Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 48

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 48
48 SKÓLABLAÐIÐ skólafélagsstj órnar eftir Jóhann E. Matthíasson Það er athyglisverð skólastjórn sem nú lætur brátt af störfum samkvæmt stjörnunum. í rauninni höfum við hin alls ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af henni. Þær Ragnheiður og Margrét hafa þvílíkan metnað og stjórnunarhæfileika að með eindæmum er. Það er ekki liallað á Helgu með þessum orðum en hún er frjálsari og hefur væntanlega hleypt fjöri í þennan kvennaþríhyrning sem er við völd. Ragnheiður (jarðýta) Ragnheiði hefur að öllunt líkindum liðið vel í inspecl- orsstöðunni. Hún fær þar útrás fyrir stjórnunarhæfi- leika sína þar sem hún getur einnig látið töluvert á sér bera og til sín taka. Hún er í grundvallaratriðum alvöru- gefin, formföst og íhaldssöm. Hún er stjórnsöm og hefur tilhneigingu til þess að axla ábyrgð og bera syndir þessa heims. Hún hefur óhugnanlegan metnað og vill ná miklum áþreifanlegum árangri. Metnaðurinn kemur mjög fram í því að vera þekkt fyrir vinnu sína og andlega snilld. Hún er reiðubúin að leggja hart að sér til að skapa sér virðingarvert nafn og stöðu í þjóðfélag- inu. I lún stefnir vafalaust hátt á hvaða sviði sem það verður. Hún á mikla möguleika í stjórnmálum en hefur jafnframt hæfileika í tungumálum og hvers kyns störfum sem tengjast fjölmiðlun. (Sól og Merkúr í Steingeit á miðhimni.) Þrátt fyrir íhaldssemi, stöðugleika og stífni fer Ragn- heiður eigin leiðir, er breytingagjörn og næm á nýjungar en samt innan þess íhaldsramma sem hún skapar sér. Þar sem hún starfar eða tekur sér eitthvað fyrir hendur vill hún hafa eigin aðferðir og getur átt til að bylta, umturna og hreinsa rækilega til. (Úranus og Plútó í 6. húsi í samhljóma afstöðu við sól.) Ragnheiður er tilfinningalega stolt og hlý. Hún hefur tilhneigingu til að láta dást að sér og vera í sviðsljósinu, getur átt til að vera drottnandi og eigingjörn. Samt sem áður heldur hún fólki í fjarlægð og getur átt í togstreitu milli þess að vera miðja umhverfisins eða ein úr hópnum. (Tungl í Ljóni og Venus í Vatnsbera í spenn- uafstöðu.) Hæfileikar Ragnheiðar nýtast mjög vel í ópersónu- legu og rólegu hópsamstarfi þar sem hún getur beitt sér á kraftmikinn og jafnframt fágaðan hátt. (Venus og Mars í 11. húsi.) Magga (skurðgrafa) Magga er í grunnatriðum jarðbundin þung, hæg og friðsöm, þarf öryggi og góða undirstöðu. Jafnframt er hún þrjósk og úthaldsmikil. Hún hefur akveðna full- komnunarþörf, er kröfuhörð og hefur mikla ábyrgðartil- finningu. Hún er hógvær og raunsæ, gerir sér góða grein fyrir veikleikum sínum en þarf að varast að gera of lítið úr sjálfri sér. Magga hefur svipaða stöðu og Ragnheiður sem er algeng Itjá stjórnmálamönnum. I lún leggur mikla áherslu á vinnu sína og andlega itæfi- leika, hefurgífurlegan metnað. Hún vill láta sjá sig sem samviskusama, duglega og greinda persónu. 1 iún vill iiafa áhrif á þjóðfélagið og vera númer. (Sói, Merkúr og Satúrnus í Nauti á miðhimni.) Magga er tilfinningamikil og viðkvæm, getur verið hlédræg og feimin en felur sig kannski á bak við harða skel. Hún er umhyggjusöm og hefur næmleika fyrir skapi og tilfinningum annara. Þrátt fyrir áhuga sinn á þjóðfélagsmálum skiptir gott fjölskyldulíf hana miklu. l lún er næm á þarfir fjöldans, sem kæmi sér vel í stjórn- málum. Hún hefur þörf til að loka sig frá umhverfinu og hreinsa sig annað slagið. (Tungl í Krabba í 12. húsi.) Magga er opin og hlý í framkomu og vill hafa vissan stíl yfir sjálfri sér. I lún er ákveðin, stjórnsöm og föst fyrir, er stórhuga og skapandi. Hún vill láta bera virð-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.