SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 40
40 21. ágúst 2011 Lífsstíll É g verð alltaf dálítið spennt þegar líður að Menn- ingarnótt. Ætli mitt innra nörd vakni þá ekki að einhverju leyti úr dvala. (Sumir vilja sjálfsagt meina að það sofi aldrei). Þjóðfræðingurinn innra með mér verður spenntur og hlakkar sérstaklega til að geta farið í gönguferð um miðbæinn þar sem sagt er frá daglegu lífi borgarinnar og íbúum hennar. Slíkar göngur af ýmsu tagi hafa verið farnar á Menningarnótt síðast- liðin ár og í ár verður ekki breyting þar á. Ég er til að mynda strax orðin for- vitin að fræðast um bakara, skraddara og aðra sem borgina byggðu. Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda og eiginlega þarf maður að taka eitt gott kvöld í að liggja yfir dagskránni og velja það sem manni langar helst að sjá. Síðastliðin ár hef ég farið í góðum hópi kvenna í miðbæinn þennan dag. Nú er svo komið að okkur finnst við nærri því þurfa að gefa hópnum nafn og halda dagskrárfund. Svo ómissandi við- burður er Menningarnótt orðin og slær yfirleitt botninn í gott sumar. Það er mjög þægilegt að geta sett upp sína eigin dagskrá og prentað út. Þannig setjum við hver og ein saman það sem hverja okkar langar að sjá. Oft langar okkur að sjá það sama og því er ekki svo erfitt að setja dagskrána saman þannig að allir sjái það þeir eru spennt- astir fyrir. Málamiðlanir nást svo um annað og yfirleitt kemur það manni líka skemmtilega á óvart þegar maður er „dreginn“ með á eitthvað sem manni hefði aldrei dott- ið í hug að sjá sjálfum. Það er viss list að fara í miðbæinn þegar þar er sam- ankomið mikið af fólki. Þolinmæði og kurteisi er mik- ilvægt að hafa sem einkunnarorð dags- ins. Enda gengur þetta allt saman mun betur ef við troðumst ekki og ryðjumst fram fyrir hvert annað. Ég man eftir Menningarnótt fyrir einum tíu árum síðan. Þá var ég nýkomin heim eftir mánaðardvöl í Englandi og fannst ég nú heldur betur veraldarvön heims- dama. Í það minnsta fannst mér Bretar mun kurteisari en Íslendingar sem ein- hvern veginn tókst að troðast og troða hver öðrum um tær hvert sem þeir fóru þetta kvöld. Það endaði með því að ég tók strikið heim alveg rjúkandi ill og ætlaði aldrei aftur í slíka mannþröng á Íslandi. Þetta rjátlaðist nú af mér smám saman og nú legg ég mig fram um að vera kurteis sjálf. Legg þannig mitt af mörkum og reyni bara að leiða það hjá mér ef einhver er með æsing. Ég hlakka til að eiga góða Menningarnótt með ykkur, kæru samlandar, og njóta fjölbreyttra viðburða. Sjáumst í bænum, hress og kát! Menning í borg Menningarnótt er haldin í dag, laugardag, þá verður margt um að vera í miðborg Reykjavíkur. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ætla mætti að þessi mynd væri frá áramótum en þetta er í raun glæsileg flugeldasýning á Menningarnótt. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Það er mjög þægilegt að geta sett upp sína eigin dagskrá og prentað út. Þannig setjum við hver og ein saman það sem hverja okkar langar að sjá. Það er skemmtilegt að gera dálítið úr Menningarnótt- inni með vinum eða fjölskyldum. Byrjið daginn á að bjóða fólki heim í brunch og fyllið vel á tankinn áður en haldið er af stað til að njóta skemmtiatriða um bæinn þveran og endilangan. Yfir daginn fæst víða létt hress- ing sem má grípa með sér en það getur líka verið snið- ugt að skreppa bara heim í kaffi. Vera búinn að baka eitthvað gott og jafnvel gera brauðtertu. Borða og hvíla sig svolítið til að safna kröftum fyrir kvöldið. Því þá er jú enn nóg um að vera og jafnvel má reyna að sæta lagi og ná sér í borð einhvers staðar í kvöldmat. Fyllt vel á tankinn Morgunblaðið/Arnaldur Ef fólk mögulega getur er ráð að skilja bílinn eftir heima á Menningarnótt og ganga í bæinn. Eða þá að taka strætó eða leigubíl. Fyrir þá sem vilja ferðast á nýjan og nokk- uð spennandi máta verð- ur líka hægt að sigla á milli Sundahafnar og Hörpu á Menningarnótt. Þá er hægt að skilja bíl- inn eftir á bílastæðum við Sundahöfn og skella sér siglandi í bæinn. Þetta gæti orðið nokkurt ævintýri, sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina. Á vefsíðu hátíðarinnar má sjá allar upplýsingar um hvenær siglt er en líka að sjá hvaða götur verða opnar fyrir umferð og annað slíkt sem við- kemur umferðinni. Sniðugt er að skoða þetta áður en lagt er í hann til að vera með allt á hreinu. Siglt í miðbæinn Gott er að rölta í bæinn á Menningarnótt. Morgunblaðið/Ómar Gakktu í bæinn er yfirskrift Menning- arnætur að þessu sinni. Enda gestum boðið að líta inn jafnt á söfnum sem og í heimahúsum og njóta viðburða. Verð- ur sums staðar jafnvel hægt að þiggja veitingar þar sem íbúar húsa bjóða gestum og gangandi í vöfflukaffi af bestu sort. Er hér vísað til þess ágæta, íslenska siðar að bjóða þeim gestum sem bar að garði í bæinn og gera vel við þá í mat og drykk. Þá báru hús- mæðurnar stoltar á borð girnilegt bakk- elsi af ýmsum toga og helst eins marg- ar sortir og hægt var. Góður félagsskapur gulli betri Það er alltaf skemmtilegt að fá til sín góða gesti og um að gera að flækja málin ekki of mikið. Oftast skiptir fé- lagsskapurinn meira máli heldur en það sem borið er á borð. Stundum langar okkur vissulega að bjóða vinum í fínan mat og dúllumst í eldhúsinu all- an daginn. Þess á milli er góður te- eða kaffibolli í raun allt sem þarf og smá súkkulaðibiti eða kex með. Það er gott að rækta vináttuna á þennan hátt með spjalli yfir rjúkandi bolla. Í dag gefst skemmtilegt tækifæri til að hitta vini og fjölskyldumeðlimi og gera sér glað- an dag í þeim ólgandi menningar- straumi sem flæða mun um miðbæ- inn. Þá er alveg hægt að stoppa bara og fá sér pylsu eða kaffi í pappamáli og njóta þess að rölta um, skoða mannlífið og anda að sér stemning- unni. Gestum boðið að ganga í bæ Það er notalegt að spjalla saman yfir góðum kaffibolla og smá súkkulaðibita. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.