SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 29
21. ágúst 2011 29 eru 77 og 88 ára gamlir og segjast hafa komið til veiða í Eystri-Rangá í 16 ár. Og þeim hefur gengið vel að þessu sinni. „Við fengum sex laxa á svæði sjö í morgun,“ segir sá yngri. Hann segist hafa fengið sína fjóra á spún, það hafi verið erfitt að kasta flugunni í vindinum, en sá eldri lét sig hafa það og kastaði flugu. „Ég fékk tvo, báða á Sunray Shadow – klass- ísku útgáfuna,“ segir hann og brosir breitt. Fer síðan að leggja sig. Yfirleitt rólegra hjá útlendingunum Þar sem veitt er með 18 stöngum í Eystri- Rangá er umtalsverð umferð við veiði- húsið, menn að koma og fara. Það hlýtur að útheimta umtalsvert stúss og skipulag. Ég spyr Skúla út í það síðar um daginn, en þá er hann kominn niður að á ásamt öðr- um Bretum, hjónum sem eru að koma í annað skipti til veiða í ánni í sumar. „Jú, það getur verið nóg að gera. Þegar veiðimenn byrja að morgni þá er dregið klukkan hálfsjö og einhver þarf að vera vaknaður að taka á móti þeim,“ segir Skúli og brosir. „Þá eru menn líka oft spenntir, enda eru svæðin misgóð og drátturinn misgóður. En það er ekki flókið – svo drífa menn sig að veiða.“ En sú aðstoð sem viðskiptavinirnir þurfa á bakkanum hlýtur að vera mis- krefjandi, sumir eru vanir veiðimenn meðan aðrir kunna minna. „Vissulega er það misjafnt. Með þess- um hjónum, sem eru alvanir veiðimenn, þarf ég varla að gera annað en að benda á hvar þau eigi að byrja að kasta.“ Því til áréttingar tekur lax hjá konunni og hún landar honum, án nokkurra vandkvæða, blóðgar og kemur síðan með hann til Skúla. Hann heldur síðan áfram að tala um veiðimennina sem koma að ánni og segir að vissulega séu margir að taka fyrstu skrefin, eða fyrstu köstin þar á bakkanum, en það sé líka ánægjulegt að aðstoða við það. Skúli segir marga erlenda veiðimenn sýna ánni mikla tryggð. „Margir þeirra hafa komið á hverju ári síðan 1998 og 99. Nú er einn hér sem hefur komið árlega síðan 1998 og hann er hér í annað skiptið í sumar. Yfir sumarið eru aðallega útlendingar við veiðar hér og þannig hefur það verið alveg frá byrjun, síðan laxveiðin hófst hér í þessum mæli. Íslendingar eru innanum en mestmegnis er þetta fólk frá Bret- landseyjum og svo Spánverjar. Svo er fólk annars staðar að á milli, til að mynda eru fjórir Færeyingar við veiðar núna.“ Er öðruvísi að fylgja erlendum veiði- mönnum en íslenskum? „Það er yfirleitt rólegra hjá útlending- unum, þótt það sé misjafnt. Mest eru ró- legheitin kringum bresku veiðimennina en meiri læti í kringum Spánverjana, og okkur Íslendingana. Bretarnir eru gjarnan yfirvegaðri, þeir hafa þessa löngu hefð bak við sig og margir hafa veitt síðan þeir voru börn. Lengi vel var niðursveifla í veiði í Eng- landi og Skotlandi og kannski lærðu þeir þá betur að meta að standa við veiðarnar, halda áfram að kasta vel, vitandi að það er alltaf von á einum.“ Túpa Skúla tætist upp Þetta síðdegi færum við Martin okkur niður á fimmta svæði og veiðum fyrri hlutann í Dýjanesstreng, en það er langt og fjölbreytilegt veiðisvæði. Við sjáum fljótlega að þar er mikið af fiski, hann stekkur hér og þar – og tekur túpur hjá okkur. Fallegir nýgengnir laxar. Seinni hluta vaktarinnar byrjum við á Miðhúsabreiðu þar fyrir ofan og í fyrsta rennsli niður strenginn landar Martin tveimur löxum, báðum á Bismó-túpu Skúla sem farin er að tætast upp. Sá þriðji tekur síðan rauðan Frances. Vaktinni ljúkum við í Efranesflúðum; eftir að Martin hefur reist lax á Sunray Shadow skiptir hann í minni svarta flugu og lax- inn neglir hana. Ég príla með háf niður stiga sem er þar í bröttum bakkanum og býst til að renna honum undir laxinn sem Martin er að þreyta. Ég heyri þá að bíll rennir að og rödd Skúla sem stekkur út úr honum og spyr Martin hvort hann þurfi aðstoð. Þegar Martin svarar að ég sé þegar kominn niður með háf, birtist Skúli uppi á brúninni og segir mér til. Skömmu síðar er enn einn nýrenningur á bakkanum. Aldrei veitt jafn lítið og í vor Eftir viðburðaríkan dag við ána, þegar búið er að færa yfir 100 laxa til bókar enn einn daginn, spyr ég Skúla hvort hann komist sjálfur eitthvað í laxveiði, annars staðar en í Eystri-Rangá. „Ég er nú orðinn mettur á laxveiðum þegar ég kem heim eftir þessa törn á haustin – mér finnst líka mest gaman að veiða silung.