Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 39

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 39
SKÓLABLAÐIÐ 39 Sergei Rachmaninoff Eftir Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur i þessari grein ætla ég að fjalla uín rússnesRa tónskáldið og píanó- snillinginn Sergei Rachmaninoff. Áður en ég greini frá honum ætla ég að fjalla um það hljóðfæri sem hann lielgaði sig. píanóið. Einnig ætla ég að segja frá þeirri stefnu sem var ríkjandi þegar hann var uppi, svo og ástandinu í heima- landi hans í þann mund er hann var að byrja að hasla sér völl sem tónskáld. Píanóið Um miðja 1S. öld kom upp mikil jaörl fyrir nýrri og auðveldari tónlist en verið liafði fram að þeim tíma. Af þessari tónlist þróaðist nýtt liijóð- færi, píanóið. Áður liafði harpsikord verið stærsta og veigamesta tón- borðshljóðfærið. Píanóið bauð upp ú alveg nýja möguleika. Á það var hægt að tjá meiri tilfinningu og blæbrigði en áður. Einnig var hægt að gera mik- inn mun á styrkleika og fleira. Þessi nýja tónlist varð því mun skemmti- legri (^g litríkari en áður hafði verið. Fyrst um sinn vildu harpsikord- smiðir ekki gefast upp og þeir reyndu allt til jaess að betrumbæta harpsikordið en píanósmiðir svöruðu bara með enn fullkomnari hljóðfærum. Píanóið þróaðist mjög hratt og í byrjun 19. aldar voru flest- öll tæknivaridamál úr sögunni og um það leyti sem frábærir píanó- snillingar og tónskáld eins og Lizt og Chopin voru og hétu, var píanóið mjög lítið frábrugðið því sem við spilum og hlustum á í dag. Til eru margar tegundir af píanó- um og margar tegundir af fiyglum. Helsti munur á píanói og flygli er sá að flygill er langur og stór (til í mis- munandi stærðum) en píanóið er eiginlega kassi sem hægt er að stilla upp við vegg. Hljóðið úr flygli er miklu betra og voldugra en úr píanói og þar af leiðandi eru ein- ungis ílyglar notaðir í hljómleika- höllum. Talið er að fvrsta píanóið í Eng- landi hafi verið smíðað af munki í Róm. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær en talið er að það hafi verið flutt til Englands rétt fyrir 1760. Fvrstu opinberu tónleikarnir, jaar sem leikið var á flygil, fóru fram í Covent Garden-leikhúsinu nokkr- um árum seinna eða árið 1767. Það tók píanóið um jaað bil heila öld að gera harpsikordið úrelt (þangað til um 1800). Fyrstu tón- smíðar fyrir píanó, sem vitað er um, komu fram á ítalíu. Það var ítalinn Luigi Giustimi sem gaf út sónötu fyrir píanó í FJórens árið 1732. Það var samt ekki fyrr en Beethoven fór að semja fyrir píanó að menn fóru almennt að gefa því gaum. Það var sem sagt Beethoven sem vakti áhuga manna á píanóinu. Svo komu menn eins og Schumann og Chopin (báðir fæddir 1810) sem helguðu sig píanóinu. Þessi þrjú tónskáld gerðu píanóið í rauninni ódauðlegt vegna þess að á þeirra tíma upphófst áhugi á píanóinu sem fór stöðugt vaxandi og píanó- snillingurinn Vladimir llorovits sagði í viðtali við bandaríska tíma- ritið „TIME“: „Ef píanóið hefði ekki verið fundið upp, þá værum við mörgum ánægjustundum fátæk- ari." Rómantíska tímabilið Á efri árum Beethovens ruddi ný stefna sér braut, hin svokallaða „rómantíska stefna". Hún var í raun- inni afleiðing hinnar miklu þjóðern- isvakningar, sem fylgdi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna um alla Evrópu. Að mínu mati var róman- tíska stefnan mjög skemmtileg. Hún var óraunsæisstefna og fjallaði oft um yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Hún var líka mikil öfgastefna, lýsti ann- aðhvort mikilli gleði eða djúpri sorg. Tilfinningar réðu öllu og skynsemin skipti litlu sem engu máli. Rómantíska stefnan var líka þjóð- leg stefna. Skálci rómantíska tím- ans sóttu efnivið sinn í þjóðsögur og ævintýri. Þarna ríkti mikil ein- staklingshyggja og allir listamenn reyndu að vera sem frumlegastir. Á rómantíska tímabilinu urðu ekki til nein ný stórform. Róman- tísku tónskáldin notuðust heldur við eldri form en þau fengu ferskt yfirbragð. Smærri form minnkuðu og stærri form stækkuðu. Yfirleitt nutu rómantísku tónskáldin sín betur í smærri formum. Þarna fór að reyna meira á tæknilega snilli hljóð- færaleikaranna og oft urðu verkirr erfið. Píanóið naut mikilla vinsælda og það varð aðalhljóðfærið, bæði senr einleikshljóðfæri og ásamt öðrunr. Hljómsveitin stækkaði mjög á rómantíska tímabilinu og nýjum hljóðfærum var bætt í hana. Notkun krómatíkur fór ört vaxarrdi og dúr- og moll-kerfið gekk því mjög úr skorðum eftir því sem á leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.