SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 14

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 14
Ragna Ingólfsdóttir er einn efni- legasti badmintonleikari Ís- lands, hún er nú byrjuð að safna sér stigum fyrir Ólympíuleikana 2012 og ætlar sér þá að vera á lista meðal þeirra 50 bestu. Morgunblaðið/Golli R agna Ingólfsdóttir náði þeim góða árangri að komast á Ólympíuleikana í Peking árið 2008 en varð fyrir því óláni að meiðast þar á hné og varð að hætta keppni. Hún fór beint í að- gerð eftir Ólympíuleikana og aðra fyrir ári og er nú aft- ur farin að geta æft og keppt á fullu. „Mér er búið að líða vel núna í góðan tíma. Ég sleit krossband ári fyrir Ólympíuleikana og meiddist síðan á liðþófa í hné á leikunum. Það var því gott að láta laga þetta en svo tekur langan tíma að jafna sig eftir svona aðgerð. Þeir sem hafa farið í slíka aðgerð tala um að það taki tvö, þrjú ár að jafna sig en nú er þetta allt að koma hjá mér. Ég er búin að vera í einkaþjálfun í World Class, sjúkraþjálfun og fara í alls konar nudd og meðferðir. Held að ég sé búin að prófa allt saman og hef náð að byggja mig vel upp,“ segir Ragna. Tveggja ára undibúningur Undirbúningur fyrir Ólympíuleika hefst tveimur árum fyrr og er Ragna því byrjuð að keppa á mótum úti um allan heim og safna sér stigum. Hún byrjaði reyndar aðeins á tímabilinu 2009 til 2010 og náði sér í nokkur mót þá. Hún segir það hafa aðallega verið til að und- irbúa sig eftir aðgerðina. En núna er undirbúningurinn farinn af stað fyrir alvöru og hún reynir að fara á mót einu sinni til tvisvar í mánuði. Það mun hún gera þang- að til Ólympíuleikarnir verða haldnir næst í London ár- ið 2012 en fyrir leikana gilda tíu bestu mót hvers leik- manns yfir eitt ár, frá 1. maí ár hvert. Það hefur gengið mjög vel hjá Rögnu á þeim mótum sem hún hefur spilað á síðan í september. Hún hefur haldið því meðaltali sem hún vill vera með, sem eru í kringum 2.000 stig á mót. Sé hún með það meðaltal er hún meðal þeirra 50 bestu, eða þar sem hún ætlar sér að vera fyrir næstu Ólympíu- leika. Mótin eru úti um allan heim en Ragna hefur reynt að fara aðallega til Evrópu enda er bæði dýrt og tíma- frekt að fara lengra. Hún mun þó líka fara á einhver mót lengra í burtu, til að mynda í Asíu. En er ekki mikið umstang í kringum svona mót? „Jú, þau eru auðvitað mismunandi að styrkleika og eru í sex styrkleikaflokkum þar sem Ólympíuleikarnir og heimsmeistaramót eru efst. Svo eru mót eins og t.d. Aftur upp á sitt besta Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton, stefnir nú ótrauð á næstu Ólympíuleika. Henni hef- ur gengið vel á mótum í haust og stjórnar nú einnig forvarn- arstarfi hjá Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjavíkur (TBR). María Ólafsdóttir maria@mbl.is 14 14. nóvember 2010

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.