Skólablaðið - 01.03.1987, Side 15
SKÓLABLAÐIÐ 15
Vinátta
Smásaga eftir Elsu Valsdóttur
Þegar ég var íítil fórum við
mamma oft í heimsókn til aldraðrar
frænku minnr úti á ianöi á sumrin og
um páskana. Hún bjó töluvert fyrir
utan bæinn í litlu húsi með klósetti í
kjallaranum. Þangað niður lá brattur
stigi; ryk og köngulóarvefir þöktu
alla ósnerta fleti og ég var alltaf
dauðhrædd við að fara þangað
niður en lét mig þó hafa það.
En frænka mín bjó ekki ein í firðin-
um. Þar voru nokkur önnur hús og í
einu þeirra var telpa á mínum aldri.
Við urðum fljótlega mestu mátar og
undum okkur vel í fábreytni sveita-
lífsins. Faðir hennar sótti vinnu inn í
bæinn enda átti hann fyrir stórum
barnahópi að sjá en móðirin var
heima við sökum lasleika. Bærinn
var sjávarpláss og skemmtanahald
þar oft og tíðum óheflað en aldrei
varð ég vör við óreglu á heimili vin-
konu minnar. Hún var yngst syst-
kinanna, dökkhærð með djúpblá
augu og svo saklaus að ég, borgar-
barnið, gat oft talið henni trú um
ótrúlegustu hluti þótt ég skammað-
ist mín jafnan eftir á og tæki aftur
lygisögurnar.
Vissulega kastaðist stundum í
kekki okkar í milli en því fylgdu
jafnan Ijúfar sættir eins og gengur
og gerist. Við brölluðum margt
saman og vísast fengi hún frænka
mín fyrir hjartað ef hún frétti sumt af
því. Ég held þó að hún hafi oft séð til
okkar þegar við vorum að leik í
garðinum og rændum rabarbara og
klifruðum í trjánum þótt hún segði
aldrei neitt. Við undum okkur lengst
af í fjörunni og komum oft heim
holdvotar eftir háskalega leiðangra
eða áflog. Þegar ég var fyrir sunnan
skrifuðumst við á um allt sem við
ætluðum að gera, þegar ég kæmi
aftur, og allt sem við höfðum gert.
En þegar árin liðu fækkaði bréfun-
um. Smástelpan ég varð unglingur-
inn ég sem hafði margt betra við
tímann að gera en skrifa ein-
hverjum krakka sem varla gat
skrifað nafnið sitt rétt.
Eitt sumarið kom hún svo suður í
heimsókn og ég skammaðist mín
fyrir hvað þessi trygga og einlæga
vinkona mín varsveitaleg og barna-
leg. Börn eru svo miskunnarlaus og
ég gerði mér enga grein fyrir því
hye djúpt ég særði hana. Upp frá
þessu fóru aðeins einstaka bréf á
milli, alltaf þvinguð og full af
uppgerð.
Svo var það sumarið sem við
vorum fimmtán ára að ég hitti hana
aftur. En þetta var ekki sama
stúlkan og ég hafði þekkt sem barn.
Hún var eitthvað svo fjarlæg og það
fór ekki mikið fyrir lífsgleðinni sem
áður var svo rík í fari hennar. Loks
sagði hún mér að hún héldi að hún
væri ófrísk eftir 38 ára gamlan
mann úr bænum sem þegar var
giftur og þriggja barna faðir. Á ein-
hvern hátt fannst mér þetta vera
mér að kenna. Hún hafði alltaf litið
svo upp til mín og treyst mér fyrir
öllum vandamálum sínum þótt ég
ætti það traust síst skilið. Og ég hafði
brugðist henni. Og ég skammaðist
mín, — í þetta skipti ekki fyrir hana
heldur sjálfa mig. Ég hafði metið
stundarkynni meir en sanna vináttu
og hið eina, sem ég gat gert, var að
biðja þess að enn væri ekki of seint
að brúa bilið sem myndast hafði á
milli okkar. Þegar ég frétti svo hjá
frænku minni nokkrum vikum síðar
að vinkona mín hafði verið lögð inn
á spítala vegna „bólgu í legi“ langaði
mig til að úthrópa óréttlæti heims-
ins, að það skuli alltaf vera hinir
góðu og saklausu sem lenda í erfið-
leikum en hinir sleppa með „skrekk-
inn".
En það er víst, að þessi atburður
mun aldrei hverfa mér úr huga, og
jafnvíst að ég verð vinkonu minni,
sem lét nokkurra ára afskiptaleysi
ekki kasta rýrð á trygglyndi sitt,
ævinlega þakklát fyrir að opna augu
mín fyrir mikilvægi og fegurð
sannrar vináttu.