SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 2
2 14. nóvember 2010 Við mælum með ... 16. nóvember Dagurinn er jafnframt afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar og heldur Borgarbókasafn daginn hátíðlegan, með ýmsum hætti. Í Ársafni verður maraþonlestur þar sem gestum og gangandi verður boðið að lesa upp úr sínum uppáhaldsbókum. Þá mun Aðalsafn safna uppáhaldsorðum gesta sinna allan daginn, svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/Kristinn Dagur íslenskrar tungu 16 4-8 Vikuspeglar Nýja Harry Potter-myndin, hvað eru Íslendingar að lesa um á netinu og George W. Bush fjallar um forsetatíð sína í nýrri bók. 21 Snýst um viðhorf en ekki peninga Embla Ágústsdóttir vill stöðva mannréttindabrot og innleiða not- endastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk. 25 Sól, sól skín á mig Helga Steffensen brúðubílstjóri opnar myndaalbúmið. 44 Endurfædd Metropolis Meistaraverk Fritz Lang frá 1927 er nú loks- ins sýnilegt í grennd við upprunalega lengd – 83 árum eftir frumsýninguna í Berlín. 46 Svikin loforð Þegar Bruce Springsteen tók upp Darkness on the Edge of town varð til önnur plata, The Promise. Nú, 32 árum síðar kemur hún loks- ins almennilega fyrir eyru almennings. 47 Tónlist við öll tækifæri Það getur verið bæði hressandi og slakandi að hlusta á tónlist. Tón- listin getur líka virkað eins og tímavél. Lesbók 54 Stórkostlegt skáldverk Bjarni Ólafsson segir erfitt að ímynda sér að betra skáldverk komi út á íslensku á þessari bókavertíð en Hreinsun eftir Sofi Oksanen. 54 Styron og sársaukinn Kolbrún Bergþórsdóttir og Orðanna hljóðan. 55 Hann kallaði okkur trefla! Hugleikur Dagsson á síðasta orðið. 24 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af jólabókunum. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. Augnablikið H ljóðfæraleikararnir eru í svörtum fötum. Ekki vegna þess að þetta sé jarðarför. Þvert á móti, tilefnin ger- ast varla gleðilegri. Þetta kvöld spilar Sinfónían undir Borgarljósum þögla snillingsins Charlies Chaplins. Og þrátt fyrir að Chaplin sé kominn til ára sinna er óvenjulágur meðalaldur í salnum. Það má heyra foreldra í salnum hvísla í lágum hljóðum að börnum sínum til að útskýra framvinduna. En annars er merkilegt hvað myndin, sem er frá árinu 1931, hefur enn mikil áhrif – það streyma tár niður kinnar sumra bíó- gesta, ýmist af hlátri eða einfaldlega vegna þess að sagan er svo hjartnæm. Borgarljósin er auðvitað sígild í sögu kvikmyndanna. Þar spígsporar litli flæk- ingurinn um hvíta tjaldið, sem var að- alsmerki Chaplins, og ratar í ýmis ævintýri – eða hnýtur um þau. Inn í það spila kynni hans af sárafátækri blindri blómasölustúlku og lífsþreyttum breyskum auðkýfingi. Það vita ekki allir að talmyndir voru komnar til sögunnar þegar myndin var gerð. Engu að síður ákvað Chaplin að hafa hana þögla, þar sem hon- um fannst gæði talmyndanna ekki fullnægjandi – og víst er að Borgarljósin hefðu frekar dofnað með tímanum ef hann hefði ekki staðið við sannfæringu sína í þessu efni. Chaplin samdi tónlistina sjálfur í mynd- inni, sem segja má að séu rómantískar ball- öður frá millistríðsárunum. Í þeim sækir hann áhrif til fjölleikahúsa, söngleikja, tangós, spænskrar og írskrar þjóðlaga- tónlistar og verka Vivaldis og Rimsky- Korsakoffs. Það er athyglisvert að Chaplin kunni ekki að skrifa tónlist á þeim tíma sem myndin var gerð, þannig að hann vann með tónsmiðum og flautaði eða söng þá tónlist sem hann vildi koma niður á blað. Það er ekki of seint að drífa sig með krakkana á Chaplin á laugardag í bíó- húsinu, sem Sinfónían yfirgefur bráð- um. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það fer hver að verða síðastur að sækja bíóhúsið og hlusta á Sinfóníuna. Morgunblaðið/Kristinn Ljósin kvikna í borginni 15. nóvember Samfélag Ahmadiyyamús- lima á Íslandi efnir til þver- trúarlegs mál- þings í Norræna húsinu um stofn- endur þriggja af helstu heimstrúarbrögðunum, búddh- isma, kristindóms og íslams. 15. nóvember Alþjóðleg athafnavika hefst en hún byggist á grasrótarfyrirkomulagi, þar sem hver sem er getur gripið tækifærið og tekið þátt á sinn hátt. 16. nóvember Hljómsveit Barða Jóhanns- sonar, Bang Gang, heldur tónleika í Þjóð- leikhúsinu til að fagna nýútkom- inni geislaplötu. www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.