SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 51

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 51
14. nóvember 2010 51 verkum,“ segir Ásdís. „Olíumálverkin eru allt í kring, á stóru veggjunum. Þar eru nokkrar syrpur þar sem línan er mjög mikilvæg. Karl var meistari í teikningu og línan gegnumgangandi mótíf hjá hon- um. Karl lagði alltaf mikla áherslu á teikni- kunnáttu; þegar hann var á Akademíinu lagði hann um leið stund á nám í einka- skóla þar sem hann teiknaði eftir af- steypum í tvo vetur. Hann vildi öðlast vald á teikningunni – og gerði það svo sannarlega. Verkin upp úr miðjum átt- unda áratugnum byggjast á samspili línu og litar. Ég reyni að setja sýninguna þannig upp að fólk geti fylgt þróuninni á þessum merkilega ferli.“ Engar náttúrutengingar Karl fann snemma sína leið í abstraktlist- inni. Hvað er ólíkt með honum og sam- tímamönnum hans hér á þeim vettvangi? „Karl var góður vinur Þorvaldar Skúlasonar, Guðmundu Andrésdóttur og fleiri sem voru í Septem-hópnum; þar var sterkur hópur sem hélt saman. Starfs- og andansfélagar,“ segir Ásdís. „En Karl heldur sig algjörlega í hinu óhlutbundna, ólíkt Þorvaldi til dæmis, er hann ekki með neinar náttúrutengingar. Hann sagði reyndar sjálfur að hann hefði trúlega málað mest með bláa litnum og það kynni að vera vegna þess að hann ólst upp í Skerjafirðinum með þennan mikla bláa lit hafsins fyrir augunum – en um leið er hann ekki með beinar nátt- úruvísanir. Hjá Karli gerist málverkið á myndflet- inum; formið, liturinn og línan skipta sköpum, og það sem gerist í samspili þessarra þátta er aðalmálið. Karl gerði aldrei undirbúningsteikn- ingar heldur tókst á við strigann, teikn- aði á hann, málaði og svo stýrði það sem gerðist á striganum ferlinu. Hann talar sjálfur um hið óvænta og ævintýrið sem gerist í þessu ferli. Hann teflir til að mynda gjarnan vísvitandi saman and- stæðum litum, eins og appelsínugulu og fjólubláu, til að skapa andstæður og spennu. Þverstæður eru eitt af einkennum list- ar Karls. Geómetrían stangast á við hina klassísku hefð sem má tengja hann við. Þessir hreinu fletir, og þetta hreina yf- irborð, stangast á við ljóðræn formin og að vissu leyti sjálfsprottin vinnubrögð. Mörg verkanna líta út fyrir að vera míni- malísk, nokkrar línur á fletinum, en þeg- ar maður fer að rýna í verkið þá sjást alls- kyns undirlög og líf í þessum fleti, sem reynist ekki eins hreinn og virðist við fyrstu sýn. Þetta er djúpstæð list og heillandi. Karl var sjálfur flókinn per- sónuleiki og það kemur allt fram í þess- um fínu verkum. Mér finnst Karl nokkuð tímalaus í list- inni. Hann er í sínu. Fyrstu abstrakt- verkin eru mótuð af tíðarandanum en síðan vinnur hann sig áfram og inn í eitt- hvað sem er hans eigin tjáning og hefur ekkert með neina tísku að gera. Verkin eru svo sterk og heil og standast af- skaplega vel tímans tönn. Ég held að ungt fólk í dag eigi eftir að uppgötva ýmislegt hjá Karli sem það ekki þekkti.“ Vegleg bók um list Karls kemur út Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók um Karl Kvaran prýdd fjölda mynda af verkum listamannsins. Höfundar greina í bókinni eru Arthur C. Danto, sem er einn þekktasti fagurfræðingur samtímans, Ásdís og Halldór Björn Run- ólfsson safnstjóri. Er þetta fyrsta bókin sem kemur út um list og feril Karls. ’ Karl var mjög kröfuharður hvað útkomu verkanna varðaði og vann sum verk upp aftur og aftur. Í mörgum má greina mörg lög, það glittir í liti og línur sem hann hefur málað yfir. Sum verkin var hann að mála í mörg ár. Hann vann venjulega að mörgum á sama tíma en hætti ekki fyrr en hvert verk var örugglega tilbúið, enda er útkoman venju- lega afskaplega sterk. Snerting, olímumálverk eftir Karl Kvaran frá árinu 1974. Orka, olíumálverk frá 1979. Karl Kvaran á sýningu sinni árið 1971. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.