SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 10
10 21. ágúst 2011 F lest, ef ekki öll, þekkjum við tilfinninguna af því að kaupa eitthvað sem kallast einnota. Það er eitthvert fyrirbæri, klæði, leikfang eða annað, sem ber með sér að nota beri aðeins einu sinni, síðan skuli því fleygt í ruslið. Þetta ger- um við, vegna þess að við ætlum að skemmta okkur, grínast, vera með uppákomu eða eitthvert skens. Við vitum að hverju við göng- um, erum ekki að kaupa köttinn í sekknum og dettur ekki í hug að vera með eitthvert röfl, yfir því að varan var einnota. Hún þjónaði sínum tilgangi sem slík og honum er lokið, eftir að hún var einu sinni notuð. Þessi hugsun um einnota fyrirbæri hefur því miður ekki færst yfir í pólitíska vitund íslenskra kjós- enda. Nógu margir kusu Jón Gnarr til þess að hann varð borgarstjóri Reykjavíkur, höf- uðborgar þessa lands, og hefur virðing borgarinnar aldrei verið minni af þeim sökum. Brandarakallarnir og kerling- arnar voru vissulega að hugsa um einnota fyrirbærið, en sitja uppi með það í fjögur ár, sem er ófyrirgefanlegt. Hann er einnota fyrirbæri og verður ekki aftur nýttur hvað sem hótunum hans líður um það að verða hundrað ára gamall borgarstjóri. Annað einnota fyrirbæri sem „Búsáhaldabyltingin“ fleytti inn á hið háa Alþingi okkar Íslend- inga, er kvikmyndagerðarmað- urinn Þráinn Bertelsson. Hann gafst nú fljótt upp á að eiga sam- leið með Hreyfingunni, sem var afsprengi „Búsáhaldabylting- arinnar“ og sá eftir einveru á Alþingi helsta von í því að öðlast frek- ari frama, völd og áhrif, með því að ganga til liðs við þingflokk VG. Er ekki eitthvað brjóstumkennanlegt við málflutning þessa ein- nota þingmanns, Þráins Bertelssonar, þegar hann segir í samtali við mbl.is á fimmtudag: „Ég sagði einfaldlega að ef ekki yrði fundin sanngjörn lausn á málefnum Kvikmyndaskólans myndi ég ekki styðja fjárlögin. Og það stendur“? Heldur þingmaðurinn sem ekki hefur slitið barnsskónum í sínum nýju pólitísku heimkynnum, að hann geti haldið ríkisstjórninni í herkví, vegna þess að honum hugnast ekki hvernig menntamálaráðuneytið ætlar að taka á aug- ljósum útþensluvanda skóla, sem sennilega hefði aldrei átt að hýsa meira en 60 nemendur? Að minnsta kosti ekki ef horft er til þess sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, og þá er að vísu vís- að til háskólastigs, ekki framhaldsskólastigs? Á mbl.is í fyrradag kom fram að mennta- og menningar- málaráðuneytið hefði „komist að þeirri niðurstöðu að Kvikmynda- skóli Íslands uppfylli ekki skilyrði viðurkenningar um rekstr- arhæfi. Ríkisendurskoðun hefur tekið undir þetta mat og telur að gera eigi úttekt á því hvernig farið var með fjárframlög ríkisins í rekstri skólans,“ eins og segir í fréttinni. „Þetta er bara þvílík handabakavinna og er bara ráðuneytinu og þeim sem þar ráða húsum til mikillar skammar, finnst mér. Ég get ekki sagt annað,“ segir Þráinn. Hvar var heili hins einnota, þegar verið var að ræða framtíð ann- ars framhaldsskóla í einkaeign, Hraðbrautar? Skóla sem óumdeil- anlega hefur skilað þjóðfélaginu miklum sparnaði, með því að út- skrifa stúdenta á tveimur árum, ekki fjórum? Stúdenta, sem skila sér tveimur árum fyrr, fyrir vikið, inn í íslenskt athafnalíf? Nú hljóta allir viti bornir menn að gera ráð fyrir því að Þráinn hafi kynnt sér í þaula hvernig Kvikmyndaskólinn var rekinn, sem ég ætla alls ekki að halda fram að ég hafi gert. En bendir eitthvað til þess að hann hafi gert það, í ljósi hans kjánalegu yfirlýsinga? Ekk- ert! Mér finnst það bara liggja í augum uppi að skólinn hafi farið of geyst, reist sér hurðarás um öxl og sitji nú uppi með afleiðingar af vaxtargræðgi sinni, rétt eins og hver annar fallinn útrásarvíkingur. Er ekki best að hugsa fyrst: Úr hverju hef ég að spila?; hvaða tæki- færi hef ég, innan þess ramma sem mér er markaður, að byggja upp spennandi og flottan kvikmyndaskóla; og svo ef plönin öll ganga upp, þá get ég farið að hugsa til raunverulegs vaxtar, eða hvað? Einnota fyrirbærin Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón GnarrÞráinn Bertelsson ’ Úr hverju hef ég að spila; hvaða tækifæri hef ég, innan þess ramma sem mér er markaður, að byggja upp spennandi og flottan kvikmynda- skóla? 