Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 8

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 8
8 SKÓLABLAÐIÐ Félag framhaldsskóla: Mistök frá upphafi Landssamband mennta- og fjöl- brautaskóla, skammstafað LMF, dó drottni sínum fyrir nokkrum árum. Skólar sáu enga ástæðu til að byggja undir það félag að nýju, — því hefði hvort eð er ekki tekist að koma fram hagsmunamálum skól- anna, svo sem var heilög köllun félagsins. Það var orðið bákn og óþarfa ok á herðum nemendafé- laga um allt land. Fé, sem skólarnir veittu til þess, skilaði sér aldrei. Einu skólarnir sem vildu halda LMF gangandi voru þeir, sem áttu full- trúa í stjórninni, — og þó ekki allir. Um þessar mundir er sagan að endurtaka sig. Af blendnum huga lagði ég blessun yfir að Menntaskól- inn í Reykjavík tæki þátt í stofnun Félags framhaldsskóla, sem vera átti hagsmunafélag nemenda. Það kom síðar í ljós, að gallar LMF færð- ust yfir á hið nýja félag. Tel ég, undir- rituð, að grundvöllur sé ekki fyrir sameiginlegum hagsmunasamtök- um framhaldsskólanemenda. Öðru vísi horfir í sameiginlegum fyrir- tækjum, svo sem Útrás og MORFÍS. En það virðist ekki umflúið að blanda pólitík inn í samtök, sem FF. Það hefur alltént ekki tekist áður og svo sannarlega ekki nú. Því er ekki að neita, að aðgerðir og ályktanir, sendar frá LMF í eina tíð, hafi verið vinstri sinnaðar. Það fer enginn í grafgötur með, að FF hafi dregið taum Alþýðubandalags- ins og annarra vinstri afla í kennara- verkfallinu nú nýverið. Það vita allir, sem fylgst hafa með, að þá gullin tækifæri hafa gefist til að koma á framfæri sameiginlegum óskum nemenda, hafi formaður FF nýtt það, til að koma eigin skoðunum og fylkingarinnar til alþýðu, í nafni framhaldsskólanemenda, amen. Þegar formaður FF, sem kom fljúg- andi frá Akureyri til þessara sér- stöku erindagjörða, að afhenda undirskriftalista nær 5 þúsund nemenda, þar sem þess var æskt við ríkisstjórn, að samningar tækj- ust sem fyrst, lét hann í það skína í ávarpi sínu í sjónvarpi, að þessi fjöldi nemenda hefði ritað undir ályktun FF. Sú ályktun hafði allt aðra hljóðan, svo sem ég kem að síðar. Meðal annars af þessum sökum dró Menntaskólinn í Kóþa- vogi sig í hlé og vildi ekki taka þátt í aðgerðum FF varðandi verkfallið. Og mér var ekki ljúft að bendla nafn MR við yfirlýsingar formanns FF og mótmæla- og kröfuaðgerðir hans. Við verðum að gera okkur ljóst, að með þátttöku okkar í Félagi fram- haldsskóla, eftir að keyrði um þverbak, öxlum við ábyrgð. Hvort sem við kærum okkur um eður ei. Nemendur í MR eru ábyrgir fyrir því, að haldinn var baráttufundur á Lækjartorgi fyrir Alþýðubandalagið og kennara gegn ríkisstjórninni. Nemendur í MR eru ábyrgir fyrir því, að ályktun í nafni félagsins vargefin út, sem studdi kröfur kennara ein- hliða gegn ríkisstjórninni. Ég vil að lokum benda á, að um leið og ég sá hættuna, lagði ég til að Menntaskólinn í Reykjavík drægi sig úr samstarfi við þessi pólitísku öfl, líkt og MK, meðan á verkfalli stóð. Skoðanir mínar hlutu ekki hljómgrunn og því er þessi grein skrifuð, að gera opinbera mína hug- mynd um FF. Ég gerði mér ljóst, að Félag fram- haldsskóla, í sinni núverandi mynd, voru mistök frá upphafi. Sorgarsaga LMF er að endurtaka sig. Grípa verður í taumana og leiða félagið inn á farsælli brautir áður en það er of seint. Samskipti og sam- vinna skólanna er af hinu góða. Pólitík veldur ávallt árekstrum og spillir. Ragnheiður T raustadóttir, Inspector Scholae.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.