Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 72

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 72
72 SKÓLABLAÐIÐ Skólasel Menntaskólans Árið 1934 kom nemendum M.R. fyrst til hugar að reisa skólasel. Pálmi Hannesson rektor tók foryst- una, ritaði dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og fór fram á að Menntaskólinn fengi landskika undir skála. Þar átti að koma upp litlu búi, gera sundlaug, leikvöll o.fl. Tuttugasta og níunda júní 1936 var M.R. heimilaður hálfur liektari úr landi Reykjakots í Ölfusi. Fram- kvæmdir við byggingu selsins hóf- ust 21. september 1937. Um haustið fóru bekkirnir, einn og einn í senn ásamt nokkrum kennur- um, og unnu að byggingu selsins en fagmenn sáu um trévinnu. Um jólin 1938 lauk innréttingu Selsins. Selsferðir hófust svo í ársbyrjun 1939 með þeim hætti, að bekkir dvöldust þar um helgar. Nemendur og aðstandendur þeirra kostuðu aila þygginguna. Unnið í selinu Selið er stórt hús. Á neðri hæð eru arinstofa, forstofa, eldhús, salur, kennslustofa og tvö lítil herbergi. Á efri hæð eru svefnherbergi, ýmist með tveimur eða fjórum kojum. Samtais eru kojurnar 46. í nágrenni selsins er frábært útivistarsvæði, fjöll, hverir, sundlaug og glaðværa kauptúnið Hveragerði. í mörg ár fóru M.R.-ingar upp í sel að skemmta sér, hvílast og kynnast Selsnefnd veturinn '86—'87 innbyrðis. Voru selsferðir ómiss- andi þáttur í félagslífi skólans. Árin liðu og M.R. hélt áfram að brautskrá stúdenta, en seisferðir lögðust af. í mörg ár var selinu ekki haldið við sem skyldi og var það óspart notað undir teiti ýmissa manna, sem notuðu stóla, borð o. fl. tiltækilegt í eldivið. M.R. brautskráði nú stúdenta, sem vissu varla að selið var til. Það var loks veturinn 1984—85 að farið var að vinna markvisst að endurreisn selsins og selsferða. Nokkrir nemendur tóku sig til og sendu gömlum nemendum gíró- seðla með ósk um nokkur hundruð króna styrk. Svo var tekið til við að gera við selið. Þegar núverandi selsnefnd tók við hafði margt verið gert, en tals- vert var óunnið. Allflestar helgar hafa selsnefndarmenn notað til að vinna að endurbótum. Útlagður kostnaður við framkvæmdir í selinu í vetur er nú um fimm hurtdruð þús- und krónur. Mikill hluti þessa kostn- aðar fór í að leggja gólffjalir í kennslustofuna og nýja vatnslögn að selinu. Þrátt fyrir það að unnið hafi verið í selinu flestar helgar hafa verið farnar nokkrar selsferðir. Þriðju- bekkingar riðu fyrst á vaðið og fóru í dags-vinnuverð upp í sel. Sjöttu- bekkingar í náttúrufræðideild fóru í fyrstu alvöruferðina í mörg ár. Svo var ákveðið að farin skyldi emb- ættismannaferð til að gefa mönn- um tækifæri á að kynnast innbyrðis og selinu. Því miður voru örfáir í þeirri ferð. Fimmtubekkingar áttu næst kost á að fara upp í sel. í síð- ustu ferðina fyrir jól fóru 5 bekkir úr fjórða bekk. Eftir jól var svo haldið áfram og var fyrst farin sjöttabekkj- arferð. Ætlunin var að afgangur fjórða bekkjar færi næst. Þar sem framkvæmdum við kennslustofu var lokið, þegar hér var komið, var öllum fjórðubekkingum frjálst að koma með í ferðina. í þriðjabekkjar ferðina fóru rúmlega 120 manns. Ákveðið var að í síðustu ferðina fengju allir M.R.-ingar að fara. Ekki voru þó margir. um 26 manns. Þetta varð hins vegar stórskemmtileg ferð. Á leið í selið Næsta haust verða liðin 50 ár frá því að hafist var handa um að reisa selið. Vonandi verður þá viðgerð- um á því fulllokið, svo að unnt verði að fara enn fleiri selsferðir næsta vetur og þær verði aftur ómissandi þáttur í félagslífi skólans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.