SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 19

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 19
14. nóvember 2010 19 Bergur útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum 1995, sama ár og hann eignaðist aðra dóttur sína Urði. Hann var þá tekinn saman við núverandi konu sína, Evu Völu Guðjónsdóttur, sem hann hafði þekkt frá 12 ára aldri og „var þá líka skotinn í henni“. Strax sumarið eftir útskrift fékk Bergur hlutverk í Súperstar í Borgarleik- húsinu og um haustið lék hann í Kardi- mommubænum og Don Juan í Þjóðleik- húsinu. Í kjölfarið var hann fastráðinn þar og starfaði þar næstu fimm árin. „Árið 2000 sagði ég upp í Þjóðleikhúsinu. Ég var ekki alveg sáttur og fannst gert upp á milli manna. Þetta þótti mjög skrýtið og eldri leikarar horfðu á mig í forundran. Við- horfið virtist vera að fyrst maður væri kominn þangað inn ætti maður að vera svo rosalega þakklátur að það kæmi ekk- ert til greina annað en að halda áfram.“ Bergur skrifaði uppsagnarbréfið skömmu eftir að Guðjón Pedersen réð sig sem leik- hússtjóri að Borgarleikhúsinu. „Við Gíó áttum einhverjar taugar saman svo ég vonaði að ég fengi einhver verkefni hjá honum. Það gekk eftir og ég hef verið hér í Borgarleikhúsinu síðan.“ Þó ekki samfleytt, því ári síðar tóku Bergur og Eva sig upp með fjölskylduna og fluttu til Barcelona. „Okkur langaði að vera ár í útlöndum og hugsuðum að nú væri tækifærið. Við drifum okkur því út án þess að vera með neinn fjárhagslegan grunn til þess – það var bara „C’est la vie“ og „Carpe Diem“ og öll hin slagorðin. Eva fór að læra myndlist og ég sat við skriftir sem hafa aldrei farið lengra, en flaug líka heim í ýmis verkefni. Það var m.a.s. flogið með mig heim til að tala inn á teikni- myndina Stuart litla 2 og ég fór líka heim til að leikstýra, til að ná í íslenskan pening til að eyða á Spáni.“ Þrátt fyrir nokkurt streð við að láta enda ná saman segir Bergur tímann á Spáni hafa verið frábæran. „Þetta skipti okkur miklu máli og við rifjum þennan tíma upp með mikilli nostalgíu – hvernig maður fór með stelpurnar í skólann, aðra á bakinu og hina fyrir framan sig á hlaupahjólinu og beið svo eftir þeim á skólalóðinni í hádeginu. Og kynnin af öllu fólkinu sem var þarna. Það var reynsla sem skipti máli.“ Skyndilega erum við trufluð af tveimur dúðuðum túristum sem rangla inn í for- salinn, fullkomlega áttavilltir að sjá. „Where’s the mall?“ spyrja þeir á breiðri amerísku og er elskulega beint í átt að Kringlunni áður en þeir gera sig líklega til að kanna vöruúrvalið í krókum og kimum Borgarleikhússins. Eftir að fjölskyldan snéri heim frá Spáni 2002 hefur Bergur haft ærin verkefni, bæði í Borgarleikhúsinu og þar fyrir utan. Margir þekkja trúðinn Úlfar úr verkum á borð við Dauðasyndirnar og Jesú litla sem er aftur kominn á svið, en Bergur er einn höfunda beggja sýninganna. „Þótt frelsið sé mikið í trúðleiknum byggist hann á al- gjörum sjálfsaga,“ segir Bergur. „Regl- urnar eru í raun einfaldar – að horfa alltaf til áhorfenda, taka þrjár sekúndur í að hugsa sig um áður en maður bregst við, gefa þeim athyglina sem er með hana og halda ekki athygli áhorfenda nema að hafa eitthvað markvert að segja. Þetta er mjög krefjandi en um leið ákaflega frelsandi því reglurnar losa mann við allt bullið – það þarf engin öskur eða læti, ekkert ofbeldi til að fá þetta fram.