Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 42
42 SKÓLABLAÐIÐ
Guðrún Indriðadóttir
Viðtal: Daníel Ágúst Haraldsson
Um daginn hafði ég samband við skólastjóra Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands, Bjarna Daníelsson, og
bað hann að benda mér á fyrrverandi MR-ing, sem
legði stund á listnám. Kom hann mér í samband við
nemanda á þriðja ári í keramikdeild, Guðrúnu Indriða-
dóttur. Ætlunin er að lofa lesendum blaðsins að fá
nokkra hugmynd um skoðanir og viðhorf ungs lista-
nemanda í hinum harða listheimi.
G: „Það var nú eiginlega tilviljun, að ég fékk svona
mikinn áhuga á leirlistinni," segir hún og brosti. „Ég fór
með manninum mínum til Danmerkur og ætlaði að
læra að vefa." Þar fór hún í félagsmiðstöð fyrir fullorðna,
þar sem fullorðið fólk gat komið og föndrað það sem
það langaði til. „En þegar ég kom inn, sá ég hvar verið
var að vinna með leir og langaði sjálf að prófa. Vefnað-
urinn var á hæðinni fyrir ofan, og ég komst ekki lengra
en á fyrstu hæð. Þegar maður er einu sinni kominn
með puttana í leirinn, losnar maður ekkert við’ann!"
Þau hjónin voru þarna í tvö ár og „dútlaði" Guðrún á
leirkeraverkstæðinu ásamt því að fara á teikninám-
skeið. Segir hún að þetta námskeið í Danmörku og
einn vetur, sem hún var í Myndlistaskólanum í Reykja-
vík, hafi komið sér mjög vel, og segir það nauðsynlegt
að taka einhver námskeið. því að: „Allt að því % hluta
umsækjenda er vísað frá við inntökupróf og kemur
þess vegna öll fyrri menntun sér ákaflega vel. Ég er
ailan daginn í Myndlista- og handíðaskólanum, því ef
góður árangur á að nást, verður að gera þetta heils
hugar, því að nóg er að gera," sagði hún þegar ég
spurði hana hvort hún ynni með skólanum, en hún
hefur próf frá Háskóla íslands sem aðstoðarlyfjafræð-
ingur."
Til að útskrifast úr Myndlista- og handíðaskólanum
þurfa nemendur að læra í fjögur ár, og í lok fjórða árs-
ins sýna þeir lokaverk sín. Þegar ég spyr hana um
starfsmöguleika að námi loknu, verður hún alvarleg og
segir: „Það er erfitt að starfa sem leirlistarmaður nú. Til
dæmis er stofnkostnaður á keramikverkstæði um það
bil '/2 milljón. Auk þess virðast leirlistarmenn þurfa að
hafa meira fyrir því að vera metnir sem listamenn. Til
að skapa sér nafn þarf að láta bera á sér, — sýna frum-
legheit og vera ákveðinn. Ef fólk er með sérstaka hluti
- eins og til dæmis Kogga - seljast þeir frekar. Annars
geta þetta orðið hlaup eftir lögmálum markaðarins, ef
fólk ætlar að lifa á listinni einni saman. í leirlistinni þarf
að ná miklu valdi á tækni og vinnubrögðum, meðan á
námi stendur, og að námi loknu er fyrst hægt að fara að
skapa myndverk. Það tekur kannski áratug, eftir
námið, að skapa sér stíl og ná sér á strik sem listamað-
ur. Gagnrýnendur hafa einnig þó nokkur áhrif á vel-
gengni listamanna."
D.: Fer fólk almennt eftir gagnrýni og er hún þá ekki
nauðsynleg?
G.: „Vissulega er gagnrýni nauðsynleg, og það fara
örugglega margir eftir henni. En gagnrýni verður að
vera uppbyggileg og benda á veika og sterka punkta,