“ Hann bætir við að hann sé ekki með fiðring allan veturinn, það sé nefnilega kostur að búa á bakka ár, eins og hann gerir á Seli í Grímsnesi, á bakka Brúarár. „Ég fer bara af stað þegar veðrið er rétt. Oft byrja ég ekki fyrr en í maí en þetta síðasta vor var mjög erfitt. Mikið rok og kuldi. Ég hef aldrei veit jafn lítið og í vor. Það eru komin þrjú ár síðan ég fór ann- að í laxveiði, en það var í Miðá í Dölum. Ég er alltaf að vinna á þessum tíma. Svo fór ég í lax í Brúará í fyrra. Þá var meiri lax í ánni en menn gerðu ráð fyrir. Laxa- seiðum var síðan sleppt í hana í fyrra og það er byrjaður að ganga lax úr þeim sleppingum – vonandi gengur það vel.“ Veltikastið virkaði hjá Martin Bell und- ir skriðunni neðst við Dýjanesstreng í Eystri-Rangá. Þar voru laxar og einn tók rauða keilutúpu, með látum. Morgunblaðið/Einar Falur Skúli og Raymond með lax sem sá síðarnefndi veiddi við Hrafnakletta. Raymond er sá elsti sem Skúli hefur sagt til við ána til þessa en hann átti í engum vandræðum við veiðina. „Ég byrjaði sem leiðsögumaður hjá Lax-á sumarið 1998. Þar áður var ég nokkuð hjá Þresti Elliðasyni í Ytri-Rangá,“ segir Skúli Kristinsson en hann tekur á móti veiði- mönnum sem koma að veiða í Eystri-Rangá og fylgir mörgum þeirra við veiðarnar, frá byrjun júlí ár hvert og inn í september. Sjálf- ur segist hann hafa veitt í Rangánum í 31 ár. „Aðallega veiddi ég í Ytri hér áður fyrr, fyrir neðan Ægissíðufoss, en líka svolítið uppfrá á urriðasvæðinu. Það var oft mjög gaman þar fyrir neðan foss. Þar mátti rekast á einn og einn lax og stöku sjóbirtinga en mest var ég að veiða stórar bleikjur. Ég fór þangað að veiða allt sumarið og var í paradís því fáir voru að veiða þar á flugu á þeim tíma,“ segir hann. Á síðustu áratugum hefur veiðiskapurinn tekið mikl- um breytingum í Rangánum, eftir að þær blómstruðu sem laxveiðiár sem byggja á sleppingu laxaseiða. Hafa þær verið gjöf- ulustu veiðiár landsins mörg undanfarin ár. Skúli hefur aðallega veitt á flugu og er líka mikill áhugamaður um fluguhnýtingar. „Ég veiði á maðk ef þess er þörf en það er sjaldgæft, ég kann mikið betur á flug- una,“ segir hann og brosir. Oft langir vinnudagar en miserfitt Skúli segist hafa byrjað að veiða í Elliða- vatni og öðrum vötnum í grennd við Reykja- vík, sem ungur maður. „Eins og mjög marg- ir aðrir lá þá leiðin í Þingvallavatn – og áfram,“ segir hann. En það er líka langt um liðið síðan Skúli fór að starfa við veiðiár, en hann var veiðivörður við Elliðaárnar á ár- unum 1988 til 1997. „Í því fólst svolítil leiðsögn og þar byrjaði ég að aðstoða aðra veiðimenn. Það hefur síðan gengið ágæt- lega,“ segir hann hógvær þegar ég spyr hvort menn þurfi ekki að vera liprir í mann- legum samskiptum í þessu starfi. „Reynsl- an skiptir líka alltaf máli, hvernig á að taka á málunum. Þetta eru orðin mörg sumur við leiðsögn, mest hér í Rangánum. Þetta eru oft langir vinnudagar en miserfitt. Það fer líka eftir veiðimönnum.“ Hefur mest gaman af silungsveiði Þrátt fyrir að Skúli starfi á sumrin við að segja laxveiðimönnum til, þá hefur hann sjálfur mest gaman af silungsveiði. Hann er vel í sveit settur til að stunda hana, þar sem hann býr á Seli við Brúará. „Ég reyni að veiða vel af silungi, á vorin og fram í júlí,“ segir Skúli en hann byrjar yf- irleitt seint í apríl eða snemma í maí. „Það er stutt fyrir mig að fara í mörg vötn, auk Brúarár, og svo er stutt á Þingvöll. Víða má komast í góða silungsveiði.“ Með Skúla Kristinssyni leið- sögumanni í Eystri-Rangá „Veiðimenn eru vanir að sjá mig í símanum, ég þarf að svara mörgum,“ segir Skúli. Morgunblaðið/Einar Falur „Ég reyni að veiða vel af silungi, á vorin og fram í júlí“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.