Skólablaðið - 01.03.1987, Page 49
SKÓLABLAÐIÐ 49
ingu fyrir sjálfri sér og getur verið ósveigjanleg. (Rís-
andi í Ljóni.)
Hún hefur skipulagða, jarðbundna og kryfjandi
hugsun, hefur auk þess gott minni. Hún er góður ræðu-
maður, á gott með að tjá sig og er ákveðin í tali. (Merkúr
í Nauti í afstöðu við tungl, Plútó og rísanda.)
Magga er sjálfstæð í vinnu, er drífandi og vill fást við
fjölbreytileg og spennandi málefni. Allt sem hún gerir
þarf að vera skemmtilegt. Þessi staða sem Helga hefur
einnig gefur til kynna skemmtanasýki. (Mars í Boga-
manni í 5. húsi.)
Helga (rússíbani)
Helga ólíkt hinum tveimur þarf líf, spennu og fjöl-
breytileika, er miklu léttari persónuleiki. Hún er hug-
sjónamanneskja, sjálfstæð ákveðin og drífandi. Jafn-
framt því er hún hress og vingjarnleg. Hún býr yfir innra
öryggi og jafnvægi, er afslöppuð og samkvæm sjálfri
sér. Hún er feykilega orkumikil og hugmyndarík á gott
með að tjá sig og breyta hugmyndum sínum í athafnir.
Hún getur verið fljótfær og rokið upp í reiðiskasti en
gleymir samt fljótt. Helsti veikleiki hennar getur veriö
sá að byrja á einhverju af krafti, en missa þolinmæðina
og hætta. Hennar eðli er léttlyndi og frjálslyndi og ætti
því ekki að eltast við íhaldssemina. Hún hefur kæru-
lttusa, létta og frumlega hugsun og er mjög stríðin.
Jafnframt því tjáir hún sig á léttan og kraftmikinn hátt.
Hún þolir ekki málaleggingar og útúrdúra sem skipta
ekki máli. Líklegt er að hún nenni ekki að læra heima
vegna þarfar fyrir líf og félagslegt fjör. (Sól og Merkúr í
samstöðu í Bogamanni í samhljóma afstöðu við tungl
í Hrút.)
Félagsleg samvinna skiptir hana miklu. Hún hefur
mikla ábyrgðarkennd gagnvart henni og störfin verða
að skila árangri. Vinnan verður jafnframt að vera
skemmtileg og spennandi og tengjast ferðamálum
eða öðrum ævintýrum. (Tungl og Satúrnus í 11. húsi,
Mars í Vog í 5. húsi)
Á bak við kæruleysið og stælana býr þrátt fyrir allt
viðkvæm, hjálpsöm og umhyggjusöm persóna. Hún
á gott með að gráta með bágstöddum vinum sínum.
Hún er töluverð mamma í sér. Hún á til að vera stjórn-
söm og getur verið sveiflukennd milli daga. Jafnframt
liggja vel fyrir henni pælingar í matarræði og heilsu-
rækt og líklegt að það skipti hana máli, en samt eins og
annað sem hún gerir á hressilegan hátt. (Rísandi í
Krabba, sól og Merkúr í 6. húsi.) Helga laðast að list-
rænu og fáguðu fólki. hún er trygglynd og góður vinur.
Hún hefur sterka ábyrgðarkennd gagnvart vinum
sínum og á það til að ætlast til réttrar og venjulegrar
hegðunar af þeint í mótsögn við allan léttleikann. Hún
getur því átt í baráttu milli frjálslyndis og íhaldssemi.
(Venus í Vog í 7. húsi í spennuafstöðu við Satúrnus.)