SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 24
24 21. ágúst 2011
Í
lok september verða frumsýndir
sjónvarpsþættirnir Pan Am í
Bandaríkjunum, en nafnið draga
þeir af viðfangsefni sínu Pan Am-
erican Airlines sem var stærsta flugfélag
landsins um miðja síðustu öld. Þættirnir
verða sýndir á SkjáEinum í nóvember.
Þættirnir eru gerðir af Jack Orman sem
er þekktastur fyrir að vera einn höfunda
ER eða Bráðavaktinni sem eru með vin-
sælustu þáttum sem gerðir hafa verið
vestanhafs á undanförnum árum.
Þættirnir skarta stjörnum á borð við
Christinu Ricci (Addam’s Family, Ice
Storm, Sleepy Hollow, Monster og Grey’s
Anatomy), Kelly Garner (Man of the
House og The Aviator), Michael Mosley,
Mike Vogel, Karine Vanasse og Margot
Robbie. Um „períódu-drama“ er að
ræða, þarsem skyggnst er inní líf flug-
manna og flugþjónustufólksins sem voru
eins og aðalsfólk þess tíma, dáð og virt,
enda var frelsið algjört, það flaug um all-
an heiminn á meðan sauðsvartur almúg-
inn var rétt farinn að geta látið sig
dreyma um að stíga upp í flugvél. Bún-
ingablæti samfélaga Vesturlanda var án
nokkurs vafa meira á þeim tíma, enda
síðustu styrjöld á Vesturlöndum nýlokið
þarsem hermenn voru hylltir sem hetjur.
Flugmenn voru klæddir einsog í herbún-
inga og flugþjónarnir líka, konur í pilsum
og með hvíta hanska.
Í kynningu um þættina segir að þeir
séu um tíma „… þegar flugmennirnir
voru stjórstjörnur og flugfreyjurnar eft-
irsóttustu konur veraldar. Til að gerast
starfsmaður hjá Pan American var ekki
nóg að vera ungur og myndarlegur,
heldur einnig vel menntaður og fágaður.
Þættirnir gerast í hita kalda stríðsins, í
30.000 fetum og í tæknibyltingu sjöunda
áratugarins“.
Upphaf Pan Am
Pan Am-flugfélagið hafði verið stofnað
árið 1927 sem nokkurskonar svar við
flugfélagi frá Kólumbíu sem var í þýskri
eign og var farið að seilast til áhrifa á
bandarískum markaði og í Mið-Ameríku.
Pan Am naut strax náðar bandarískra yf-
irvalda og fékk meðal annars leyfi til að
sjá um póstsamgöngur milli Kúbu og
Bandaríkjanna, þótt það ætti hvorki flug-
vél sem kæmist yfir né hefðu lending-
arleyfi á Kúbu. Það náði fljótt tökum á
banda-
ríska
markaðnum
og árið 1937
hóf Pan Am al-
menningsflug á
milli Bandaríkjanna og
Evrópu. Almenningsflug í
þeim skilningi að allir máttu
kaupa sér miða, en það var svo sann-
arlega ekki á færi almennings, enda
kostaði hver miði um 375 dollara á þeim
tíma, sem samsvarar um 5.300 dollurum
í dag eða rúmum 600 þúsund krónum. Í
millilandaflugið voru notaðar hinar stóru
flugvélar Boeing 314, sem voru á tveimur
hæðum, með bar á neðri hæðinni, veit-
ingastað og svo íbúðir á efri hæðinni og
aftast voru sæti fyrir almenning í ódýrari
sætum.
Pan Am verður stórveldi
Eftir seinni heimstyrjöldina fór vegur
flugfélagsins vaxandi og árið 1947 var
flugfélagið komið með flug í kringum
heiminn og með aðstöðu í öllum helstu
heimshlutum. Á sjötta, sjöunda og átt-
unda áratugnum var Pan Am allsráðandi
Í haust verða frumsýndir skemmtiþættir sem gerast á gullald-
artíma Pan Am-flugfélagsins Á þeim tíma voru flugmenn
stórstjörnur og flugfreyjur ekki síður. Gunnar Eyjólfsson
leikari var um tíma flugþjónn á þessum gullaldarárum.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Þegar flugfreyjur
voru eftirsóttustu
konur veraldar
Vinnustaðarómans í búningum sem er svolítið villtur en samt þannig að snyrtimennskan er í fyrirrúmi.
Hin heimsfræga leikkona
Christina Ricci leikur eitt
aðalhlutverkanna.