafl, en nokkuð hefur verið um slíkar vísur að undanförnu. „Vísuna kenndi mér Ingvar Ás- mundsson, skákmeistarinn snjalli og skólameistari, sem nú er fall- inn frá. Hann mun um skeið hafa kennt við MR, hygg ég. Kennarar tóku stundum „eina bröndótta“ á kennarastofunni til að slaka á að góðum sið. Eitt sinn sátu yfir tafli þeir Sigurkarl Stef- ánsson og kollega hans, Valde- mar (Valdimar?), man því miður ekki föðurnafnið. Einhverjum varð á að ýja að því við þá, hvort sigur í skák- unum væri þeim ekki mikilvægur, líklega fundist þeir fullfrið- samlegir. Þeir kváðu svo ekki vera! Minnir þetta á söguna af því, þegar rússneski stórmeistarinn Boleslavskí kvað nei við, er hann var eitt sinn inntur eftir því, hvort hann tefldi ekki upp á vinn- ing! Nei! Upp á jafntefli þá? Nei, ekki heldur. Þó varla upp á tap!? Nei, hann tefldi nefnilega til að tefla! Nákvæmlega eins og Sig- urkarl og Valdimar. Ingvar Ás- mundsson sagði að nafni sinn, Ingvar Brynjólfsson, þýskukenn- ari, hefði þá kveðið stöku þessa, sem mér finnst býsna skondin: Situr að tafli seggur snjall, sigurmarinn Valdikarl, sigurorð af sér hann ber, sama hvernig skákin fer.“ Að lokum segir Magnús að það standi til að prenta kver með kvæðum og lausavísum Ingvars Brynjúlfssonar. Af þeim síð- arnefndu virðist fáum hafa verið haldið til haga og óskar hann eft- ir ábendingum um slíkar vísur, en póstfang hans er: sisyfos31@gmail.com. Guðmundur Torfason, prestur Hruna, Torfastöðum og víðar, orti á sínum tíma: Heims þótt taflið hérvistar hefti aflið snjóa er það kafli eilífðar undir skafli að gróa. Svo er það vísa Þorsteins Magn- ússonar Gilhaga: Margan hendir manninn hér meðan lífs er taflið þreytt að hampa því sem ekkert er og aldrei hefur verið neitt. Þegar Jónas Jónasson Torfmýri var að tapa skák orti hann: Taflið búið bráðum er, býsna þú ert klókur. Burt er nú af borði hér biskup, frú og hrókur. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Ingvari, skák og sigri Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.