Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 25

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 25
SKÓLABLAÐIÐ 25 Franz Kafka fæddist 3. júlí 1883 í Prag. Frá 1901—1906 nam hann stuttan tíma germönsk fræði, síðan lögfræði. Eftir titilveitinguna dr. jur. lauk hann farsællega eins árs réttarstarfsþjálfun og gekk síðan til liðs við Assicurazi- otii Generali (almennar tryggingar) 1907. Árið 1908 hóf hann störf hjá Arbeiter-Unfail Versicherung (slysatryggingar verkamanna) sem lögfræð ingur og lauk störfum þar 1922 er hann fór á eftirlaun. Þá átti hann einungis tvö ár eftir ólifuð. 1 lann lést 3. júní 1924. Kafka hafði ekki mikla trú á eigin verkum eins og kemur fram í bréfum til vina og dagbókum enda bað hann vin sinn, Max Brod, að brenna hantirit sín. En Brod varð ekki við hinstu ósk vinar síns og ég áfellist hann ekki fyrir það. Stýrimaðurinn „Er ég ekki stýrimaðurinn?" hrópaði ég. „Þú?“ spurði dökkur, hávax- inn maður og strauk yfir augun, líkt og hann væri að hrekja burt draum. Ég hafði staðið við stýrið þessa dimmu nótt, með fölbrenn- andi lugtina yfir höfði mér, þegar þessi maður kom og ætlaði að ýta mér frá stýrinu. Og þar sem ég vék ekki, setti hann fótinn fyrir bringu mér og tróð mig niður meðan ég hékk á handföngum stýrishjólsins og togaði það með mér niður. Þá tók maðurinn það og lagaði en hratt mér í burtu. Ég áttaði mig fljótlega, hljóp að hleranum sem lá að áhafnarklefanum og kallaði: „Áhöfn! Félagar! Komið fljótt! Ókunnur maður hefur hrakið mig frá stýrinu! Hægt komu þeir upp tröppurnar og upp um opið, riðandi, þreyttar og kraftalegar verur. „Er ég ekki stýrimaðurinn?" spurði ég. Þeir kinkuðu kolli, en einblíndu á hinn ókunnuga, sem þeir höfðu myndað hálfhring um. Og þegar hann sagði skipandi röddu: „Truflið mig ekki,“ söfnuðust þeir saman, kink- uðu kolli til mín og héldu aftur niður tröppurnar. Hvers konar saman- söfnuður er þetta eiginlega! Hugsa þeir líka eða dragnast þeir til- gangslaust yfir jörðina? Þýtt hefur Hrafn Lárusson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.