SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 39
14. nóvember 2010 39 Helgi Ingólfsson sendi frá sér vin- sæla bók á síð- asta ári sem gerist 1874. Í Runukrossum erum við aftur á móti komin fram til 2141. Spurt er: Varstu búinn að fá nóg af gamla tímanum? „Af og frá að ég hafi fengið nóg af gamla tímanum – ég á eftir að heimsækja hann aftur á komandi árum. En þótt tvær síðustu bækur mínar gerist á afar ólíkum tímum, eru þær skyldar að því leyti að önn- ur fer um 140 ár aftur á bak og hin um 140 ár fram í tímann – ég vildi gefa eins konar „spektrum“ á það hversu mikið Íslandssagan gæti mögulega breyst á tæpum 300 ár- um. Ef við miðum við okkar tíma og förum aftur í Íslandssögunni um samsvarandi tímabil, tæpar þrjár aldir, til um 1730, þá væri stóra- bóla yfirstaðin fyrir ekki margt löngu, kaupsvæðaverslunin (harð- asta form einokunarverslunar) væri enn við lýði og ennþá vantaði rúma hálfa öld upp á að móðu- harðindi og Skaftáreldar dyndu á þjóðinni. Hefði Íslendingur um 1730 getað gert sér í hugarlund hvernig umhorfs yrði á Íslandi árið 2010? Með því að fara þessa leið í skáldsagnaritun er ég í raun að setja fram spurninguna: Hefði Ís- lendingur um 1870 getað gert sér í hugarlund þá framtíð, sem ég lýsi fyrir honum um 2140 – framtíð- arsýn sem ég tel ekki með öllu ósennilega miðað við forsendur dagsins í dag?“ Helgi Ingólfsson Fram og aftur Hryggjarstykki í smásagnasafni Óskars Magn- ússonar, Ég sé ekkert svona gleraugnalaus, er saga af blokk og íbúum hennar. Spurt er: Langaði þig ekkert til að fara lengra með blokkarsöguna, leyfa henni jafnvel að af leggja bókina undir sig? „Það kom til álita að meðhöndla hana öðruvísi og mér skilst reyndar á mér fróðari útgefendum að það megi vel gera það enn. Kannski reynir á það.“ Óskar Magnússon Blokkin hryggjarstykki Í skáldsögu Sig- urjóns Magn- ússonar, Útlög- um, segir frá íslenskum ung- mennum sem halda til Austur- Þýskalands í nám á sjöunda áratugnum, sum uppnumin af sósíalismanum, en önnur ekki eins hrifin, enda veruleikinn þar austur frá annar en glansmyndin gaf til kynna. Fljótlega fara náms- mennirnir að takast á á pólitískum og býsna ævintýralegum nótum. Spurt er: Er það sönn saga? „Hvað skyldi nú vera sönn saga? Það sem ég skrifa þarna um misklíð Íslendinganna í Leipzig er ekki sannleikanum samkvæmt í þeim skilningi að ég haldi því sam- viskusamlega til haga sem á sín- um tíma gerðist í námsmanna- hópnum. Ég nýti vissulega sumt sem ég veit en vík þó hiklaust af vegi sannleikans þegar það þjónar sögunni og því sem henni er ætlað að fást við – sem á vel að merkja ekkert skylt við sagnfræði. En von- andi er þarna sannleikskjarni, eða eigum við ekki að trúa því að skáld- skapurinn sé ekki síðri leið en hver önnur til að komast að kjarna málsins um liðna tíð?“ Sigurjón Magnússon Sönn saga? Í bók sinni Blóðhófni yrkir Gerður Kristný upp úr hinum fornu Skírnismálum um jötunmeyna Gerði Gymisdóttur sem Skírnir sótti til Jötunheima handa Frey húsbónda sínum. Í bókinni hefur Gerð- ur tálgað svo ljóðsöguna og slípað að það eru ekki eftir nema örfá orð á hverri síðu. Spurt er: Þú hef- ur ekki óttast að slípa svo að ekkert væri eftir nema þögnin? „Nei.“ Gerður Kristný Tálgað og slípað SPENNA OG DRAMATÍK „Ég var sjö ára þegar ég ákvað að drepa mömmu . . .“ Þannig hefst þessi spennandi og heillandi saga um Evu sem neyðist til að gera upp erfiða fortíð. Það sem mér ber er án vafa besta glæpasaga Anne Holt. Tone Solberg, Dagens Næringsliv Ótrúlega spennandi, óhugnanleg og einstaklega grípandi saga. Anne Schäffer, Bergens Tidende Raunsæ, áhrifamikil og feikilega vel skrifuð glæpasaga sem hefur náð vinsældum um allan heim. . . . dásamleg eins og dökkt súkkulaði. Nerikes Allehanda Höfundur sýnir slíkt öryggi í stíl og byggingu að jaðrar við fullkomnun. Dagens Nyheter salka.is • Skipholt 50c • 105 Reykjavík

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.