SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 25
21. ágúst 2011 25 Inní þessum fljúgandi börum urðu víst ýmis ástarævintýri á gullaldarárum flugsins áður en farið var að troða farþegum í vélarnar einsog sardínum í dós og loka fyrir. Einsog sést á þessari mynd þá voru þessar flugvélar fljúgandi veitingahús, barir og þægileg veitingahús. Næturlífið í háloftunum hefur verið fjörugt. Í Boeing 377 vél einsog þessari flaug Gunnar sem flugþjónn um árabil. Hann flaug einnig með vélunum DC-6 og DC-7 en var hættur þegar þoturnar komu á markað. M eð Pan American Airlines flaug Gunnar Eyjólfsson um allan heiminn í nokkur ár á sjötta áratugnum. Á þeim tíma var iðu- lega stoppað í nokkra daga á ýmsum stöðum í heiminum og oftast farið með starfsfólk flugfélagsins eins og stórstjörnur. Það gisti á fimm stjörnu hótelum og var boðið í veislur mikilmenna. Í spjalli við Morgunblaðið segir hann meðal annars frá einum sem hann kynntist í fluginu sem var forseti sambands kókóræktenda í Vestur-Afríku og bauð honum í heimsókn á heimili sitt. Þegar hann kom út- úr flugvélinni beið fólk tugum saman á flugvellinum með sólhlífar til að sólin lenti ekki á honum á leiðinni úr flugvélinni í Bensinn. Þegar Gunnar kom á heimili hans kom í ljós að hann átti um 40 eiginkonur og yfir hundrað börn. „Heimili hans var meira einsog þorp heldur svona heimili eins og við könnumst við,“ segir Gunnar. „Áttu börn með 40 konum? spurði ég hann. Já, svaraði hann. Og þær njóta mikillar virðingar í samfélaginu, því þær eru allar giftar, svaraði hann,“ segir Gunnar og hlær. Í bók sinni segir Gunnar mikið frá ferðum sínum um Afríku og að verst hafi verið að koma til Suður- Afríku því hann flaug þangað á tíma sem hvítir að- skilnaðarsinnar réðu ríkjum þar. Kúgun hvítra á svarta meirihlutanum hafi verið mikil á þessum tíma. „Ég lenti einu sinni í svolítið skondnum aðstæðum þegar ég var að lesa bannaða bók á hótelinu mínu þarna í Suður-Afríku. Þetta var frásögn afrísks bylt- ingarleiðtoga og það vildi hvíti minnihlutinn sem öllu réð ekki fá inní landið sitt. En þarsem ég sit í róleg- heitum og er að lesa verkið stökkva innum gluggann hjá mér menn á flótta undan lögreglunni og rjúka síð- an útum dyrnar og fram á gang. Síðan stekkur lög- reglan innum gluggann og hleypur afsakandi í gegn- um herbergið mitt,“ segir Gunnar. Gunnar segir frá mörgum skondnum atvikum í bók sinni, en honum var bæði boðin staða njósnara og smyglara en hafnaði hvorutveggja. Þá segir hann frá því að á ferðalögum sínum hafi hann séð ótrúlega mikið af skemmtilegum leiksýn- ingum útum allan heim. Hann hafi séð sýningar í Hong Kong, Saigon í Víetnam, Tyrklandi og víðar. Á þessum tíma kynntist hann konu sinni, Guðríði Katrínu Arason (Gullu), sem vann hjá Flugmálastjórn og þar sem hún fékk ódýra flugmiða vegna stöðu sinnar gátu þau ræktað samband sitt þótt Gunnar væri á ferð og flugi. Það varð til þess að Gunnar sneri á endanum aftur til Íslands, byrjaði að leika í Borg- arleikhúsinu en fór fljótt í Þjóðleikhúsið þar sem hann var fastráðinn mestan hluta ævi sinnar. „Ég mun leika í Borgarleikhúsinu núna fyrir jólin í verkinu Fanný og Alexander með Róbert Arnfinnssyni. Við debúter- uðum einmitt saman fyrir margt löngu hjá Leikfélagi Reykjavíkur í verkinu Kaupmanninum í Feneyjum. Með okkur verður líka Kristbjörg Kjeld sem ég hef átt mikið samstarf við í gegnum ævina. Ef þetta verður síðasta verkið sem ég leik í, þá finnst mér það alveg við hæfi að hringurinn lokist með þeim hætti,“ segir Gunnar og brosir. Með 40 konum Gunnar Eyjólfsson segir meðal annars frá því í ævisögu sinni þegar hann sem flugþjónn gengur fram á farþega að borða grill- aða hönd sem lítur út fyrir að vera af manni. Honum er brugðið en það kemur í ljós að um grillaða apahönd var að ræða. Morgunblaðið/Kristinn Leiksvið heimsins

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.