Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 43

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 43
SKÓLABLAÐIÐ 43 svo að auðveldara sé fyrir þann, sem í hlut á, að þróa eitthvað jákvætt. Að baki gagnrýni verður að liggja fræðilegt mat. Gagnrýni á keramik er yfirleitt ekki góð. Það er kannski vegna þess, að mikill hluti gagnrýn- enda hér á landi er málarar og skortir þá kannski tilfinn- ingu fyrir leirlistinni." D.: Hvað um yfirvöld, veita þau listinni nógu mikla athygli? G.:„Nei,“ segir hún ákveðið, „til dæmis er mjög mikil húsnæðisekla hér í skólanum og ekki hægt að bæta við 5. árinu sem er í rauninni nauðsynlegt. Einnig eru heilbrigðisaðstæður mjög lélegar. Yfirvöld mættu kaupa fleiri verk af ungum listamönnum, sem taka oft upp nýjar stefnur í listinni, sem sumar vara í stuttan tíma, og vantar því oft sýnishorn af þessum tíma- bundnu stefnum. Það er sem sagt ekki feitan gölt að flá í sambandi við fjárveitingar ríkis til listamála. Algengt viðhorf hjá fóiki er að telja listamenn afætur í þjóðfélaginu, sem er náttúrulega alveg út í hött. Sumir virðast gleyma að það er þó menningin sem gerir okkur að þjóð.“ D.: Hverjar eru framtíðarvonir þínar í tengslum við listina? G.: „Mig langar til að eignast verkstæði, kannski með öðrum, og hafa þetta sem lífsstarf," segir hún dreymin á svip. „Annars geng ég ekki með listamannsdraum í maganum, en það er gott að hafa næði til að þroskast sjálfur og fá það besta út úr sjálfum sér og vera ekkert að flýta sér að öðlast frama." D.: Að lokum: Ráðleggur þú fólki að leggja út á listab- rautina? G.: „Já, ef það hefur sannfæringu til þess.“

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.