Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 54

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 54
54 SKÓLABLAÐIÐ Rama Buck (1947-1985) Eftir Baldur Urðvarna Aöfaranótt þriðjudagsins 19. febrúar 1985 lá gestur einn andvaka í litlu herbergi ómerkilegs hótels í Birm- ingham. Úr næsta herbergi barst sellóleikur, er fór óumræðilega í taugarnar á honum. Gesturinn stóð upp og barði allhressilega í vegginn, sem skildi her- bergin að. Stuttu síðar stöðvaðist sellóleikurinn og fyrr- nefndur gestur fór að sofa, þess óvitandi, að hann hafði verið að þagga niður í mjög merkum — en lítt þekktum — „tilraunarokkara", Ward Adam Wexford, öðru nafni Hama Buck. Næsta morgun fann þjónustustúlka Rama Buck lát- inn á herbergi sínu. Sat hann í hægindastól og fyrir fótum hans lá sellóið góða - strengjalaust. Strengirnir hafa aldrei fundist, né heldur boginn, sem einnig er horfinn. Við krufningu kom í Ijós, að dánarorsökin var heilablóðfall. Ekki uppgötvaðist fyrr en við rannsókn- ina á dauða Bucks, hver hann væri í raun og veru. í gestabók hótelsins hafði hann skráð sig sem Robert Funchal. Reyndar vissi fjölskylda hans í Bandaríkj- unum ekki að hann hefði stigið út fyrir endimörk þess blessaða lands, og allir vinir hans héldu, að hann væri í New Jersey að vinna að nýrri plötu. Fleiri atriði í sambandi við lát Rama Bucks mætti telja dularfull, s.s. það, að einhver tók $172.368 út af einka- reikningi hans í Sviss hinn 20. febrúar 1985, daginn eftir andlátið. Má e.t.v. segja, að dauði Rama Bucks hafi verið í stíl við líf hans: dularfullur, heillandi og óvæntur, án þess þó að vekja mikla athygli almenn- ings eða fjölmiðla. Líf W.A. Wexfords var svo sem nógu rólegt og við- burðasnautt — þar til hann breyttist í Rama Buck. Móðir Wexfords var ung (18 ára), er hún átti hann, en vildi ekki láta uppi, hver faðirinn væri. Hinn ungi Ward ólst að mestu upp hjá afa sínum, sem var vel efnaður verð- bréfasali, en er hann eltist sótti hann hina dýrustu einkaskóla og síðar háskóla: lagði hann stund á bók- menntir við Harvard, en tók aldrei neina gráðu á því sviði. Árið 1967 varð afi Wexfords elliær og sóaði öllum sínum auðæfum áður en hann dó snemma árs 1968. Wexford hinn ungi stóð eftir slyppur og snauður, og ekki bætti það úr skák, að móðir hans stytti sér aldur skömmu síðar. Vinir hans segja, að um þessar mundir hafi hann gjörbreyst í klæðaburði, útliti og framkomu; þó stóð þessi breyting í engu sambandi við stúdenta- eða hippahreyfingu samtímans. Hann giftist Gwen nokkurri Peshito, að því er virðist til fjár, enda þótt hjónaband þeirra yrði hið farsælasta. Síðan sneri hann sér óskiptur að tilraunarokki og tók sér listamanns- nafnið Rama Buck. Wexford hafði áður haft nokkurn áhuga á klassískri tónlist og lærði eilítið á selló. Hann varð aldrei sérlega góður sellóleikari — fylgdi nótunum út í ystu æsar, en þorði aldrei að sýna minnstu innlifun eða túlkunartil- þrif. Sem rokkari, sem Rama Buck, var hann hins vegar aldrei hræddur við að brjóta gegn „gamalgróinni" rokk- hefð og fastbundnum reglum, hvort sem þær reglur kváðu á um laglínumeðferð eða skipulega óreiðu. Og hann sparaði ekkert til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd—einu sinni tók hann jafnvel upp lag í Him- alayafjöllum í 6000 metra hæð til þess eins að ná alveg sérstökum hljóðáhrifum. Stundum hvarf hann vikum saman á milli upptakna; einstaka sinnum hvarf Gwen, konan hans, um leið. Aldrei hefur verið upplýst, hvert hann fór (eða þau fóru) við slík tækifæri. Á árunum 1970-84 gaf Rama Buck út ll plötur, allt breiðskifur, á eigin kostnað og með eigin skilmálum. Lög og textar voru að öllu leyti hans eigin smíð. Hann forðaðist allt umtal, öll blaðaskrif. Hann gaf hverja plötu út í nákvæmlega 369 eintökum og bannaði opin- beran flutning á lögum sínum nema tvo daga ársins: 5. júlí og 17. nóvember. Eins og nærri má geta vissu ein- ungis örfáir af tónlistarstarfsemi hans; helst voru það undirleikarar hans og tæknimenn, fjölskylda og vinir, en auðvitað breiddi þessi litli hópur smátt og smátt út orðstír hins sérvitra snillings. Áhuga á Rama Buck fór brátt að verða vart, sérstaklega meðal ungra lista- manna, og þessi áhugi jókst jafnt og þétt. Spólur með tónlist hans gengu manna á milli og voru fjölfaldaðar, en samt sem áður var aðdáendahópurinn einkar lítill og lágróma. Tónlist Rama Bucks er fullkomlega óflokkanleg. í lögum hans blandast saman ótölulegur aragrúi tónlist- arstefna og -áhrifa. í sama laginu má finna dæmi um nýbylgju, pönk, diskó, djass, barokkog indíánatónlist. í sama laginu má greina hljóð túbu, píanós, rafmagns- gítars, hljómborðs, fiðlu, sekkjapípna, hvers kyns trommna, klarínetts og jafnvel nashyrninga. En þrátt fyrir allt grípur þessi ótrúlegi hrærigrautur eyrað, án þess þó að draga úr seiðmagni hrjúfrar raddar Rama sjálfs. Texta hans er hins vegar auðveldara að binda á klafa hefðarinnar; þeir falla fremur að viðteknum hug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.