“ Bergur hlær. „Sumt minnir næstum á Hjallastefnuna; maður grípur ekki fram í fyrir öðrum, bara réttir upp hönd og segir svo bara „kæra vin- kona“, allt með mikilli gæsku og kær- leika.“ Trúðarnir löglegir innflytjendur Trúðarnir bregða sér í ýmis hlutverk. „Í Jesú litla leik ég m.a.s. trúð sem síðan leikur trúð sem síðan leikur hlutverk. Áhorfandann fær að sjá glímu trúðsins við hlutverkið og mistökin, sem eru iðulega stórkostleg. Það er fær hann ekki að sjá hjá leikara á hefðbundnum leiksýningum. Trúðurinn upplifir líka allt stórt. Ann- aðhvort er heimurinn stórkostlegur eða trúðurinn er ótrúlega sorgmæddur yfir einhverju. Það er engin hálfvelgja, hann hefur þetta barnshjarta og er tilbúinn að gera allt fyrir áhorfandann sem gerir trúð- inn ómótstæðilegan. Áhorfandinn er líka alltaf til í að fyrirgefa honum og sam- þykkja að trúðurinn sé kannski ekkert rosalega góður leikari. Þetta er svolítið eins og að horfa á börnin sín.“ Trúðarnir hafa slegið í gegn og sópað að sér verðlaunum, bæði Grímunni og menningarverðlaunum DV. „Það nærir egóið,“ segir Bergur og skellir upp úr þeg- ar þetta ber á góma. „Við Dóra [Halldóra Geirharðsdóttir] erum búin að vera með Barböru og Úlfar frá 1995 í hinum ýmsu verkefnum, alltaf að róa með þetta sem hliðarverkefni í okkar eigin frítíma. Með Dauðasyndunum fengum við loksins full- gilda uppsetningu, með æfingartíma, leik- stjóra og náðum til fleiri áhorfenda. Með Jesú litla má segja að þetta trúðboð okkar hafi náð ákveðnum árangri – verðlaunin eru í raun umbun fyrir úthaldið. Trúðarnir hafa loksins hlotið sinn sess og eru orðnir löglegir innflytjendur á Íslandi.“ Önnur verðlaunasýning sem Bergur á ríkan þátt í er barnaverkið Horn á höfði, sem GRAL (Grindvíska atvinnuleikhúsið) setti upp í Grindavík síðasta vetur og gengur nú í Borgarleikhúsinu. Bergur skrifaði verkið ásamt Guðmundi Brynj- ólfssyni og leikstýrði því en sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta leiksýning ársins. Sýningin er sprottin beint upp úr grindvískri náttúru. „Við drögum upp kort af landi Grindavíkur og staðsetjum bæði Kistufell með kistunni og Festarfjall þar sem er festi sem þarf að fara í kistuna. Járngerður og Þórkatla sem hverfin í Grindavík eru nefnd eftir koma líka fyrir í verkinu og takast á. Við notum hugarheim barnsins og tengjum hann við umhverfi okkar og sögu, hvernig það var að leika sér úti í hrauni í Grindavík í æsku.“ Eva, kona Bergs, gerði leikmynd og búninga í sýningunni svo á tímabili var fjölskyldan öll undirlögð vegna uppsetn- ingar sýningarinnar. „Stundum þolir leik- myndahönnuðurinn ekki leikstjórann og maður reynir bara að greina þarna á milli. En uppsetning á verki eins og Hornum á ’ Ég var svo meðvirkur að þegar ég fór á svið var ég að reyna að sjá inn í haus- inn á 500 manns úti í sal til að kanna hvort þeim líkaði ekki örugglega við mig. Morgunblaðið/Eggert „Mín ástríða er að segja sögur, helst með kær- leika,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, sem tekst á við stór verkefni í leik, skrifum og leikstjórn um þessar mundir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.