SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 22

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 22
22 14. nóvember 2010 geri. Ég er ekki þarna til að sýna hlustendum hvað ég sé gáfaður, hvað ég hafi mikla reynslu eða kunni mörg flott orð. Uppskeran er að ég á í góðu sambandi við hlust- endur sem oft hringja í mig eins og við séum alda- vinir, þótt ég þekki hvorki haus né sporð á viðkom- andi. Sumir skamma mig, sem er gott ef það er réttmætt, aðrir segja mér til, sem ég er þakklátur fyrir, og nokkrir hrósa mér og þá fer ég í flækju.“ Þeir sem hlusta á þig fá á tilfinninguna að þú vitir margt. Lestu mikið? „Ég horfi mikið á fræðsluefni og les heilmikið. Er kannski með fjórar bækur í takinu í einu, yfirleitt mjög ólíkar, og þær liggja við hliðina á mér í rúminu þar sem aðrir menn hafa konurnar sínar. Ég er reyndar með snert af lesblindu og ritblindu líka. Það er í rauninni makalaust að vera haldinn þessum kvillum í mínu starfi, því bæði þarf maður að lesa mikið og hratt og skrifa hratt, helst rétt. Þetta háir mér eitthvað því ég þarf meiri tíma en margir í að lesa og skrifa, en ég þekki ekkert annað.“ Lygin er orðin viðtekin Segðu mér aðeins frá uppruna þínum, hvaðan ertu? „Ég fæddist í sveit fyrir austan Selfoss. Ég var krakki í stórum systkinahóp og damlaði þarna innan um allt liðið. Ég bjó í sveitinni til átta ára aldurs þeg- ar ég flutti á Selfoss. Það var gott að vera barn í sveit og ég á þar alltaf rætur. Selfoss var líka skemmtilegur staður, allir voru að vinna sig upp og fólk hjálpaðist mikið að. Samfélagið var ákaflega geðugt og ég á ekkert nema góðar minningar þaðan.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? G issur Sigurðsson hefur verið fréttamaður í fjóra áratugi. Síðustu fjórtán árin hefur hann unnið á Stöð 2 og kemur reglulega fram í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Hann vaknar klukkan hálffimm á morgnana alla virka daga. „Ég kann mjög vel við þetta fyr- irkomulag,“ segir hann. „Ég vakna hálffimm og vinnutími er til hádegis, þá fæ ég mér snarl, fer svo heim og tek mér beauty-blund í fjörutíu og fimm mínútur. Þess vegna er ég svona fallegur.“ Er ekkert einmanalegt að vakna svona snemma? „Þegar ég vakna á þessum tíma held ég stundum að ég sé flugfreyja. Annars er ég einn í heiminum og svo einn að ef ég er þungur eða slappur þegar ég vakna þá get ég ekki hringt í vinnuna og sagst vera veikur því það er enginn í vinnunni fyrr en ég kem þangað. Það er yndislegt að keyra í vinnuna, það er enginn fyrir mér og ég hef góðan tíma til að hugsa.“ Þú þykir hafa sérstakan stíl sem fréttamaður, hvernig myndirðu lýsa þessum stíl? „Ég velti engum stíl fyrir mér. Það skiptir mig mestu að vera góður, hjálplegur og gagnlegur við fólkið sem hlustar á mig. Ég reyni að hafa texta minn nógu skýran og einfaldan og skreyti aldrei með kjánalegum fræðiyrðum. Þegar ég er að skrifa textann er ég allan tímann að hugsa hvernig hann hljómi þegar ég segi hann við einhvern. Hlustandinn þarf að geta numið hann um leið og þess vegna þarf þráð- urinn að vera hárréttur og allt þarf að vera tært. Stundum kemur fyrir, þótt ég hafi verið þokkalega ánægður með textann þegar ég skrifaði hann, að ég breyti honum í lestrinum til að hann verði enn skýr- ari. Virðing mín fyrir hlustendum ræður öllu sem ég „Ég var aldrei viss um það en Jóhann heitinn Hannesson, skólastjóri í Menntaskólanum á Laug- arvatni, hitti á það. Hann bauð mér eitt sinn inn í skólastjórabústað í kaffi. Ég hélt að nú væri eitthvað illt nærri, en þá fór hann að spjalla og spurði hvað mig langaði til að verða. Ég sagðist ekki geta nefnt neitt. Hann nefndi ýmsar greinar og ég sá svo sem möguleika í þeim öllum, en langaði ekki sérstaklega að leggja neitt þessara faga fyrir mig. Eftir nokkra stund sagði þessi glöggi maður: „Gissur, ég held að þú verðir eins konar fjölfræðingur.“ „Hvað er fjöl- fræðingur?“ spurði ég. Hann svaraði: „Það er maður sem veit lítils háttur um ógurlega margt en ekki mik- ið um neitt.“ Og veistu, þetta er ég, alveg lifandi kominn. Ég er svo forvitinn að ég get ekki fest mig við neitt eitt og grafið mig ofan í það. Ég þarf alltaf að vita meira um hitt og þetta.“ Hvernig byrjaðirðu í fréttamennsku? „Það var fyrir tilviljun. Ég var byrjaður í flugnámi og átti helming í gamalli flugvél. Mér fannst eðlilegt að vinna með námi og ég fékk starf á Alþýðublaðinu hjá Gísla J. Ástþórssyni sem var merkilegur maður og vel að sér í blaðamennsku. Blaðamennskan gagntók mig strax. Ég hóf vinnu sama daginn og Sigtryggur Sigtryggsson sem nú vinnur á Morgunblaðinu. Í ár eigum við Sigtryggur fjörutíu ára starfsafmæli og við héldum upp á það fyrir nokkrum vikum með því að fara saman tveir að borða. Við borðuðum að sjálf- sögðu á 101 því að í því húsi var Alþýðublaðið í gamla daga.“ Hvernig finnst þér þróunin í fjölmiðlum hafa ver- ið á þessum áratugum? „Versta þróunin sem ég hef séð er að lygin er orðin Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Einskonar fjölfræð- ingur Gissur Sigurðsson fréttamaður er hoppandi hamingjusamur þótt hann þreytist stundum á að tala við búktal- ara. Hann segir að virðing við hlust- endur ráði öllu sem hann geri. Hann hefur engan áhuga á að verða frétta- stjóri og segir metnaðinn felast í því að verða betri fréttamaður. Gissur Sigurðsson: Metnaður minn felst í því að vilja vera góður fréttamaður. Það nægir mér.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.