SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Qupperneq 44
44 14. nóvember 2010 H in vísindaskáldsögulega Metropolis, eftir Þjóðverjann Fritz Lang (1890-1976), er eitt umræddasta og eftirapaðasta stórvirki frá tímum þöglu myndanna. Þetta margslungna tímamótaverk sem breytti kvikmyndasögunni, hefur orðið æ leyndardómsfyllra með hverju árinu sem líður. Það stafar að hluta til af því að myndin hefur ekki verið sýnd í þeirri lengd sem leikstjórinn ákvað allt frá frum- sýningunni í Berlín árið 1927. Þýska kvikmyndaverið UFA stytti þessa metnaðarfullu líkingafantasíu Langs skömmu eftir að hún var sett í dreifingu og bandaríska útgáfan (sem var dreift af Paramount), var stytt um klukkustund til viðbótar, endurskrifuð á afgerandi hátt og textaspjöldunum breytt frá frumgerð leikstjórans. Alla tíð síðan hafa nýir filmubútar verið að koma fram í dagsljósið og nýjar endurbættar útgáfur, þannig að myndin hefur verið að „yngjast“ með árunum. Árið 2008 fannst í Buenos Aires Museo del Cine, lítið stytt og heillegt eintak og „ný“ Metropolis var sett sam- an úr þessari gersemi og var prufukeyrð í vetur á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Þessi útgáfa „í fullri lengd“, er 25 mínútum lengri en síðasta endurreisn, sem er frá 2001, og mun standa New York-búum til boða næstu vikurnar. Um helgina verður hún gefin út á DVD og Blue-ray. Myndin er sýnd í hinu sögufræga og ald- urhnigna Zigfield-kvikmyndahúsi, sem enn stendur óbreytt í hjarta leikhúshverfisins á Manhattan og vand- fundinn heppilegri staður til að hýsa verkið – opnað á sama ári og upprunaleg útgáfa Langs var frumsýnd. Nýjasta útgáfan var unnin af F.W. Murnau-stofn- uninni í Þýskalandi og þykir ganga kraftaverki næst hvað útlitið snertir, þó greina megi óhjákvæmilegar, nettar skeytingar og annmarka á eintakinu. 16 mm rammarnir eru mattari og upprunalegri en aðrir hlutar myndarinnar og þeim sýnilegir sem séð hafa eldri út- gáfur verksins. Ber flestum saman um að sjónræna upp- lifunin sé til muna heilsteyptari og komi enn betur til skila margbrotinni sögunni og undirstriki meginboð- skapinn. Nýjasta útgáfan býður jafnframt upp á aukna innsýn í sköpunarheim snillingsins. Háleitur andi Metropolis er ekkert nýnæmi þeim sem séð hafa eldri útgáfurnar og muna hvernig verksmiðjan gleypir og losar sig við verkalýðinn og upphafningu hinnar goðumlíku Maríu, vélmennisins og kyntáknsins, sem er leikið af Weimar-stjörnunni Birgitte Helm. Snilligáfa leikstjórans er sögð komast einstaklega vel til skila í nokkrum nýjum atriðum. Yfirbragðið und- arlega grimmt og tilfinningaþrungið og mun þessi útgáfa meistaraverksins bæta umtalsvert við hástemmt dram- að, en meðal atriðanna sem fundust eru snilldarlega sviðsett átök og upphlaup. Þó svo að Metropolis sé löngum talin með horn- steinum vísindaskáldsögulegra kvikmynda þá hefur hún alltaf verið annað og meira en kvíðaþrungin og íhugul rannsókn á ómennskum afleiðingum tæknivæðing- arinnar. Hin sérstaka og félagslega flækja sem ríkir í hinni ímynduðu stórborg, helst í hendur við sál- fræðilegan margbreytileika aðalpersónanna. Einkum feðganna Johns og Freders, svo ekki sé minnst á Rotw- ang, uppfinningamanninn hatursfulla. Megináherslur Metropolis eru óbreyttar, jafnvel enn beinskeyttari. Vandamálið, rætur Metropolis, er ekki græðgi vélbúnaðar iðnaðarkerfisins, heldur hinn rudda- legi ójöfnuður sem knýr hann áfram. Verkamennirnir strita í myrkrinu undir yfirborðinu á meðan börn for- réttindastéttarinnar ærslast yfir höfðum þeirra. Útlit Metropolis er táknrænt og glæsilegt í öllum sínum ex- pressjónisma, en það sem hún afhjúpar er jafn ógeðfellt og raunsætt og árið 1927. Metropolis er margslungið tímamótaverk sem breytti kvikmyndasögunni. Endurbætt og endurfædd Metropolis Meistaraverk Fritz Lang frá 1927 er nú loks sýni- legt í grennd við upprunalega lengd – 83 árum eftir frumsýninguna í Berlín 1927. