Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 46

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 46
46 SKÓLABLAÐIÐ Melkorka Thekla ólafsdóttir Þyrmros Þín vegna svaf ég í hundrað ár! Lifði meðal hinna iægstu. Hirti um hestana. Ávallt best um þinn. Þoldi kulda og vosbúð, óþef, skít. Niðurlæginguna. Allt vegna þín. Okkar leyndu ástafundir gáfu mér gleymsku um stund Bjartsýnn beið ég þess dags er leyndarmálið yrði afhjúpað. Þú mín! Ung, forvitin og fögur. Varð þér loks að falli. Við sváfum í hundrað ár. Hjá hestunum í hundrað ár. Hundrað ár eru langur tími. Þá kom hann, falsprinsinn. í jakkafötum með slifsi, rómantík í skjalatösku, kyssti hann þig létt á vanga. Dans eldanna Þegar eldarnir dansa á hæðunum brennum við í trylltum logum. Geislar morgunsólarinnar segja okkur að kveldið komi aldrei. Við, í hita leiksins, grunlaus um að nóttin skellur fyrirvaralaust á. Steingeit Steingeit! Kenndu mér að dansa á hálum steinunum. Kenndu mér að feta breiðan veg gleðinnar sem þú stikar öruggum fótum. Kenndu mér að þekkja trausta kletta, finna þá leið sem skilar mér loks á tindinn. Steingeit! Ég gleymdur.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.