SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 34
E inar Margeir Krist- insson og Darri Ey- þórsson stofnuðu saman nýsköpunar- fyrirtækið Úr sveitinni á þessu ári og nú hafa fyrstu vörurnar litið dagsins ljós, fjórar tegundir af gómsætum grillsósum. Uppi- staðan í sósugerðinni eru tóm- atar, sem annars hefði verið hent, en félagarnir hafa það markmið „að nýta betur ís- lenskar afurðir á innlendan markað með heilnæmi að leið- arljósi“. Framleiðslan hefur verið í samstarfi við Matís, Mat- arsmiðjuna á Flúðum og Þorleif Jóhannesson bónda á Hver- bakka II. Strákarnir hafa verið vinir frá því þeir kynntust í námi í Verzl- unarskóla Íslands og hafa báðir starfað í matvælaiðnaðinum en þó á mjög ólíkum stöðum. Eldamennska og efnafræði „Ég var tíu ár í verslunarbrans- anum, var verslunarstjóri í Bón- us á Seltjarnarnesi og hef unnið hjá heildsölufyrirtækjum,“ segir Darri sem söðlaði síðan um en hann útskrifaðist með BS-gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Ís- lands í vor, sem kemur sér vel í sósugerðinni. Einar er hins vegar úr veit- ingabransanum, eins og hann segir. Hann hefur m.a. eldað í stóru mötuneyti og veislueld- húsi og starfaði á Hótel Glym í Hvalfirði í tíu ár, vann sig upp úr því að bera fram matinn í að elda hann. Einar hefur því reynslu af eldamennsku á meðan Darri mælir hitastigið og gerir efnafræðitilraunir á vörunni. „Okkur hefur verið tíðrætt um það okkar á milli í gegnum tíðina hversu miklu er hent í verslunum, stóreldhúsum, heima hjá fólki, bara á öllum stöðum í keðjunni. Okkur lang- aði bara að finna einhverja skemmtilega lausn á þessu og ákváðum að byrja á tómötunum því þeir eru fjölhæfastir í vinnslu af því grænmeti sem er ræktað hérna. Svo eru tóm- atarnir líka svo góðir,“ segir hann. Strákarnir fóru í samstarf við Matarsmiðjuna á Flúðum, sem er ný tilraunaaðstaða fyrir frumkvöðla, lítið framleiðslu- eldhús, sem dugar fyrir fyrstu framleiðslu. „Við verðum að hafa vottað eldhús. Það er al- gjörlega nauðsynlegt að svona staðir séu til,“ segir Darri en annars væri startkostnaðurinn of mikill. Ennfremur er mikill meiri- hluti allra tómata á landinu ræktaður á Flúðum og svæðinu þar í kring. Einar varð atvinnulaus um áramótin. Hugmyndin að Úr sveitinni kviknaði í byrjun jan- úar og þeir eru búnir að vera að vinna við hana síðan í febrúar og á fullu í allt sumar en þeir fengu styrki frá Vinnumálastofnun og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þeir segja ekkert þýða að „liggja í volæði í atvinnuleysi“, en það sé eitthvað sem bíði margra þegar þeir klára námið. Hugmyndavinnan nær þó lengra aftur því þeir hafa rætt mikið saman um vinnuna sína í gegnum tíðina og oft velt fyrir sér ýmsum hugmyndum. Eru úr Dölunum Þeir eru báðir úr sveit en þó ekki ættaðir af grænmetisrækt- arsvæðinu á Suðurlandi heldur úr Dölunum. Einar er úr Búð- ardal og Darri úr Laxárdal. „Við erum úr sveit en ekki frá Flúðum. Fólk horfir stundum á okkur og spáir hvar við fengum eiginlega þessa hugmynd. Það býst alltaf við því að foreldrar okkar hljóti að vera grænmet- isbændur fyrst við ákváðum að fara út í þetta,“ segir Einar og Darri útskýrir nánar: „Flestir ungir strákar í nýsköpun eru að gera eitthvað tölvutengt. Fólk gerir því ráð fyrir því að maður hljóti að hafa átt ömmu sem kunni að búa til tómatsósu og við séum að nota uppskriftina hennar,“ segir hann. Þeir hafa því engan bakgrunn í grænmetisrækt nema hvað Einar „ræktaði gulrætur og kartöflur“ þegar hann var yngri. Það rækta allir kartöflur í Búð- ardal. Það var frí á fótboltaæf- ingum þegar það var verið að setja niður kartöflur á vorin.“ Úr sveitinni í sveitinni. Einar (t.v.) og Darri skoða tómata í gróðurhúsi hjá Þorleifi bónda á Hverabakka II. Ljósmynd/Hrafn Garðarsson Seiðkarlar úr sveitinni Félagarnir Einar Margeir Kristinsson og Darri Eyþórsson ætla að lifa af landsins gæðum á nýsköpunarfyrir- tækinu Úr sveitinni, sem framleiðir fyrsta flokks vöru úr afgangs græn- meti. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.