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is ’ Ber flestum saman um að sjón- ræna upplifunin sé til muna heilsteyptari og komi enn betur til skila margbrotinni sögunni og undirstriki meginboðskapinn. Stafræna tæknin hefur galopnað kvik- myndahúsin til allra átta, með því að nýta tilkomu hennar, netsins, gervi- tunglasendinga og annarrar hátækni er að hefjast bylting sem við sjáum ekki fyr- ir endann á. Það voru Sambíóin sem riðu á vaðið þegar þeir hófu óperu- og leikhússýn- ingar utan úr heimi á síðasta ári. Þeir renndu blint í sjóinn en tilraunin tókst með þeim ágætum að þær eru orðnar fastur liður í starfseminni. Gestum stendur til boða að kaupa afsláttarpassa á sýningarnar eða á einstakar sýningar en sætin eru númeruð líkt og tíðkaðist fram eftir síðustu öld. Með tilkomu digitalsins í kvikmynda- húsum þá eru einnig að bætast við ým- iskonar viðburðir og raunhæft að sýna eina til tvær sýningar á efni sem myndi annars ekki bera sig í sýningum í kvik- myndahúsi vegna kostnaðar við filmupr- intin. Bíóin gerðu m.a tilraun fyrir skömmu að sýna gamla tónlistarmynd með Rolling Stones og þá voru sýndir tónleikar með Bon Jovi núna í vikunni. Undirstaðan er og verður leikrit í The National Theatre í London og óperu- uppfærslur frá The Metropolitan óp- erunni í New York. Þetta er mikilvæg og athyglisverð viðbót við hinar hefð- bundnu kvikmyndasýningar bíóanna og hafa gestir tekið því fegins hendi að fá að njóta þess sem er að gerast í frægustu leikhúsum og óperuhúsum heimsborg- anna. Næstu óperusýningar Sambíónna verða sem hér segir: Í kvöld (13.11.), verður sýnt frá Met- ropolitan-óperunni, hin gamansama Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti, en hún var fyrst flutt árið 1843 í Comédie- Italienne í París. Anna Netrebko er mætt aftur með frábæra túlkun á Norinu í þessum fágaða gamanleik í bel canto- fagursöngstílnum. Mótleikarar hennar eru Matthew Polenzani, Mariusz Kwie- cien og John Del Carlo í titilhlutverkinu. Tónlistarstjóri er James Levine. 11. 12.: Don Carlos eftir Verdi. Það er enginn annar en breski sviðs- og kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Hytner (The Madness of King George, The Hi- story Boys), sem stýrir þessari nýju upp- færslu á Don Carlos. Hytner þreytir frumraun sína fyrir Metropolitan með þessari dýpstu, fallegustu og metn- aðarfyllstu óperu Verdis. Roberto Alagna fer fyrir leikhópnum en Ferruccio Furl- anetto, Marina Poplavskaya, Anna Smirnova og Simon Keenlyside fara einnig með stór hlutverk. Yannick Nézet- Séguin stjórnar hljómsveitinni eftir glæsilega frammistöðu í Carmen. 8.01. 2011, er komið að La Fanciulla del West, eftir Puccini. Þessi ópera Puccinis úr villta vestrinu var heimsfrumsýnd í Metropolitan árið 1910 og verður nú sett upp aftur í tilefni aldarafmælisins. Bandaríska dívan Debo- rah Voigt fer með hlutverk „stúlkunnar frá gyllta vestrinu“ og hitt aðalhlutverkið er í höndum Marcellos Giordani. Hljóm- sveitarstjórinn er Nicola Luisotti. Á meðal viðburða sem hafa verið sýnd- ir í beinni útsendingu yfir gervihnött eru tónleikar með söngvaranum Robbie Williams, hljómsveitinni Metallica, að ógleymdu kvöldi þar sem flutt voru verk eftir meistara Ludwig van Beethoven. Beinar útsendingar af fótboltaleikjum og aðrir viðburðir úr íþróttaheiminum eiga greiða leið inn á hvíta tjaldið, mögu- leikarnir eru nánast ótæmandi. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndafréttir Tækifærin skapast með tækninni Anna Netrebko í essinu sínu. Jon Bon Jovi hress að vanda. Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.