Skólablaðið - 01.03.1987, Side 21
SKÓLABLAÐIÐ 21
Stundum
Stundum gerir stefjaregn.
stundum þurrkur ríkir.
Stundum gefur stuðlaþegn.
stundum greppur sníkir.
Stundum iðkar greppur grín,
glettinn spaugar kátur.
Stundum er ég miður mín;
mæðu iinar hlátur.
Límbandamaðurinn.
Vísa góð oft vekur glóð,
vermir þjóð á norðurslóð.
eflum móð og yrkjum ljóð,
ágætt hljóð því gefi fljóð.
Vísur margar vondar kveð,
vil ég það mjög laga.
Sái fræi í bragarbeð,
ber á ljóða haga.
Dreg ég frá og deili,
dæmalaus er þó.
Hefur þessi heili
af hugsun fengið nóg.
Rotnun
Alein, í frumskógi örlaganna.
Ég hélt ég hefði fundið réttu leiðina
en í raun og veru var hún sú versta.
Ég áttaði mig ekki strax.
En fagurt útlit var einungis til að hylja rotið innihald,
svo rotið að fnykinn leggur enn að vitum mér!
Ég sé þig en þó sé ég þig ekki.
Hvernig viltu að fari fyrir mér?
Ég vil ekki lykta langar leiðir!
í raun verð ég að viðurkenna að þú hjálþaðir mér
á vissan hátt.
Með hegðan þinni sýndir þú hvernig á ekki að
koma fram við aðra.
Ég hef gert ýmislegt rangt,
en ekkert í líkingu við þig.
bér er vorkunn!
Það er alltaf erfitt að hafa samvisku,
sérstaklega þegar hún er jafnslæm og þín.
Þér er vorkunn!
Hána, 5. mars '87.
Máttur augna þinna
Mín kalda sál
er ei hræddist ást né hatur
splundraðist
er ég leit í augu þín
og hjarta mitt varð
ómennskt af hlýju augnabliksins.
Skotta
Grettistaki gríþur mig
glettinn mjög á stundum.
Hrekkjótt tunga hefur sig
helst á mannafundum.
Límbandamaðurinn
Mon ami!
Je ne sais þas,
mon ami.
Je ne veux pas savoir...
II y a une voiture d’enfant á gauche
mais je ne sais pas,
mon ami.
Voiture d’enfant!
C’est ridicule!
Árni J. Magnús