07:00 – Ég ýti á snús- takkann. Ég ranka við mér rúm- lega hálftíma seinna þegar Louisa samstarfskona mín og meðleigj- andi hringir og segir að hún hafi sofið yfir sig. Ég fatta þá að ég hef líka sofið yfir mig. Ég rýk framúr og í sturtu. Nei...ekkert heitt vatn! Ég herði mig upp og skelli mér undir kalda bununa. Þegar ég kem niður í eldhús er David, hinn meðleigjandi minn, búinn að hella uppá kaffi. Ég næ því sturtu, morgunmat og að keyra í vinnuna á 40 mínútum. Algjört met í annars ringlaðri morg- untraffík í Íslamabad. 08:15 - Mætt í vinnuna, á skrifstofu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Í dag er fundur fram- undan sem skipulagður er af Sameinuðu þjóðunum þar sem farið verður yfir afleiðingar monsúnregns í Suður-Pakistan. Ég kveiki á tölvunni og skýst svo úr litla skrifstofuskúrnum mín- um í bakgarðinum yfir í að- albygginguna og næ mér í ilm- andi Neskaffi. Ég skelli sykri og þurrmjólk í kaffið til að bæta bragðið. Þó Neskaffi venjist ótrú- lega vel væri munur að fá gott Kaffitárskaffi á morgnana. Fram eftir morgni leggst ég í lestur á tölvupóstum um flóðasvæði í Suður-Pakistan og íbúa á átaka- svæðum norður í landi. 11:00 – Hoppa á fund med yfirmanninum til að ræða flóða- mál. Þó verkefni Alþjóðaráðsins snúi að því að aðstoða fórn- arlömb vopnaðra átaka, verðum við að geta brugðist við nátt- úruhamförum ef þörf er á. Við förum yfir málin og rennum yfir dagskrá fundarins framundan. Ég skelli mér síðan yfir til Jósefs og Pálínu til að ræða verkefna- skýrslu sem send verður til yf- irvalda. Jósef hefur umsjón með gervilimaverkefninu okkar, sem er sniðið að þeim sem misst hafa útlimi vegna jarðsprengna eða skotsára. Pálína hefur umsjón með heilsugæsluverkefnunum. Allt er á góðri leið. Að lokum býður Josef okkur í Raclette á laugardaginn, svissneskan osta- rétt sem hann hefur komið með að heiman. Ég er fljót að taka boðinu enda er ég ostafrík. 15:00 - Eftir spjall með koll- egunum yfir pakistönskum há- degismat bruna ég á fundinn sem fram fer á hóteli í borginni. Á leiðinni fer ég í gegnum öryggis- pósta lögreglunnar. Ég mæti á hótelið og öryggisverðir yfirfara bílinn og hleypa mér svo inn á bílastæðið. Eftir gang um gegn- umlýsingartæki og langa ganga sest ég loks niður í fundarsalnum þar sem fólk frá hinum ýmsu hjálparstofnunum er að koma sér fyrir. Næstu tvo tímana er farið yfir fréttir af flóðasvæðum i suðrinu. Sem betur fer hefur verid hægt að adstoða þá íbúa sem þurft hafa á hjálp að halda og samkvæmt veðurspá er ekki bú- ist við meira monsúnregni á þessu svæði á næstu dögum. Allir eru samt í viðbragðsstöðu því oft hafa veðurspár klikkað. Ég fer aftur á skrifstofuna og hitti á yf- irmanninn til að ræða efni fund- arins og framgang mála. 18:30 - Á leiðinni heim er lítil umferð en nú er Ramadan, föstumánuður múslima og flestir komnir heim, rétt í þann mund að brjóta föstuna fyrir bænahald. Ég hugsa með mér að gott væri að gera nokkrar jógaæfingar fyrir kvöldmat. Ég er rétt kominn heim er kanadísk vinkona mín hringir og býður mér að koma með sér og vinum sínum út að borða. Þetta er svokölluð kveðj- umáltíð því hún er að fara heim eftir 9 mánaða veru í Pakistan. Ég skelli mér undir kalda sturtuna, sem er frekar hressandi eftir heitan dag. Við eigum góða stund yfir matnum og hlæjum yfir sög- um vinar okkar frá Kenýa um eiginkonur stjórnmálamanna þar í landi sem beitt höfðu ýmsum „heimilisráðum“ til að fá eig- inmenn sína til að samþykkja lög sem þjóðinni var annt um að fá í gegn. 23:00 - Ég bursta tennur og skelli mér upp í rúm. Ég kíki á tölvupóstinn og sé að sauma- klúbburinn minn, Krosssaums- systur, er að skipuleggja sum- arbústaðaferð í Kjósina. Ah....ég læt mig dreyma um íslenska náttúru og grillkvöld í Kjósinni. Að lokum lognast ég út af yfir þrumum, eldingum og mons- únregni í Islamabad. Dagur í lífi Hrafnhildar Sverrisdóttur hjá Rauða krossinum Hrafnhildur Sverrisdóttir vinnur hjá Rauða krossinum í Islamabad en lætur sig dreyma um grillkvöld í Kjósinni. Ostaveisla í Pakistan

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.