SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 21
21. ágúst 2011 21 við mælingar leiðir til nýrrar hugsunar varðandi jarð- skjálftaspá. „Við eigum að geta uppgötvað sprungu sem er komin á hreyfingu neðarlega í skorpunni, árum eða ára- tugum áður en skjálfti verður á henni,“ segir Ragnar. „Og með því að fylgjast nákvæmlega með hreyfingum þess- arar sprungu frá „degi til dags“ getum við spáð frá „degi til dags“ um hvernig hún muni halda áfram að þróast og reyna að skilja, hvenær hún sé líkleg til að verða vett- vangur stórs skjálfta, áður en hann brestur á. Niðurstaðan í bókinni er að við eigum að geta sagt á gagnlegan hátt fyrir um alla stóra skjálfta á Íslandi og hugsanlega víða um heim, ef nægilega gott samfellt eftirlit er fyrir hendi. Þetta eftirlit felur ekki bara í sér beinar mælingar, heldur líkansgerð sem uppfyllir fjölbreytilegar mæliniðurstöður, líkansgerð sem þannig er í stöðugri endurnýjun. Menn segja kannski að þetta hljóti að vera óheyrilega dýrt. Það má gera þetta ódýrara með því að nýta tölvutækni í enn ríkara mæli en nú til túlkunar fjöl- breytilegra mælinga, og til sjálfvirkrar líkansgerðar, svo að segja frá degi til dags.“ Fylgst með Bláfjöllum og Skjálfandasvæðinu En þar sem flestir láta sér nægja áhyggjur dagsins í dag og nánustu framtíðar, liggur beint við að spyrja Ragnar hvort Íslendingar megi eiga von á stórum skjálfta á næstunni, en hann segir ekkert öruggt í þeim efnum. „Það eru engin skýr merki um það enn þá, í upplýsingum sem Veð- urstofan gefur frá sér, að mjög stór skjálfti sé í vændum hér á landi á næstunni,“ segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hann verði ekki. Við ættum að fylgjast sérstaklega vel með Blá- fjallasvæðinu, eins og við köllum svo, svæðið vestur frá Þrengslum og til Brennisteinsfjalla. Þarna gæti orðið skjálfti af stærð yfir 6, en líklega vel undir 7. Nálægðin við þéttbýli Reykjavíkur segir okkur að þarna þurfum við að halda uppi samfelldu eftirliti í því formi sem ég var að tala um hér á undan. Við ættum líka að fylgjast mjög vel með Skjálfandasvæðinu, sérstaklega lárétta misgenginu milli Húsavíkur og Flateyjar. Þarna er líka eðlilegt að búast við skjálfta stærri en 6 á næstu árum og áratugum.“ Ögrun í því að spá fyrir um skjálfta Aðspurður hvað hafi dregið hann að þessum rannsóknum þegar hann var ungur segir hann það röð ýmissa atburða og tilviljana. „Þegar maður er ungur og orkuríkur langar mann svo margt. Ég fékk þá flugu í höfuðið sumarið eftir stúdentspróf, að læra jarðeðlisfræði. Svíþjóð varð fyrir valinu af því að mér var sagt að þar gæti maður lært hvað sem væri og sameinað það svo í einu háskólaprófi. Ég endaði svo í jarðskjálftafræði, í framhaldsnámi, af því að þarna var frægur prófessor í því fagi. Ég fór svo í að hafa eftirlit með jörðinni á Íslandi, sem er vissulega verkefni fyrir orkuríka menn. Af hverju ég fór svo að einbeita mér mikið að rannsóknum fyrir tveimur áratugum? Það var af því mér fannst það ófullnægjandi að tala bara um jarð- skjálfta eftir að þeir hafa orðið. Hin mikla ögrun jarð- skjálftafræðinnar er að segja fyrir um þá.“ Þess má geta að bókin er væntanleg í bókabúðir, en líka má panta hana beint frá Springer: springer.com eða með tölvupósti á netfangið orders-ny@springer.com. Jarðskjálftar eru tíðir á Suðurlandi og eyðileggja heimili, garða og götur. Morgunblaðið/RAX Þegar hætta er á jarðskjálftum er fólki ráðlagt að vera frekar úti en inni. Þessi pólska fjölskylda á Selfossi varð við tilmælunum í kringum jarðskjálftana árið 2008. Morgunblaðið/Golli Þessi mynd er tekin í íbúð á Selfossi eftir Suðurlandsskjálftann árið 2008. Morgunblaðið/Golli Myndin fyrir ofan sýnir kort sem sent var Almannavörnum, ríkis og í héraði, 26 klukkustundum fyrir seinni Suðurlandsskjálftann árið 2000, en hann brast á 21. júní, rétt eftir miðnætti. Grænu rammarnir á kortinu eru svæðin sem áætluð voru mestu umbrotasvæði kom- andi skjálfta. Í símtölum sem fylgdu bentum við á að stærri græni ramminn væri líklegri upp- tök. Við töldum að stærðin mundi verða svipuð og í 17. júní skjálft- anum eða eitthvað minni, sem sagt 6,6 á Richter-kvarða eða minni. Við sögðum að björgunar- aðilar skyldu búa sig undir að skjálftinn gæti brostið á hvenær sem væri innan skamms, og þá átt við næstu klukkutíma. Næsta spurning Almannavarna- aðila var hvort þeir ættu að út- varpa þessari viðvörun til al- mennings. Við ráðlögðum það ekki, vegna þess að þessi „spá“ Suðurlandsskjálftinn árið 2000 væri alls ekki svo óyggjandi að hún gæfi tilefni til slíks, þótt hún gæfi tilefni til sérstaks viðbúnaðar björgunaraðila á þessum stað. Það hafði áður komið fram opinber- lega hjá vísindamönnum og Al- mannavörnum að líklegt væri að fleiri skjálftar mundu fylgja 17. júní skjálftanum, vestar á Suður- landi, og töldum við að það nægði til almenns viðbúnaðar hjá al- menningi. Þessi viðvörun okkar barst nú eitthvað út, svo þegar skjálftinn brast á fengum við gagnrýni frá fólki, nálægt upptökunum fyrir að hafa ekki látið viðvörunina ganga víðar, til allra. Það er alltaf vafa- mál hvað rétt er við slíkar að- stæður. Meginregla okkar var sú að ekki ætti að spá stórum skjálfta opinberlega nema að segja um leið hvað fólk ætti að gera til undir- búnings. Til að ráðleggja fólki hvað það ætti að gera væri best að Almannavarnir gæfu út slíkar spár, vissulega í samráði við jarð- skjálftafræðinga. Það sem gerði okkur kleift að gefa út þessa gagnlegu viðvörun var að smáskjálftar byrjuðu eftir norður-suður sprungu sem talin var líkleg misgengissprunga fyrir næsta jarðskjálfta. Þetta túlkuðum við sem svo að misgengishreyfing væri byrjuð á miklu dýpi, og væri að éta sig upp í skorpuna. Annað jafnmikilvægt var að löngu fyrr bentum við á báða staðina, 17. júní sprunguna og 21, júní sprunguna sem líklega staði fyrir næstu stórskjálfta. Það var eins konar langtímaspá, sem hjálpaði til við skammtímaspána. Skjálftinn 21. júní fór gegnum Hestvatn og til suðurs þaðan, ná- kvæmlega þar sem mestu umbrot- unum var spáð eins og sést á myndinni, því rauða línan sýnir hvar seinni skjálftinn kom.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.