SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 22
22 21. ágúst 2011 S amfylkingin er hugmyndasnauðasti flokkur íslenskra stjórnmála. Lengi hefur hún látið öll sín mál renna ofan í „hugsjónina“ einu, aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er staðan sú að þrír ís- lenskir stjórnmálaflokkar hafa það eindregið á stefnuskrá sinni að Íslandi sé best að standa utan við ESB. Einn stjórnmálaflokkur, sem nýtur enn um það bil 20 prósenta stuðnings kjósenda, er á annarri skoðun. Það er með nokkrum ólíkindum að þrátt fyrir þessa stöðu hafi einsmálsflokknum tekist með pólitískum þvingunum að fá samþykkta ályktun á Alþingi um að rétt sé að sækja um aðild að ESB. Flest er breytt Frá því að þessi ósköp og pólitísku ólíkindi urðu ofan á hafa að auki orðið miklar breyt- ingar á öllum forsendum málsins. Raunsæir menn sjá strax að ESB er að verða allt annað en það var þegar aðildarumsókn var þvinguð í gegn um þingið með vélabrögðum og hótunum eins og þingmenn hafa sjálfir lýst. Mjög hefur skort á rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti að farga hluta af sínu fullveldi og hverfa með hann inn í svarthol yfirþjóðlegs valds, til manna sem enginn hefur kosið og standa eng- um manni reikningsskil. Yfirborðsmenn allrar umræðu leggja það helst til mála að þetta hafi aðrir gert og það sé því merki um undarlegheit ef við gerum það ekki líka! En þeir sem vildu þó sýnast hafa bitastæð rök fyrir stuðningi sínum freistuðust lengi til þess að segja að Ís- land væri slíkt örríki að það gæti ekki verið að burðast með eigin mynt. Af slíku hlytist mikill aukakostnaður sem skekkti samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Sú ástæða ein nægði til að þjóðin yrði inn í ESB að fara, þótt flest annað mælti gegn því. Þá var að vísu horft fram hjá því að lífskjör á Íslandi hafa batnað jafnt og þétt frá miðri síðustu öld, og lengst af hraðar og af meira öryggi en hjá flestum öðrum þjóðum, líka þeim sem bjuggu við mynt, sem náði til mun fleiri en íslenska krónan. Evran fékk sitt próf og féll Töframyntin evran er ekki gömul. Hún hefur ekki skapað meiri varanlegan efnahagslegan styrk en þjóðir bjuggu við áður með eigin mynt, sem flestar voru „örmyntir“ í sam- anburði við evruna. Þjóðverjar gerðu það gott með sitt mark, svo ekki var sérstaklega bent á þeirra land, þegar menn vildu fá staðfestingu á eigin fullyrðingum um að stórmyntin tryggði hagvöxt og stöðugleika í senn. Á hvaða ríki var þá bent? Hafa menn gleymt því? Eða kjósa þeir að láta eins og þeir muni það ekki lengur. Það var bent sérstaklega á Spán, en þar þótti öldin verða önnur eftir að pesetanum var kastað. Og vissulega varð þar uppgangur fyrsta kastið, jafnvel svo að undr- un þótti sæta. Helst þurftu menn að horfa til Grikklands og Írlands til að sjá annað eins. Ír- land, sem sagt hafði verið um að liti á eigin borgara sem sína helstu útflutningsvöru. Nú var uppgangurinn þar orðinn slíkur, vegna evrunnar, að brottfluttir Írar streymdu heim á nýjan leik. Öðruvísi þeim áður brá. Og þessi góðærisdæmi virtust svo sannarlega ekki vera út í hött. Bankar og byggingarfyrirtæki í þess- um löndum þöndust út. Eftirspurnin var slík að laun hófust með undrahraða upp í æðra veldi. Árlegir bónusar í bönkum, jafnvel til miðlungsmanna þar innan veggja, námu ævi- tekjum venjulegs fólks. Og allt var þetta auð- vitað evrunni að þakka. Og þótt ekki nytu all- ir þessa til fulls þá flutu lausbeislaðir fjármunir eins og elfur um allt þjóðfélagið. Og þeir sem ekki tóku þátt í ævintýrinu skynjuðu að þeir yrðu fljótt eins og aumir undirmáls- menn í nýjum allsnægtum evrunnar, og slógu því flestir til. „Og allt með glöðu geði var gjarnan sett að veði.“ Lögmálin gilda En svo kom á daginn að ekki var allt eins og sýndist. Það hafði þá eftir allt verið vitlaust gefið. „Nýju efnahagslögmálin“, sem talið var að ónefndir snillingar hefðu fundið upp, voru ekki til. Undirmálslán vestan hafs voru ein- mitt það sem nafnið gaf til kynna: undir- málslán. Og austan hafs hafði hin sameig- inlega súpermynt ekki breytt því að leggja varð grundvöllinn fyrir efnahagslífinu rétti- lega í hverju landi fyrir sig. Það hafði enginn fundið upp nýtt efnahagslegt sólkerfi. Hin efnahagslega sól reis og hún settist aftur eftir nákvæmlega sömu lögmálum og hún hafði jafnan gert. Það voru gervivísindi, lítið betri en kynjafræði, að frá slíkum lögmálum gætu menn sem kynnu nóg fyrir sér einfaldlega reiknað sig. Og átrúnaðarmenn evrunnar stóðu frammi fyrir óþægilegum staðreyndum. Þeir sem höfðu sagt að ekki gengi upp að gera fjölda sjálfstæðra þjóða að búa við eina og sömu mynt höfðu haft rétt fyrir sér allan tím- ann. Þeir höfðu spáð því að slíkt myndi enda með ósköpum. Og viðbrögð átrúnaðarmanna við hinum bitru sannindum hefðu svo sem mátt vera fyrirsjáanleg. Fyrst þeir urðu að kyngja því að „úrtölumenn“ og „efasemd- armenn“ hefðu haft rétt fyrir sér var aðeins ein leið út úr vandanum að þeirra mati. Gæti fjöldi sjálfstæðra ríkja ekki búið við eina og sömu mynt væri lausnin einföld. Hún var auðvitað ekki sú að hverfa frá sameiginlegu myntinni. Nei, hún var þvert á móti sú að hverfa frá „sjálfstæðinu“, sem bersýnilega væri vandamálið, að minnsta kosti í þeim mæli að það dygði myntinni. Og svo byrjuðu á ný öll gömlu sniðugheitin og frasarnir um að besta leið til að varðveita sjálfstæðið væri að farga því að hluta. Eftir alþjóðavæðinguna væri hugtak eins og sjálfstæði ekki það sama og áður og minni þjóðir án styrks bandalaga, sem þær hefðu horfið í, byggju hvort sem væri við gervisjálfstæði og þar fram eftir götunum. Þetta var umræðan á meginlandinu. Meginlandsumræðan og Íslandsumræðan En á Íslandi, þar sem ætla hefði mátt að betur væri fylgst með þróun mála á evrusvæðinu en víðast annars staðar, vegna þeirra aðlög- Reykjavíkurbréf 19.08.11 Hvað sögðu þeir Einstein og

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.