SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 4
4 21. ágúst 2011 Þegar al-Qaeda lét til skarar skríða 11. september 2001 voru Bandaríkin eina heimsveldið, sterkefnuð með algera yfirburði í herafla. Nú eru Bandaríkin skuldum hlaðin. Næstum þrjú þúsund manns létust í árásinni og tilfinning óöryggis greip um sig í Banda- ríkjunum. „Bin Laden vann einn stóran sigur,“ segir Julian Zelizer, sérfræðingur í stjórnmálasögu við Princeton- háskóla, í fréttaskýringu AFP. „Sem hryðjuverk, ein- faldlega á forsendum glæpsins, tókst það. Milljón göt í bandarísku þjóðaröryggi voru afhjúpuð, sálrænt var þetta hrikalegt fyrir þjóðina og hrikalegt vegna mannslífanna, sem glötuðust.“ David Rothkopf, sem er við Carnegie-stofnunina um alþjóðlegar friðarrannsóknir, er meðal þeirra sem telja að hin umsvifalausa yfirlýsing um stríð gegn hryðjuverkum hafi haft afleiðingar, sem ollu Banda- ríkjunum meira tjóni en árásirnar sjálfar. „Skelfing, ofurviðbrögð … gildismati okkar stofn- að í voða …,“ segir hann við AFP. „Það er markmið hryðjuverka – gripið er til aðgerða í þeirri von að óvin- urinn bregðist þannig við að það valdi honum meira tjóni en hinn upphaflegi verknaður.“ Rothkopf er þó ekki þeirrar hyggju að hnigni Bandaríkin sé það sök bin Ladens. Aðrar ástæður liggi að baki, sem eigi sér dýpri rætur, þar á meðal aukinn styrkur Kína, Brasilíu og Indlands. Skelfing, ofurviðbrögð, gildismati stefnt í voða Myndir af bandarískum hermönnum að pynta íraska fanga í Abu Ghraib ollu miklu uppnámi. Reuters Þ egar hryðjuverkamenn láta til skarar skríða er markmið þeirra að sýna fram á veikleika andstæðinga sinna og kalla fram ofurviðbrögð. Þegar útsendarar Osama bin Laden gerðu árás á Bandaríkin 11. september 2001 tókst þeim ætlunarverk sitt svo sannarlega. Bandaríkin brugðust hart við. Þau réðust inn í Afg- anistan og Írak með ærnum tilkostnaði. Í fyrra náðu Bandaríkjamenn bin Laden og skutu hann til bana. Samtök hans, al-Kaída, eiga undir högg að sækja, en það eiga Bandaríkjamenn líka og nú er spurt hvort árásin muni leiða til að Bandaríkin missi stöðu sína sem mesta stórveldi heims. Í byrjun ágúst kom út bók eftir Ulrich Schäfer, fréttastjóra blaðsins Süddeutsche Zeitung, sem heitir Der Angriff – Wie der islamistische Terror unseren Wohlstand sprengt (Árásin – hvernig hryðjuverk íslamista hafa splundrað lífskjörum okkar). Schäfer segir að með árásinni 11. september hafi hafist ferli, sem átti stóran hluta í fjármála- hruninu 2008. „[Hryðjuverkamennirnir] knúðu iðnríkin til að lama efnahag sinn með bylgju örygg- iskerfa og -eftirlits,“ skrifar hann í grein í Der Spie- gel. „Þau leiddu Bandaríkin og allan hinn vestræna heim út í fífldjarfa stefnu sem bar í sér fræ efna- hags- og fjármálakreppunnar.“ Schäfer rekur í greininni þrjú orsakaferli, sem hafi skipt sköpum um þróun alþjóðlegra efnahags- mála og hrun fjármálamarkaða. Fyrst nefnir hann ódýrt fjármagn og hvernig dollurum og evrum hafi verið dælt út til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi eftir 11. sept- ember. Seðlabankar um allan heim lækkuðu vexti meira en gerst hafði í áratugi. Þetta kynti undir húsnæðismarkaðnum og jók áhættusækni vog- unarsjóða og fjárfestingarbanka. „Án tilræðanna 11. september hefði svo mikið ódýrt fé aldrei staðið til boða svo lengi, án hinna ódýru peninga hefðu Bandaríkjamenn aldrei lifað á lánum af slíku áhyggjuleysi,“ skrifar hann. „Og við hvert tilræði eða tilraun til árásar í kjölfarið jókst óöryggið í al- þjóðlegum viðskiptum – og þar með nauðsyn þess að halda í þá stefnu að bjóða upp á ódýrt fé.“ Næst nefnir Schäfer hækkun olíuverðs. Allt frá 2002 þegar George W. Bush, þáverandi Bandaríkja- forseti, hélt ræðuna um öxulveldi hins illa hefur ol- íuverð hækkað jafnt og þétt. Að baki liggja hryðju- verk, stríðin í Afganistan og Írak og óttinn við frekari átök og uppnám í arabaheiminum. „Hagfræðingar tala um hryðjuverkaálag, sem við höfum þurft að borga upp frá því,“ skrifar hann. „Þessi undirliggjandi hótun ýtti undir þá bylgju spákaupmennsku sem fram til sumarsins 2008 knúði olíuverðið ofar en áður hafði þekkst. Þessi verðhækkun – ekki bara bankakreppan – átti einn- ig þátt í því að alþjóðahagkerfið hrundi haustið 2008.“ Schäfer segir að þriðja tengingin milli hryðju- verka og fjármálakreppunnar sé hin hömlulausa skuldasöfnun, sem stjórn Bandaríkjanna steypti sér í eftir 11. september 2001. „Á fyrsta embættisári George W. Bush náði stjórnin að vera með afgang á fjárlögum, en eftir árásirnar á New York og Wash- ington tók hún linnulaus lán til þess að borga fyrir stríðið gegn hryðjuverkum: hernaðaríhlutunina í Afganistan og Írak, hinar hörðu öryggisráðstafanir heima fyrir og hina risavöxnu fjármálaáætlun, sem Bandaríkin beittu til að verjast yfirvofandi sam- drætti. Bush tvöfaldaði útgjöld til varnamála, hann safnaði í valdatíð sinni jafnmiklum nýjum skuldum og allir 42 forsetar Bandaríkjanna á undan honum samanlagt. Í tíð Baracks Obama hafa skuldirnar haldið áfram að þenjast út.“ Schäfer segir að vitaskuld hafi bin Laden ekki getað séð allt þetta fyrir, en það sé ekki lykilatriðið heldur að hann hafi ætlað að valda Bandaríkjunum efnahagslegu tjóni og Vesturlönd muni gjalda dýru verði. Færa má rök að því að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 eigi sinn þátt í yfirstandandi efnahagshremmingum. Reuters Afleiðingar 11. september Kippti Osama bin Laden fótun- um undan Bandaríkjunum? Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Lehman Brothers þótti of stórt fjármálafyrirtæki til að fara á hausinn, en þegar á hólminn var komið var fyr- irtækið of stórt til að hægt væri að bjarga því. Hægt er að meta áhrif Osam- as bin Ladens og hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda með ýmsum hætti. Víst er þó að hugmynd bin Ladens um al- þjóðlegt heilagt stríð varð ekki að veruleika og uppreisnirnar í arabaheiminum gefa til kynna að múslímar hafni margir hugmyndafræði hans. Osama bin Laden Reuters Hugmyndum hafnað Skólaferðir - Óvissuferðir - Starfsmannaferðir Hvað langar ykkur að gera? Hafðu samband og við sérsníðum ferð fyrir þinn hóp. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 482-1210

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.